Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Síða 15
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 243 Gömul fallbyssa stendur upp úr rústunum Hin rauða klettaströnd hafnbannið var úr sögunni fáum árum síðar, var gullæðið á Helgo- landi líka á enda. Nú neyddust eyaskeggjar til að taka til sinna gömlu starfa aftur við sjómennsk- una, en þar var við óvænta örðug- leika að etja. Fiskibátarnir, sem legið höfðu árum saman ónotaðir, voru orðnir ónýtir, og af öllum gróðanum var harla lítið eftir til þess að kaupa eða smíða nýa, Helgoland var orðið ensk eign og HeJgolendingar fyrir bragðið skoð- aðir sem útlendingar bæði í Þýzka- landi og Danmörku, svo að hinir gömlu markaðir þeirra voru líka lokaðir. Það var stofnun baðstaðar á Helgolandi, sem kom fótunum und- ir efnahag eyarskeggja á ný, og hafa þeir síðan um miðja síðustu öld fyrst og fremst lifað á fyrir- greiðslu ferðamanna á sumrum. Hafa menn innréttað hús sín þann- ig, að leigja mætti út sem mest af þeim, og hafa þá fjölskyldurnar hírzt í kjöllurunum yfir sumarið. Til þess að hæna enn fleiri ferða- menn þangað, hafa flestar vörur verið seldar tollfrjálst á eynni, enda liggur hún utan landhelgis- línu. En fyrst og fremst er það hið hreina og holla loft Helgolands og svo sjóböðin, sem hæna ferðamenn þangað — auk hinnar stórbrotnu náttúru þessarar yndisfögru eyar. Margir frægir menn hafa gist Helgoland, þar á meðal skáldið Heinrich Heine, og þar orkti Hof- mann von Fallersleben þýzka þjóð- sönginn árið 1841. FERÐ MÍN TIL HELGOLANDS EGAR ég kom til Þýzkalands haustið 1951, var um fátt meira talað en Helgoland. Hörð deila stóð yfir milli Þjóðverja og Englend- inga um eyna, sem hafði verið mannlaus síðan á styrjaldarárun- um og notuð sem skotmark af flug- flota Breta, er hann var að sprengju kastæfingum. Kröfðust Þjóðverjar þess að fá eyna aftur, en Bretar töldu sig ekki geta misst hana. Blöðin skrifuðu mikið um málið og oft undir risafyrirsögnum. Satt að segja fannst mér þá vera gert óþarflega mikið veður út af þessari klettaey, því að hvað munaði um það, þó að einir 2500 eyarskeggjar yrðu heimilislausir á sama tíma og tíu milljónir Þjóðverja frá austur- héruðunum voru á flótta fjarri átt- högum sínum? Um jólaleytið 1952 var ég svo beðinn að halda fyrirlestur og sýna kvikmyndir um ísland í bænum Husum á Norðursjávarströndinni, fæðingarbæ skáldsins Theodors Storm. Ég brást vel við þessu, því að áhugi og þekking Þjóðverja á íslandi er undraverð, svo að erfitt er að fá betri áheyrendur um það efni. Að loknum fyrirlestrinum kom til mín gráhærður roskinn maður, lágur vexti, en kviklegur, og sagð- ist heita dr. Martin Bahr, verkfræð- ingur frá Tönning og stjórn - idur- reisninni á Helgolandi, s< E..g- lendingar höfðu loksins afK t °tt- ur þá um vorið. Fór hann þess á leit við mig, að ég færi einhvern tíma til Helgolands og heldi þar íslandsfyrirlestur og sýndi kvik- myndir fyrir verkamennina, því að vist þeirra væri heldur daufleg, fátt til skemmtunar og aðeins væru þar karlmenn, því að engum fjöl- skyldum hefði verið leyft að setjast að aftur á eynni. Þessu boði tók ég fegins hendi, því að mig var mjög farið að langa til að sjá þessa söguríku og fögru ey með eigin augum. Ekki varð samt úr förinni fyrr en í haust, sem leið, er ég lagði upp frá Kiel vopnaður íslandskvik- mynd og vænu handriti. — Frá Tönning átti að fara með kútter síðari hluta dags, en sökum þoku

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.