Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 6
498
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S
Jötnarnir í Himalaja
SÍÐAN Sir Edmund Hillary fór að undirbúa leiðangur sinn til
þess að leita að hinum svonefnda snjómanni í Himalajafjöllum,
hefir mikið verið talað og ritað um þessa furðuskepnu. Franskur
mannfræðingur hefir t. d. dregið saman hið helzta, er menn
vita, eða þykjast vita um þenna snjómann, og er hér útdráttur
úr þeirri ritgerð.
UM nokkra mánuði hefir sérstök
nefnd, skipuð af vís>ndastofnun-
inni í Moskva, verið að rannsaka
hvað hæft muni vera í sögnunum
um snjómanninn. Nefndarmönnum
hefir ekki komið saman. Sumir
halda því fram að snjómaðurinn sé
til og sé nokkurs konar eftirlegu-
kind, er staðið hafi ' stað meðan
þorri mannkynsins he.'t áfram á
þroskabraut sinni. Aðrir telja að
sögusagnirnar um sniómanninn sé
ekki annað en hégómi og hindur-
vitni.
Nefndin hefir gefið út tvo bækl-
inga um þetta efni og á þeim má
sjá, að sagnirnar um sniómanninn
eru ekki bundnar við einn stað,
heldur hefir hans orðið vart mjög
víða. Nefndin hefir la?t kapp á að
halda öllum sögusögnum til haga,
straumur klofnað. Hefir önnur
kvíslin haldið beint áfram, en hin
hefir beygt norður með klettinum,
og í þeim hraunstraumi er hellir-
inn. Gæti eg trúað að hann næði
alla leið upp undir hliðið á gígn-
um ,eins og Þorv. Thoroddsen hef-
ir gizkað á, og er þá mörgum sinn-
um lengri, en menn hafa talið.
Það væri mjög æskilegt að farið
væri í hellinn með góð ljós og hann
mældur. Mætti þá fara svo, að
þarna bættist við enn eitt furðu-
verk náttúrunnar á Snæfellsnesi,
sem alla fýsti að sjá.
Á. Ó.
og þess vegna eru í þessum bækl-
ingum sögur, sem sýnilega eru upp-
spuni einn, en svo eru aðrar sögur,
sem verðskulda að þeim sé ræki-
legur gaumur gefinn.
Ein af elztu sögunum er komin
frá manni, sem Jóhann Schildt-
berger hét. Hann hafði ferðazt um
Asíu í 30 ár og kom beim til Bay-
ern 1427. Hann sagði svo frá, að í
fjallakeðju, sem sé á milli Síberíu
og eyðimerkurinnar, hafist við
„villimenn“, sem sé allir kafloðnir,
nema í andliti og á hcndum. Þessi
fjallakeðja er sennilega Altai-
fjöllin. Schildtberger getur um
höfðingjann Ediguei, og að honum
hafi verið gefin „villimannahjón“.
Síðan segir hann: „Eg hefi verið í
þessu landi og vissi um þetta, og
þegar eg var með Tchekra kon-
ungssyni, þá sá eg þau með mínum
eigin augum.“
Það er kunnugt að þessi Tchekra
var uppi, og Schildt’oerger hefir
gefizt gott tækifæri til bess að sjá
villimennina, því að Tvrkir höfðu
hertekið hann og gáfu hann Edi-
guei konungi, eins og villimenn-
ina.--------
Vér skulum nú athuga yngri
heimildir.
Til er ritgerð frá árinu 1930 eftir
prófessor Jamtsanano Hann segir
þar frá því að Mongólar hafi sagn-
ir um snjómanninn og telur að
þessar sagnir séu alveg sannar, en
getur þó ekki komið með nein
dæmi, er staðfesti það.
Jötunmyndin úr tíbetönsku dýrafræð-
inni frá 18. öld.
Árið 1958 ritaði prófessor
Rintchen í Ulan Bator í Mongolíu
um þetta efni. Segir hann þar frá
frá því að menn sé sannfærðir um
að snjómaðurinn sé til, en kemur
ekki með neinar beinar sannanir
fyrir því. Hann hefir og frásagnir
rússneskra hermanna, sem gættu
landamæranna í Pamir-fjöllum.
Þessir hermenn segjast hafa séð
snjómanninn, en frásagnir þeirra
eru heldur ruglingslegar. Þó eru
þar tvær undantekningar.
Önnur þeirra er frá dr. Kara-
petian herlækni, sem var í Dag-
hestanfjöllum í Kákasus á ofan-
verðu árinu 1941. Hann segir að
lögreglan þar hafi komið með
mann til sín og beðið sig að skoða
hann. Þessi maður var allsnakinn,
enda þótt þetta væri um hávetur.
Lögreglan helt að hann væri njósn-
ari. „Ekki var að efa að hér var
um mann að ræða“, segir dr.
Karpetian, „en hann var kafloðinn
á brjósti og baki. Háraliturinn var
brúnn, en annars eru allir svart-
hærðir á þessum slóðum. Þess má
og geta að loðnan var líkust bjarn-
héðni og hárin 2—3 sm. á lengd.“