Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Side 14
242
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Upp úr jörðinni standa steinsteypuklumpar og járnflækjur
Evrópu, því að það lá utan bann-
línu Frakka.
Árið 1305 neyddu Englendingar
Dani, sem þá réðu yfir eynni, til
að láta hana af hendi og héldu
henni síðan til 1890, er þeir létu
Þjóoverja hafa hana í skiftum fyrir
Zansibar. Bretar settu nú setulið á
land, þó að ekkert húspláss værx
fyrir hendi. Urðu þá margir evar-
skeggjar að láta hús sín af hendi
og sjá svo um sig sjálfir. Tekið var
til að víggirða Helgoland og safna
birgðum af skotfærum og öðrum
hernaðarnauðsynjum, og sögðu
Bretar, að hér ætti að byggja ann-
að Gíbraltarvígi. Hér var líka auð-
Reimers og unnustu hans, sem var
að gerast á meginlandinu og vera
til taks, ef þörf gerðist.
Til þess að halda uppi póstsam-
bandi við meginlandið urðu Helgó-
lendingar að taka að sér hafnsögu,
hvort sem þeim var það ljúft eða
leitt, en auðvitað var það lífshættu-
legt starf vegna franskra fallbyssu-
báta, sem alls staðar voru á verði.
Að vísu fengu þeir starfann að
jafnaði vel borgaðan.
Ýmsar sögur eru sagðar frá þess-
um ferðum og sumar allrómantísk-
ar eins og t. d. sagan um Claus
Reuners og unnustu hans, sem var
dóttir vitavarðarins í Neuwerk á
Norðursjávarströndinni norðan-
verðri. Hún kom fyrir aukaljósum
í vitanum, svo að lítið bar á og gat
þannig varað hann við, ef hæt.ta
var á ferðum. Um hávetur flutti
Claus Reimers hana með sér í gegn
um kúlnahríð Frakka til þess að
halda brúðkaup sitt til hennar úti
á Helgolandi. Þegar hann dó, var
hann svo fátækur, að síðast varð
hann að veðsetja heiðursmerki,
sem hann hafði hlotið, til þess að
draga fram lífið. Svo völt er stríðs-
gæfan.
í kjölfar þess hernaðarlega mik-
ilvægis, sem Helgoland hafði öðl-
azt, fylgdi pólitísk spákaup-
mennska. Alls konar ævintýra-
menn, njósnarar og pólitískir flótta
-menn tóku að leggja þangað leið
sína, er þeir þóttust ekki lengur
öruggir um sig annars staðar. Með-
al þeirra voru Gustav Adolf IV.
hinn sænski og August Gneisenau
hershöfðingi.
Smyglið, sem blómgaðist sífellt
meira, færði Helgolendingum stór-
fé í hendur, en það varð til þess,
að þeir fóru að slá slöku við sjó-
mennskuna og gerast makráðir, og
datt hún svo til alveg úr sögunni.
En þessi velgengni virtist brátt
vera á enda, því að nú tóku Danir
að líta á þá sem óvini sína og hefta
smyglferðirnar, svo að nú var'sú
tekjulindin líka úr sögunni. Vetur-
inn 1807—1808 ríkti því mesta nevð
-arástand, svo að Englendingar
urðu að gefa íbúunum matvæli til
þess að koma í veg fyrir hungurs-
neyð. Brátt fór þó að birta í lofti
aftur, og um vorið kom hvert
verslunarskipið á fætur öðru hlað-
ið nýlenduvörum, sem skortur var
orðinn á á meginlandinu, en þaðan
komu á nóttunni bátar hlaðnir
matvælum. Hófst nú fjörug vöru-
skiftaverslun og mikið brask. Fiski-
sagan Vcir fljót að berast, og ævin-
týramenn og spekúlantar streymdu
að úr öllum áttum. Helgolending-
ar létu ekki sitt eftir liggja, svo að
nær allir tóku einhvern þátt í
braski og smygli, sem engin leið
var að halda í skefjum lengur.
Einstök skip lögðu leið sína frá
Helgolandi austur í Eystrasalt, til
Rússlands, Miðjarðarhafs og Suður
-Ameríku, og skipulagður smygl-
hringur rak starfsemi sína allt
suður til Mið-Þýzkalands. Verð á
húsum og lóðum steig gífurlega, og
húsnæðiseklan var alveg ótrúleg.
Sagt er frá rakara einum, sem
hafðist við í stórri tunnu eins og
Diogenes forðum, og margir urðu
að hreiðra um sig í stórum tréköss-
um undan varningi. Allir höfðu
fullar hendur fjár, en þó var stund-
um ekki hægt að fá helztu nauð-
synjar nema fyrir okurverð, þó að
allsnægtir væru af öðrum vöruteg-
undum, sem annars voru mjög
sjaldgæfar.
Árið 1811 tókst Napóleon að
verja strendur Hollands og Þýzka-
lands svo vandlega, að verslun og
smygl þangað var útilokað, en það
varð til þess, að verslunarskip fóru
að sigla fram hjá Helgolandi til
Rússlands. Þegar svo meginlands-