Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Page 16
244 **' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einkennileg nýtízkuhús rísa upp var það ógerningur, svo að dr. Bahr bauð mér að gista hjá sér. Þetta var mikið happ, því að hann reynd- ist hinn mesti fræðaþulur, og sagði hann mér fjölmargt um sögu Helgo -lands síðustu áratugina, sem hafa verið ærið viðburðaríkir þar sem annars staðar. — Það sem hér fer á eftir er að mestu frásögn hans, á leiðinni til Helgolands. — ★ — Þegar Þjóðverjar höfðu tekið við Helgolandi 1890, var þegar tekið til óspilltra málanna að byggja þar upp það, sem í niðurníðslu var, en þó fyrst og fremst hafnarmann- virki og vita, því að ómetanlegt öryggi er í því fyrir fiskveiðiflot- ann á Norðursjó að geta leitað þar vars í illviðrum, því að úti fyrir Norðursjávarströndinni eru ein- hverjar hættulegustu siglingaleiðir í Evrópu, svo að það er venjulega lífsháski að sigla upp að henni í þoku eða myrkri. — Þetta sá ég greinilega á leiðinni frá Tönning, því að kútterinn okkar varð ýmist að beygja' í suður eða norður, þó að aðalstefnan væri í þver-vestur. Öll leiðin var vandlega merkt með baujum og engan veginn auðrötuð, þó að sæmilega bjart væri. — Mikil og vel útbúin björgunar- stöð var reist, og bjargaði hún ekki færri en 454 sjómönnum úr sjáv- arháska á tímabilinu frá 1890 til 1945. í seinni heimsstyrjöldinni eyði lagðist hún algerlega sem og öll önnur öryggistæki, en samt heldu fiskibátar áfram að leita skjóls undir Helgolandi, stundum þrátt fyrir sprengjukast æfingaflugvéla. Sjómenn, sem lágu í vari við Helgoland þrátt fyrir sprengju- regnið, þegar sænska skipið „Orm- en Friske", sem smíðað var eftir gömlu víkingaskipi, fórst þar hinn 22. júní 1951, skýra frá því, að það hafi hrakið upp á grynningar rétt við hafnarmynnið og brotnað þar. Þarna hefði mátt bjarga lífi hinna 15 ungu stúdenta, sem á skipinu voru, ef leyft hefði verið að endur- reisa björgunarstöðina þegai að stríðinu loknu. Arið 1911 var byrjað á smíði hinna voldugu öldubrjóta um eyna og vann dr. Bahr við það, þá ný- bakaður verkfræðingur. — Þegar tekið var að byggja upp þýzka flot- ann um og eftir aldamótin, var Helgoland gert að flotahöfn og mikil mannvirki reist, en þau voru sprengd í loft upp samkvæmt Ver- salasamningnum og íbúar eyarinn- ar fluttir til meginlandsins, en þó bráðlega leyft að snúa heim aftur. Við sprenginguna eyðilögðust flest öryggistæki á eynni, og varð það til þess, að allmörg skip fórust á grynningum þar umhverfis. Eftir 1930 var svo enn á ný tekið til við byggingu flota og kafbáta- stöðvar og jafnvel gerður flugvöll- ur á baðströndinni, sem kölluð er „die Dune“. Undir eynni var komið fyrir alls konar mannvirkjum neð- anjarðar og hún ramlega víggirt, svo að þaðan gátu Þjóðverjar mjög svo ráðið yfir siglingum um Norð- ursjó. — ★ — Hinn 18. apríl 1945 var örlaga- ríkur dagur fyrir Helgoland. Yfir 1000 sprengjuflugvélar banda- manna gera látlausar loftárásir á eyna í meira en þrjá klukkutíma og leggja bæinn gersamlega í rúst- ir, stórskemma höfnina og þagga niður í virkjunum. Þó farast ekki nema um 120 manns í árásinni, en tveim dögum síðar eru íbúarnir, sem enn hafast við í loftvarna- byrgjum, fluttir til meginlandsins og komið þar fyrir á yfir hundrað stöðum og Helgoland fengið í hendur brezka flotanum. Árið eftir er frá því skýrt í þýzk- um blöðum, að íbúarnir muni aldr- ei verða fluttir heim aftur, og í apríl veturinn 1947 lýsa Bretar því yfir, að Helgoland skuli hverfa af yfirborði jarðar. í sama mánuði er kveikt í 6700 tonnum af sprengi- efni, sem komið hefur verið fyrir í göngum og ranghölum undir eynni. En Helgoland stóð af sér hina ægilegu sprengingu, að vísu stórlega limlest. Suðuroddinn, sem var þverhníptur klettur, er orðinn að grjóthrúgu, sem þeytzt hefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.