Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Side 20
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ISRAEL LANDVARNIR I ARABARÍKIN hafa ekki samið frið við Israel. Þar er aðeins um vopnahlé að ræða. Pess vegna óttast menn að styrjöld geti brotist þar út þegar minnst varir. Brennandi fjandskapur er á báða bóga og alls konar hermdarverk eru tíð. Eitt slíkt hermdarverk getur orð- ið sá neisti, sem kveikir ófriðarbálið. ísraelsmönnum er þetta vel ljóst og þess vegna eru þeir stöðugt á verði, öll þjóðin stendur vörð og er viðbúin að verjast ef árás er gerð á landið. í þessari grein lýsir brezkur herforingi viðbúnaði israelsmanna. ÍSRAELSRÍKI er langt og mjótt. Þar sem Negeb eyðimörkin hefst, er breiddin á landinu ekki nema 32 kílómetrar á milli Hebr- onshæða og Gaza. Hjá Sharon eru ekki nema 11—12 km. milli Juda- hæða og sjávar. En landamærin eru allt að 1000 km. löng, og hand- an við þau eru óvinveittar þjóðir, Arabar og Egyptar, sem vilja ekki viðurkenna ísrael sem sjálfstætt ríki og óska þess helzt að það líði sem fyrst undir lok. Fólksfjöldinn í ísrael er 1.650.000, og er það lítið á móts við fjöl- menni nágrannaþjóðanna, sem hafa átta herdeildir manna undir vopnum á friðartímum. ísraels- menn verða því að vera vel á verði til þess að vernda sjálfstæði sitt. Þeim er það auðvitað algjörlega um megn að hafa svo mikinn her, að hann geti gætt hinna löngu landamæra. Þeir verða að komast af með sem allra minnstan fastan her, en treysta heldur á varalið, sem hægt er að grípa til hvenær sem er. Engin þjóð í heifni leggur eins hart að sér vegna landvarna eins og ísraelsmenn. Öll-þjóðin er her- vædd, eða búin undir að taka á móti innrás. Herskyldan hefst með 14 ára aldri. Þá eru allir drengir skyldugir að ganga í herþjónustu í fjögur ár. Þetta er þó ekki aðal- herskyldan. Hún hefst fyrst við 18 ára aldur og þá eru bæði dreng- ir og stúlkur tekin í herinn. Her- þjónustuskylda stúlkna er tvö ár, fótgönguliðsmanna ár og flug- manna þrjú ár. Eftir það eru kon- ur enn í varaliðinu í 14 ár, eða þangað til þær giftast. En piltarn- ir eru í varaliðinu enn um 28 ára skeið. Fram að fertugsaldri eru vara- liðsmenn kvaddir til mánaðar her- æfinga á hverju ári, en meðan þeir eru milli fertugs og fimmtugs eru þeir skyldir að gegna heræfingum hálfan mánuð á ári. Fram að sex- tugu eru þeir skyldir til heima- varna. Varaliðið skiftist eftir byggðum og herbirgðir eru á hverjum stað. Með þessu móti getur herstjórn- in kvatt 16 tvííylki til vopna með eins eða tveggja sólarhringa fyr- irvara. Flugliðið er þannig skipað, að hægt er að þrefalda það ef til ó- friðar kemur. Og það er aðalstyrk- ur landvarnanna. Öll byggð í landinu er skipu- lögð með það fyrir augum að geta sem bezt varizt innrás, því að hinn fasti her getur ekki verið alls stað- ar til taks. Þessar skipulögðu byggðir eru nú samtals 600 og þær eiga að taka á móti innrás hvar sem hún er gerð og tefja fyrir fjandmönnum þangað til hinn reglulegi her getur komið á vett- vang. Þegar flogið er yfir ísrael má glöggt sjá þessar byggðir. Þær eru algjörlega ólíkar byggðum Araba, sem venjulegast eru nokkrir kofar í þyrpingu og standa hátt. Þessar Arababyggðir eru nú flestar í eyði nema í Galileu. En byggðir ísraels- manna eru til að sjá eins og hvítir kassar, sums staðar margir sam- an í hvirfingu, eða í löngum röð- um og aðeins ein gata á milli, eða þá að þeir eru á víð og dreif. Byggðir þessar eru með tvennu móti og heita tveimur nöfnum. Fyrst eru „kibbutzim“, eða sam- vinnubyggðir, þar sem allir hafa allt í félagi. Og svo eru „mosha- vim“, þar sem menn eiga sjálfir hús og lönd. Kibbutzim eru þorp, mörg hús saman. Þar hafa menn sameigin- legt eldhús og mötuneyti, en í kring um þorpið er sameignarland, akr- ar og garðar. En í Moshavim eru lítil tveggja herbergja hús á dreif, vegna þess að þar byggir hver á sínu landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.