Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Qupperneq 23
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
251
Heim.sendanna miU'L
HVERNIG SVERTINGJAR NÁ
KYRKISLÖNGUM LIFANDI
KYRKISLÖNGUR geta orðið gríðar
stórar. Bit þeirra eru ekki eitruð, en
þær hafa þann sið að vinda sig utan
um bráð sína, og enginn kemst lifandi
úr þeim fangbrögðum. Þegar þær hafa
fengið fylli sína, skríða þær í eitthvert
fylgsni og liggja þar og móka dögum
saman.
Enskur stjórnarfulltrúi í Sierra Leone
í Afríku hefur sagt frá því hvernig
svertingjarnir þar fara að því að ná
kyrkislöngum lifandi. Hann lagði á
stað snemma morguns ásamt tólf buska
-mönnum og lá leið þeirra lengi eftir
þröngum skógargötum. í birtingu þótt-
ust svertingjar vera komnir nógu langt.
Gripu þeir þá til hnífa sinna og hjuggu
braut í gegn um skógarþykknið þvert
af leið, þangað til þeir komu fram í
rjóður nokkuft. Þar var dokk umkringd
lágum hálsi á þrjá vegu. í rjóðrinu var
eitt og eitt tré á stangli, þar var stór-
grýtt en þéttur gróður huldi grjótið
að mestu leyti. Þarna sögðu svertingj-
ar að kyrkislangan væri, og bentu á
holu í brekkunni.
Nú var hafinn undirbúningur að því
að ná skolla út. Sumir fóru að rífa upp
gróðurinn í dokkinni, svo að slangan
gæti ekki falizt í honum. Aðrir söfnuðu
laufi og trjágreinum og báru í stóran
haug úti fyrir holunni. Síðan var kveikt
í hrúgunni til þess að svæla slönguna
út, en umhverfis bálið dönsuðu svert-
ingjarnir og veifuðu pálmablöðum eins
og blævængjum til þess að reykinn
legði inn í holuna.
Þannig leið góð stund að ekki bólaði
á slöngunni. En allt í einu ráku svert-
ingjar upp óp mikið og hörfuðu lengra
frá. Kyrkislangan var að skreiðast út
úr fylgsni sínu. Þetta var stór slanga,
um 18 fet á lengd. Hún fór ósköp hægt,
staðnæmdist skammt fyrir utan holuna
og lyfti upp hausnum eins og hún vildi
snugga til veðurs eftir að reykurinn
hafði hálfkæft hana. Þannig lá hún um
stund, en skreið svo áfram í áttina að
einu trénu. Þá hljóp einn svertingjanna
fram og greip um sporðinn á henni og
helt honum hátt á loft svo að um þriðj-
ungur af lengd slöngunnar nam ekki
við jörð. Þá fór rósemin af slöngunni,
hún hamaðist og vatt sig allavega, en
pilturinn helt fast. Hann vissi hvað við
lá. Kyrkislöngur geta sem sé ekki vafið
sig utan um bráð nema því aðeins að
sporður nemi við jörð, eða honum sé
slöngvað utan um tré. Þeim eru allar
bjargir bannaðar ef sporðurinn er í
lausu lofti.
Nú kom annar maður með mislitt
klæði og veifaði því framan við slöng-
una til þess að teygja hana að næsta
tré. En skammt frá trénu stóðu tveir
ungir svertingjar með band á milli sín.
Og þegar nú slangan kom að trénu og
lyfti upp hausnum til þess að vefja sig
utan um það, tóku piltarnir á sprett
og hlupu tvo hringi umhverfis tréð —
og þar með var slangan fastreyrð við
það.
Þá var ekki annað eftir en að koma
henni í búr og tókst það vel. Þar ham-
aðist slangan fyrst eins og hún ætlaði
að brjóta búrið, en eftir nokkra stund
lá hún kyrr og fell á hana mók. Og þar
með var sjálfræði hennar lokið.
ÖNNUR SAGA
UM KYRKISLÖNGU
ÁRIÐ 1926 var verið að leggja járn-
braut inn í frumskógana á Ceylon. —
Verkfræðingurinn, sem hafði yfirum-
sjón með þessu, hét Andriesz. Hann
var frábærlega góð skytta og þarna
inni í skógunum var nóg af villidýrum
til að glíma við. Varð honum svo vel
ágengt að hann varð frægur meðal
hinna innlendu manna fyrir skotfimi
sína.
Nú var það einn dag, er hann var
heima í bækistöð sinni, að hann heyrir
hávaða mikinn úti fyrir. Hann þaut út
til að vita hvað á seyði væri. Sér hann
þá hvar gríðarlega stór kyrkislanga
hefur vafið sig um grindurnar fyrir ut-
an húsið, og allt var í uppnámi út af
því. Hann flýtti sér inn að ná í tví-
hleypu sem hann átti. En er hann kem-
ur út, sér hann að töframaður þorpsins
er þar kominn og er að tala við slöng-
una:
— Farðu héðan, sagði hann. Þetta er
enginn staður fyrir þig. Hér vilja menn
gera þér illt. Flýttu þér á brott áður.
Slangan tók ekkert mark á þessu,
svo töframaðurinn gekk enn nær henni
og bað hana því betur að forða sér.
Þá gekk verkfraeðingurian fram og
hóf byssuna á loft, en töframaðurinn
greip í ermi hans og sagði höstum rómi:
— Hættu við þetta. Þú mátt ekki
drepa slönguna. Þetta er frændi minn.
Verkfræðingurinn þekkti vel þá hjá-
trú Búddatrúarmanna, að andar fram-
liðinna fari í einhver dýr, og þó helzt
í kyrkislöngur. En hann skeytti þessu
engu og hló aðeins að töframanninum.
Nú varð töframaðurinn alvarlega
reiður. Hann umhverfðist og baðaði út
öllum öngum og hrópaði hástöfum á
anda skógarins að hjálpa sér. Seinast
fleygði hann sér flötum, þreif handfylli
sína af ryki og kastaði í áttina til verk-
fræðingsins.
— Það er skeð, æpti hann. Skjóttu nú
ef þú þorir. Skjóttu eins oft og þú vilt,
en þú skalt aldrei hæfa neina skepnu
heðan af.
Verkfræðingurinn hló, miðaði byss-
unni og tók í gikkinn. Skotið gekk ekki
úr. Hann reyndi hitt hlaupið, en það
fór á sömu leið. Honum varð hálfhverft
við þetta, en hugsaði sem svo að hann
hefði tekið gömul skothylki, sem hefði
slegið sig. Hljóp hann þá inn í húsið
og hlóð byssuna með nýum skothylkj-
um. Þegar hann kom út aftur, var
slangan kyrr og hann skaut á hana á
dauðafæri. Henni brá ekki meir við en
það, að hún sleppti grindunum og
skreið í áttina til hans. Þegar hún var
aðeins nokkur fet frá honum hleypti
hann af aftur og bjóst við að hún
mundi tætast sundur. En það var eitt-
hvað annað. Hún skreið áfram eins og
ekkert hefði í skorizt og hvarf inn í
holu í mauraþúfu.
. Verkfræðingnum var nú orðið
gramt í geði og hann var ákveðinn í
því að ganga af slöngunni dauðri. Hann
lét kveikja eld við holuna og ætlaði að
svæla hana út. En er það dugði ekki,
lét hann rífa mauraþúfuna sundur til
agna.
Þar var engin slanga.
— Hvers vegna varstu rekinn úr
vinnunni, Jói?
— Æ, þú veizt hvernig þessir verk-
stjórar eru, standa iðjulausir allan dag-
inn og horfa á aðra menn vinna.
— Hvað kemur það málinu við?
Verkstjórinn reiddist mér fyrir
það, að allir voru farnir að halda að
eg væri verkstjórúm.