Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 2
630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorsteins Björnssonar fríkirkju- prests í Reykjavík. Þorsteinn var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverj um byggingum og vant- aði þá tilfinnanlega stóran stein. Kom honum þá í hug að steinn- inn á leiði fornmannsins myndi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um stein- inn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá myndi illt af hljótast. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smá- muni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr að hann safnaði saman mönnum til þess að bera steininn heim til sín, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, að þeir áttu fullt í fangi með hann, enda þótt þeir væri svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, er Þorsteinn hafði ætlað honum. , Eftir að þessu stórvirki var lokið var Þorsteinn að vinna eitt- hvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofu- loft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kem- ur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðlega að skila steininum aftur þangað sem hann var tekinn. Þorsteinn hrökk upp við þetta og þóttist þá sjá á eftir manninum niður uppgönguna. Var hann nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið. En hér fór sem áður, að skyndi- lega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagð- ist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maðurinn að hon- um aftur og er nú enn byrstari í bragði er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp við þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess að hann trúði ekki á neina fyrir- burði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar. En það fer sem fyr, að brátt syfjar hann svo að hann má ekki annað en leggja sig til svefns og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá að honum í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast, og segir að hann skuli ekki hafa betra af því ef hann vilji ekki skila steininum. Nú vaknar Þorsteinn og er hon- um þá nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn um fót sinn heljartaki. Og rétt á eftir laust æðiverk í fót- inn, svo að hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust. Hann sagði þá konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja ásinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarna láta undan því, er hann kallaði draumarugl. En nú varð konan að ráða. Voru nú fengnir menn til þess að flytja steininn aftur á sinn stað. Einn af þessum mönnum hét Stefán Einarsson og var frá Króksvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá, að þeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veizt miklu auðveldara fjórum að bera hann, heldur en þeim átta sem höfðu sótt hann. Síðan hefir epginn hróflað við steininum. En það er af Þorsteini að segja, að hann tók svo mikið fótarmein, að hann varð að liggja vikum saman.---------- Þannig var saga Unu eg hún lofaði því að sýna mér steininn ef eg kæmi í Garðinn. Svo leið sumarið og veturinn að eg hafðist ekki að. En einn góð- viðrisdag í vor brá eg mér út í Garð að hitta Unu og steininn. Hún efndi orð sín og fór með mér á staðinn. Utan við Gerðar eru tjarnir, sem nefnast Innrasíki og Ytrasíki. Sunnan við Innrasíki eru rústir bæarins Vegamót og grjótgarðar þar um kring. Norðan við grjót- garðana er kringlóttur grjóthóll og mannvirki á. Má vera að þarna hafi einhvern tíma verið hring- laga kofi, en hitt getur líka verið, að þarna hafi verið dys eða forn- mannshaugur, sem þá hefir verið raskað. Norðan undir þessum hóli er álagasteinninn. Þetta er stór grá- grýtishella, burstmynduð. Er hún um 3 fet á breidd að neðan, en 5 feta há og mjög misþykk, líklega allt að fet þar sem hún er þykk- ust. Hún liggur þarna flöt og eru stórir steinar undir. Eg athugaði helluna gaumgæfi- lega, en gat hvergi fundið þess nein merki að ristur væri á henni. Hún er grá og flöt en þó dálítil dæld í hana að ofanverðu, ofan frá burst og niður að miðju. En þótt hún virðist slétt tilsýndar er hún með smábungum og dældum. Talsverðar skófir eru á henni og þekja hana alla. Mér kom til hug- ar að hellan myndi vera á hvolfi og því gæti verið að letur væri á hinum fletinum. Gat það og verið að þeir, sem roguðu henni út að hólnum, hefði ekki snúið henni rétt. En Una þvertók fyrir það, hún sagði að svo langt sem menn hefði sögur af, hefði hellan snúið þannig. Ef hellan er bautasteinn og v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.