Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 633 hlýtt skipun húsbóndans um að raka heyið saman og setja í sát- ur, er skýflókinn nálgaðist. Henn- ar taða lá því flöt og gegnblotn- aði af regninu. Þegar skýstrokk- urinn hafði fellt úr sér sjóinn, birti fljótt aftur og þornaði til. Allt heyið er flatt lá þornaði fljótt, nema flekkur Þórgunnu, sem ekki þornaði þá um kvöldið, að minnsta kosti. „Ok aldrei þornaði hrífan er Þórgunna hafði haldið á“. Skýringin á því, að hey það sem gegndrepa varð þornar seint, er fyrst og fremst sú, að hér er ekki um venjulegt rigningarvatn að ræða, heldur saltan sjó, sem þorn- ar langt um seinna en venju- legt rigningarvatn, og það eins fyrir því þó að það væri bland- að sanddufti frá eyðimörkum. En það er ekki nægileg skýring. Hrífa Þórgunnu þornaði aldrei, segir sagan. Vafalaust er þetta orðum aukið. En hún hefur þornað miklu seinna en eðlilegt þótti, annars hefði þessa ekki verið getið sér- staklega. Til þess að skýra þetta verður maður að mynda sér ein- hverja skoðun um rauða litinn á sjónum, sem gerði það að verk- um, að menn töldu hann vera blóð. Sennilegasta skýringin virð- ist mér vera sú, að það hafi verið rauðir þörungar, sem gerðurauða litinn. En miklar og þéttar torfur geta stundum verið í sjónum af slíkum örsmáum rauðum þörung- um. Virðist skýstrokkurinn ein- mitt hafa náð að soga upp í sig eina slíka stórtorfu af rauðum þörungum. Þar með er þá líka fengin fullgild skýring á frásögn sögunnar, og að hér er ekki um hugaróra að ræða, heldur raun- veruleika. Sjór þornar seinna en vatn. Sjór mengaður þara þornar afarseint. Hrífan er hráblaut og slímug svo dögum skiptir. Hún þomar aldrei. Nýárshátíð í Viet Nam Peter T. White, fréttaritari „The National Geographic Magazine", var staddur í Suður Viet Nam í fyrra þegar nýu ári var fagnað þar, og hann segir svo frá því: Þ A Ð var mikið um að vera í Saigon, allt var á ferð og flugi, menn voru að búast undir að verða hamingjusamir. Tet, nýárshátíðin var í aðsigi. Ef menn fögnuðu nýa árinu glað- ir og reifir, þá gátu þeir átt von á að þetta yrði hamingjuár. En til þess urðu menn að hafa greitt allar skuldir sínar. Menn áttu að klæðast í beztu fötin sín, og svo var um að gera, að það væri sannkallaður gæfumaður sem maður hitti fyrstan á nýárs- morgni — nokkuð af gæfu hans mundi þá falla manni í skaut. — Fyrsti maðurinn sem heim- sækir þig verður að vera sá, er þú veizt mestan gæfumann, sagði Dinh vinur minn. Eg spurði hvernig það mætti ske. — Veldu einhvern sem er mjög gamall, mjög virtur og mjög rík- ur. En með ríkidæmi á eg við að hann eigi marga sonu, sagði Dinh. Mig minnir að Friðþjófur Nan- sen segi í bók sinni Pá ski over Grönland frá því, að hann hafi á ferð sinni yfir Grænlandsjökul rekizt á rauða flekki í snjónum, sem hann telur vera það sem í gegnum aldir hefur verið nefnt blóðregn, og mikill ótti hefur staf- að af, og gefi þar þá skýringu á rauða litnum, að skýstrokkar beri inn á jökulinn sjó mengaðan rauð- um þörungum. Bók Nansens hef ég ekki við hendina. v Biddu hann að koma mjög snemma. Við stóðum á miðri breiðgötu, sem heimþrárfullir Frakkar höfðu gert fyrir löngu til þess að minna sig á París. Þar var eitt blóma- haf beggja vegna og það var þröng á götunni af fólki, sem var að kaupa blóm. Sumir voru á heimleið með fangið fullt af greinum aprikósutrjáa og narsiss- um. — Ef þetta blómgvast á nýárs- morgun, þá boðar það auðlegð, sagði Dinh. Eg spurði hvort hægt væri að láta blómin springa út þá. Hann hló við og sagði: Við lát- um blómin og greinarnar strax í vatn og lítum svo vel eftir þeim. Daginn fyrir Tet læt eg dálítið af sykri út í vatnið. Það var auðheyrt að þeir vildu ekki eiga neitt undir hendingu með gæfuna. Fyrir börnin er Tet hátíð frjálsræðis og þá fá þau gjafir. Bændurnir, sem eru % allrar þjóðarinnar, fagna þá endurlífg- un náttúrunnar, menn áttu að varpa frá sér öllum áhyggjum og óvildarhug. Framliðnum vinum skyldi fagnað, því að þeir koma í heimsókn á hátíðinni. Og svo varð líka að verjast aragrúa af illum öndum, því að þeim er sleppt úr vonda staðnum um heila viku svo að þeir geti líka notið hátíðarinn- ar. — Fyrsta skylda hverrar fjöl- skyldu er að safnast saman til bænahalds hjá heimilisaltarinu, ! >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.