Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 10
- 238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VERALDARSAGAN I CÁ SEM á annað borð er farinn að notfæra sér h3gskýrslur til að fræðast um aðrar þjóðir oggera samanburð á þeim og sinni eigin þjóð, hætíir því vart aftur. Þcss- háttar menn lifna allir við er þeir sjá hagfræðilegt efni, þó að þeir hafi verið að sofna yfir dágóðri skáldsögu. Því að tölurnar geta ver- ið lifandi, og eru það jafnan þeg- ar þær fjalla um það sem er áþreif- anlegt og einhvers varðandi. Og þær eru fræðandi og veita miklu meira af þeim „hyggindum sem í hag koma" en ýmsar frásagnir ver- aldarsögunnar um Atla Húnakon- ung, Alexander mikla, Júlíus Cæs- ar eða Napoleon. Heimurinn er orðinn þannig, að enginn skyni borinn maður getur án hagskýrslanna verið. Eigi aðeins hagfræðingarnir sjálfir eða kaup- mennirnir, sem hafa verslunarsam- bönd við fjarlæg lönd, heldur líka sjómaðurinn og bóndinn. Umheim- urinn er orðinn svo nálægur og viðskiftin svo margþætt, að enginn kemst hjá því að vita meira um þennan sama umheim en forðum, meðan þjóðirnar voru einangraðar og hver reyndi að búa sem mest að sínu. Það tók stundum mánuð og það- an af meira að komast af íslandi til annara landa, og þarf ekki að sem lá þar í einu hólfinu. Þarna var hann þá kominn maðurinn, sem hvarf meðan á smíði skipsins stóð. Sagan um að hann hefði ver- ið kviksettur í skipinu, reyndist þá rétt eftir allt. Þess vegna hafði Austri hinn mikli alltaf verið óhappaskip. BÆTTAR samgöngur hafa gert veröldina smærri og aukið viðskiíti þjóðanna. Hagskýrsiurnar eru orðnar ómissandi þáttur í almennri frseðslu, og án þ:irra er ekki hægt að gera samanburð á þjóðunmn. __ Á því sviði vinr.ur hagiræðideild UNO órnetanlegt starf. fara nema rúm hundrað ár aftur í tímann til að finna þess dæmi. Nú er hægt að fara nokkrum sinnum kringum hnöttinn á þeim tíma, og vilji einhver koma orðsendingu út í lönd getur hann gert það og feng- ið svar við henni á sama klukku- tímanum. Margir gera sér ekki og vilja ekki gera sér grein fyrir því, að mennirnir á jörðinni eru orðnir hver öðrum háðir, og verða því háðari sem samskiftin verða meiri. Við þurfum að vita um árferðið í Brasilíu til þess að geta gert okkur í hugarlund hvort kaffiverðið fer hækkandi eða lækkandi næsta ár, og við verðum að þekkja Brasilíu- búa til að vita hvernig við eigum að verka fiskinn, sem við seljum þeim. Við verðum að þekkja hvaða atvinnuvegir það eru, sem hver þjóð skarar sérstaklega fram úr í, hvaða menntastofnanir íslending- um er ráðlegast að sækja þegar þeir vilja framast í einhverri sér- stakri grein. — Og við verðum að vita hvað er að gerast í heiminum, og sérstaklega hvar um framfarir er að ræða í heiminum. Þegar stríð verður í Kóreu eða Indókína fáum við meira en nóg að frétta um það, en síður um hitt, ef eitthvert ný- mæli kemur fram í atvinnumálum, jafnvel þó að það gæti varðað ís- lendinga miklu. Sem betur fer gerist nefnilega miklu fleira í heiminum en styrj- aldir — bæði heitar og kaldar. Fyr- ir frumkvæði UNO hefur hin síð- ustu ár verið unnið að skýrslu- söfnun meðal allra þjóða, til að ná saman hagfræðilegu yfirliti um sem flestar þjóðir heimsins, at- vinnu þeirra og menningu. Það eru 252 svæði á hnettinum, sem þessar hagskýrslur ná til og hefir yfirlitið verið látið ná aftur til árs- ins 1932, en þá gekk kreppa yfir veröldina, og fram til allra síðustu ára. í MANNFJÖLDINN Hve margar manneskjur lifa á jörðinni? Fyrir stríð var talan mjög á reiki, því að um ýms lönd varð að fara eftir ágiskun. Samkvæmt upplýsingum UNO er talið að árið 1952 hafi mannfjöldinn verið 2.499 milljónir, en árið 1920 ekki nema 1.875 milljónir. Á síðustu fimm ár- um hefur fólkinu fjölgað um 26 milljónir á ári, að meðaltali. Þetta svarar til þess að nú búi 18 manns á hverjum ferkílómetra að meðaltali. í Afríku eru 208 millj- ónir, hvkir, svartir og múlattar, eða aðeins 7 á ferkílómetra. í Ameríku, nyrðri og syðri, er aðeins þéttbýlla, eða 8 manns á ferkílómetra, og í Asíu, að rússneskum löndum und- anskildum, búa 1326 milljónir, eða meira en helmingur allra jarðar- búa, og þar eru að meðaltali 50 manns á hverjum ferkílómetra. í Evrópu eru 81 manneskjur á hverj- um ferkílómetra en Evrópa er sex sinnum minni en Asíulöndin. Á ýmsum úthafseyjum jarðarinnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.