Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Qupperneq 18
246
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Turninn, sem stóðst allar sprengjuárásir
langur og heitur umræðufundur i
Slésvík. Voru þar m. a. mættir all-
margir af prófessorum Kielarhá-
skóla, og hröktu staðhæfingar
klerksins, sem voru í öllu í algerri
andstöðu við niðurstöður vísind-
anna. En sr. Spanuth hristi bara
höfuðið og lét ekki sannfærast um,
að sér gæti skjátlazt. Heldur hann
enn áfram baráttunni ekki ósvipað
Hollander hinum ameríska, sem
barðist við það áratugum saman að
sanna, að rúnasteinninn frægi frá
Kensington væri ósvikinn.
— ★ —
Nú var kútterinn kominn upp að
mynni haínarinnar á Helgolandi.
Það fyrsta, sem vekur athygli
mína, er stórefhs stafli af bjór-
kössum, svo að ég hef orð á því, að
ekki muni vera ölbann eða héraðs-
bann á eynni, en fæ þá skýringu,
að ekkert neyzluvatn sé þar til,
heldur þurfi að flytja það frá meg-
inlandinu og sé þá engu meiri fyrir-
höfn að flytja bjór til drykkjar en
vatn.
Þegar á land er komið, var strax
auðséð, að hendur höfðu verið látn-
ar standa fram úr ermum. Mikill
hluti hafnargarðanna var þegar
endurbyggður, en allstórt svæði,
þar sem áður höfðu verið kaíbáta-
byrgi, var eins og nýrunnið hraun.
Á nokkrum stöðum sá á skipsílök
upp úr sjónum. Af Neðribænum
svonefnda, sem staðið hafði á und-
irlendinu á suðurodda eyarinnar,
sást hvorki tangur né tetur. Rúst-
um húsanna haíði verið rutt burt,
og skammt frá stóð múrsteinaverk-
stæði, þar sem gömlu steinarnir úr
rústunum voru malaðir til þess að
búa til úr þeim nýa. Á öðrum stað
standa vélar, og eru þar verka-
menn að khppa niður alls konar
járnarusl, sem flytja á til lands, því
að þama er líka dýrmætt hráeíni,
sem má nota.
Þyrping af myndarlegum timb-
urskálum stendur niður við höfn-
ina, og draga þeir úr ömurleika
eyðileggingarinnar. í þeim eru bú-
staðir verkamannanna, sem eru um
300 að tölu, skrifstofur verkfræð-
inga, samkomusalur, verslun og
jafnvel póstafgreiðsla. Uppi undir
klettunum standa nokkur ný hús,
mjög einkennileg úthts. Það eru
tilraunahús í nýum stíl samkvæmt,
tillögum færustu arkitekta. Ég lét
í ljós vonbrigði yfir því, að ekki
skuli vera lengra komið húsbygg-
ingunum, en ástæðan er sú, að það
kostaði margra mánaða erfiði í
stöðugum lífsháska að flytja burt
og gera óvirkar ósprungnar sprengj
-ur, sem lágu hundruðum saman
um alla eyna og í höfninni, svo að
hægt væri að byrja á framkvæmd-
um. Einnig málmurinn úr þeim er
seldur sem brotajárn og sprengi-
efnið notað til friðsamlegra starfa.
Ég klöngraðist eftir grjótskriðu,
þar sem áður lágu breiðar tröppur
upp á svonefnt Oberland, þar sem
Efribærinn var áður. Þar stendur
hvergi steinn yfir steini, nema
hvað turn einn rambyggður, sem
loftvarnabyssur höfðu staðið á,
stendur hálfur, og hefur bráða-
birgða vitaljósum verið komið fyrir
í honum. Búið er að slétta úr húsa-
rústunum eða flytja þær burt, og
verkfræðingar eru önnum kafnir
við að mæla fyrir nýjum götum og
húsum. Af kirkju Helgolands
stendur svo sem þriggja metra
langt og hnéhátt múrveggjarbrot,
og í kirkjugarðinum hggja leg-
steinar á víð og dreif, brotnir. Á
einum stað liggur dálítil hrúga af
mannabeinum. í ófriði fá jafnvei
hinir dauðu ekki að njóta grafar-
róar. — Skammt frá stendur eitt
beykitré, einmana og einstæðings-
legt, síðasta tréð á Helgolandi.
Héðan er ágætt útsýni yfir til
baðstaðarins, sem kallaður er „die
Dune“, og sést greinilega að sand-
eyrarnar hafa áður verið áfastar
við eyna, þó að nú sé nokkur
hundruð metra breitt sund á milli.
Þar er enginn á ferli, enda komið
haust. Einstígi liggur niður fyrir
klettana á vesturströnd eyarinnar,
og geng ég þar niður. Þá sé ég enn
betur tign og fegurð þessarar kletta
-eyar, sem engin orð fá lýst nema
orð Helgolendinga sjálfra:
„Green es deát Lunn...