Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Qupperneq 2
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ingspund á hverjum degi sem það var úti í sjó. Fiskisókn norður á íshafsmiðin um hávetur, var enn hættuleg, þrátt fyrir ratsjá og hvað annað. Ratsjáin gat bilað, þrátt fyrir ná- kvæmt eftirlit sérfræðinga í hvert sinn er skipið kom í höfn. Faðir hans hafði ekki haft neina reynslu af því á skútuöldinni, enda þótt hann hefði farið nokkrum sinnum til Hvítahafsins eftir aldamótin, þegar Hull-skipin tóku að lefta þangað. Annars veiddu skúturnar aðeins í Norðursjó. Og það var ekki fyrr en undir 1880 að það varð hlutverk aðmírálsins að stjórna gufuskipi, er þeir höfðu keypt í félagi, til þess að taka við fiski úr skútunum og sigla með hann á markaðinn í London. En eftir að farið var að setja gufuvélar 1 fiskiskipin, fóru þau að veiða við Noregsstrendur, og upp úr 1881 hjá íslandi og Færeyum. Gallinn var sá, að þeir veiddu of mikið. Eftir að þeir fengu ina miklu togara og fiskisjár, var þeim stuggað frá beztu veiðistöðvunum. Þeir höfðu urið upp allan’fisk þar, svo að bannað var að veiða þar. Norðmenn komu fyrst, og síðan íslendingar, og boluðu brezku tog- urunum frá sér. Þeir voru of góðir. Þeim var fundið það til foráttu, að með sífelldu skaki gjörsópuðu þeir miðin og eyðileggðu þau. Fiskur- inn þoldi ekki aðgang þessara stóru skipa. Og nú var svo komið, að Lorella og aðrir brezkir togarar urðu að veiða djúpt undan landi, utan við ina nýu landhelgi, djúpt undan Noregsströndum og stundum utan við landsýn af íslandi. Veiðistöðv- unum fækkaði eftir því sem veiði- aðferðunum fór fram. Líf sjómannsins var enn erfitt. Það reyndi ekki lítið á skipstjóra að fylla skip sitt af góðum fiski í hverri veiðiför, hvernig sem veð- ur var og utan við landhelgi. Kostnaður fór einnig vaxandi. Brennsluolían hafði nýskeð hækk- að í verði, og þess vegna var það enn nauðsynlegra en áður að fá mikinn og góðan fisk á sem styzt- um tíma. Hvemig átti hann að fara að því? Bergmálsmælirinn var að vísu góður, en hann gat ekki bent á fisk, þar sem enginn fiskur var. Og þó var máske annað verra — hann gat ekki gert neinn greinar- mun á góðum og slæmum fiski. Blackshaw skipstjóri þóttist þó sjálfur vita — eins og allir aðrir skipstjórar — hvar bezta ^iskinn væri að fá. Og honum hafði gengið vel. Hann hafði miklar tekjur, og allir hans menn. En dýrtíðin jókst líka hröðum skrefum, og svo voru hátekjuskattarnir óbærilegir. Skipstjórinn leit enn einu sinni yfir skip sitt, þetta fagra og renni- lega úthafsskip, sem honum hafði verið féngið til forráða. Þetta var afbragðs skip, ekki nema fjögurra ára gamalt, 171 fet á lengd, 29 feta breitt og 14 feta djúpt. Það var smíðað til langferða og í fyrsta flokki hjá Lloyds. Það hafði loft- skeyti, ratsjá, allt. Sérstaklega þótti skipstjóra vænt um að hafa sérstakan loftskeyta- mann. Talstöðin var alveg ómiss- andi til þess að geta haft samband við önnur skip og fá að frétta — svona undan ,og ofan af — hvernig þeim gengi. Og með því að hafa lærðan loftskeytamann var alltaf hægt að ná sambandi við fjarlæg skip og fjarlægar stöðvar, ef þörf gerðist. En framar öllu var ómet- anlegt öryggi í því að hafa talstöð og loftskeyti. Togarar gátu enn komizt í hann krappan. Hvernig fór ekki um Hildina, sem hvolfdi vegna þess að hún festi vörpuna í botni og fekk um leið á sig sjó (annars var Hildina frá Fleet- wood, og allt getur komið fyrir Fleetwood-skip); eða þá Kingston Aqumarine, sem strandaði við Noreg, eða þá Sheldon og Guava, sem bæði hurfu. Jæja, hann hafði talstöð og gat kallað á hjálp, ef þörf gerðist. Hann hafði tvo ágæta björgunar- báta, sem hengu í nýtízku gálgum, sem voru sjálfvirkir og þurfti ekki menn til að koma bátunum fyrir borð. Hann hafði ljóskastara, línu- byssu, neyðar-rákettur, björgunar- búning handa hverjum manni, og öll önnur björgunartæki, sem hugsast gátu. Og auk þess hafði hann gúmfleka uppblásinn á þilj- um. Skipshö'fnin var ágæt. Svo var fyrir að þakka að öll skip voru enn vel út búin frá Hull. Þar var enginn skortur á sjómönnum. Það var ekki eins og í verslunarflot- anum, sem ekki gat fengið menn, nema vegna þess að herskyldulög- in undan skildu sjómenn. Það var sitt hvað, veiðiflotinn og verslun- arflotinn. Hörgull gat verið á mönnum til siglinga, en fiskimenn- irnir komu, þeim var það 1 blóð borið, því að forfeður þeirra höfðu verið fiskimenn. Þeir fengu gott kaup, og þótt vinnuharka væri nokkur, þá var það þó ekkert á móts við það sem verið hafði á dögum föður hans og jafnvel fyrir nokkrum árum. Allir urðu að vinna af kappi meðan á veiðum stóð, en það var nú af sem áður var að menn yrði að vinna sleitu- laust þangað til þeir sofnuðu stand- andi á þilfari. Nú var sama hve mikill fiskur var, alltaf var fjórði hver maður í hvílu sinni. Tuttugu menn voru á Lorella: Skipstjóri, stýrimaður, bátsmaður, tveir netjamenn, sex hásetar, tveir viðvaningar (drengir sem áttu að læra sjómennsku), tveir vélamenn, tveir matreiðslumenn, tveir kyndarar og loftskeytamað- ur, sem einnig vann að veiðunum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.