Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 641 ■ -'y Mennirnir standa berfættir á rauðglóandi steinunum. þá. Nú var gerð röð af þessum stokkum á gryfjubotninum og nokkrum hnullungum raðað þar ofan á. Svo var hlaðinn timbur- köstur, sem náði sex fet upp úr gröfinni, og þar á ofan voru svo lagðir hnullungar. Henry tjáði okkur að það yrði að kveikja í kestinum nákvæm- lega átta klukkustundum áður en eldgangan byrjaði. Nú höfðu eld- vaðendur ákveðið að gangan skyldi hefjast um hádegi næsta dag, og því skyldi kveikt í kestin- um nokkru fyrir sólarupprás. Við gistum þessa nótt hjá höfðingjanum. Henry kom og vakti okkur klukkan þrjú um nóttina. í svefnrofunum og kol- svarta myrkri stauluðumst við út að „lovo“. Þar voru þrír menn fyrir með pálmablys í höndum. Þegar hinn rétti tími var kom- inn, stungu þeir blysunum niður með grafarbarminum til þess að kveikja í sprekum, sem voru neðst í gröfinni. Brátt kviknaði þar eldur og teygðust logarnir upp í gegnum köstinn svo að inn- an skamms stóð hann í björtu báli. Glóandi neistar þutu upp í loftið og innan stundar fóru steinarnir að springa af hita. Kváðu þá við smellir eins og skammbyssuskot og flísar úr steinunum þeyttust upp á bakk- ana. Við horfðum á þetta góða stund, eða þar til birta fór af degi. Þá fórum við heim aftur og lögðumst til hvíldar. Fimm klukkustundum seinna komum við aftur út að gröfinni og þá logaði eldurinn enn glatt, en mikið af timbrinu var þá orðið að ösku og steinarnir höfðu sigið svo niður, að þeir voru neðan við grafarbakkana. En á milli þeirra sáust logar og glóð undir niðri, og þegar nýum timburstokkum var nú kastað ofan á steinana, kvikn- aði óðar í þeim. Við settumst í grasi gróna brekku skammt frá gröfinni, og rétt fyrir hádegi hófst athöfnin. Hópur manna kom frá þorpinu. Fremstir gengu höfðinginn og prestur þeirra. Þeir gengu þögul- ir að gröfinni. Allir voru þeir í símim venjulegu búningum — í síðum pilsum, gerðum úr alla vega litum pandanus-blöðum. Yf- ir sér höfðu þeir svartar og hvít- ar kápur, gerðar úr berki. Um hálsinn höfðu þeir blómsveig og sveig af pandanus-blöðum um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.