Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 20
648 ÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS hræðast eitur og kemur þetta glöggt fram þegar snætt er. Gesti er ekki borin nein fæðutegund án þess að hann sé fullvissaður um að ekkert eitur hafi verið látið í matinn. Þegar höfðingi snæðir, er einhver látinn bragða á matnum fyrst. Eins er um drykk. Hann er borinn fram í einu keri, sem allir eiga að drekka af, en höfðinginn og gestur hans súpa ekki á fyrr en einhver annar hefir bergt á drykknum áður. Svo eru líka til ímyndaðar eiturtegundir, og þær hrífa aðeins vegna hjátrúar manna. Þegar hlébarði hefir verið lagður að velli, þyrpast allir um hann til þess að ná í veiðihárin. Þau eru talin bæði hættulegt eitur og mjög heilsusamlegt meðal. Ef þau eru látin í mat manna valda þau upp- köstum og jafnvel dauða, nema þau séu soðin með kjöti hlébarðans sjálfs, þá eru þau mjög heilnæm og gera menn ákaflega hugrakka. Galdramennirnir nota líka ýmis- konar blekkingar. Þeir eru leiknir í búktali og bregða' því oft fyrir sig. Mér er kunnugt eitt dæmi um það. Einu sinni féll skuggi yfir húsaþyrpingu og var hann eins og eitthvert óargadýr að lögun og japlaði kjöftum. Og svo kvað við há rödd. íbúarnir þustu út úr kof- um sínum og sáu þá að skugginn gerði sig líklega til þess að gleypa kú. En röddin kallaði og sagði, að þeir skyldu fara með beztu kúna sína upp í gil nokkurt og skilja hana þar eftir, til þess að friða hinn hungraða anda. Venjulega hlýða menn öllu slíku, en að þessu sinni þrjóskuðust þeir, kveiktu eld og skipuðu sér í fylkingu gegn meinvættinni. Morguninn eftir fóru þeir svo til töfralæknisins og báðu hann að skera úr hvort hér hefði verið illur andi eða fjöl- kyngi. Hann var fljótur að kveða upp þann dóm, að hér hefði ekki verið um „amadhlozi“ (anda) að ræða, heldur hefði þetta verið skuggi af einhverju tré, vegna þess að tunglsljós var, en það gæti svo sem vel verið að einhver galdramaður hefði notað þennan skugga. Og hann vissi svo sem vel hver sá galdramaður hefði verið. Einhvern dreymir að annar mað- ur hefir illan hug til gripa hans. Svo geldist ein kýrin, þá er enginn efi á því að það er að kenna þeim manni, sem hann dreymdi. Hinn ákærði reynir ekki að bera hönd fyrir höfuð sér, hann hefir ekkert vald yfir sál sinni og veit ekki hvað hún gerir meðan hann er í svefni. Hann leggur því mál sitt í hendur töfralækninum og gefur honum um leið geit, til að milda skap hans. Verði hann nú samt sem áður dæmdur sekur, er hann skyldur að bæta kúna, og svo er hann tortryggður upp frá því. Maður getur líka átt á hættu að fá á sig galdraorð, ef hann notar ástardrykk, en fórnar ekki öndum forfeðranna geit áður. Einu sinni fór slíkur maður á veiðar og var svo heppinn að veiða bukk. Rétt á eftir dó vinur hans og því var kennt um, að hann hefði ekki fært fórn áður en hann fór á veiðarnar. Það getur líka komið fyrir, að menn séu grunaðir um að stela sálum. Zúlúar grafa lík ættingja sinna undir kofavegg sínum, svo að galdramenn veki þá ekki upp. Því er trúað statt og stöðugt að galdramenn veki upp framliðna, hnoði þá síðan þangað til þeir eru ekki stærri en dvergar, og senda þá svo sinna erinda. Þannig getur galdramaður notað sál hins fram- liðna til illverka. Einu sinni kom hyena inn á milli kofanna og byrj- aði að grafa í nýtt leiði. Og allir voru sannfærðir um, að þarna hefði verið galdramður í hýenu- gervi og ætlað að ná í sál hins framliðna. Sumir galdrmenn verða þó fræg- ir um gjörvallt Zúlúaland, og frægðin heldur hlífiskildi yfir þeim. Höfðingjar leita gjarna slíkra galdramanna og biðja þá að valda óvinum tjóni. Til er og, að slíkir galdramenn gerist hirðmenn höfð- ingja, enda þótt hvítir menn hafi dæmt þá útlæga. Höfðingjarnir gæta þess þó vandlega að þeir séu ekki bendlaðir við galdra á neinn hátt, eða galdramenn. Þegar ég var hjá Selimano Zulu, eða æðsta höfðingja þeirra Zúlú- manna, gerði ég honum nokkrar sjónhverfingar. Slíkt eru taldir galdrar þar í landi, en ég fullviss- aði hann um að þetta væri ekki neinn galdur, heldur aðeins leikni. Og til þess að sannfæra hann um það, bauðst ég til að kenna honum nokkur brögð. Hann var til með það, en sagði að því miður mætti hann ekki nota þau, því þá yrði hann þegar grunaður um galdur. En slíkt væri höfðingja ósamboðið. En ef hann kenndi mönnum sín- um brögðin, þá yrði hann talinn heimskur og ekki væri það betra. Smærri höfðingjar grípa stund- um til bragða, sem líkjast göldr- um, til þess að sýna yfirburði sína og efla fylgi sitt. Eg sá einn þeirra leika slíkan leik með byssu. Einn af mönnum hans var settur á ákveðinn stað og höfðinginn sjálfur lagði töfrum magnað háls- band á hann. Síðan gekk hann nokkur skref frá og skaut á mann- inn. Hann sakaði ekki, en varð nær frávita af hræðslu. Höfðing- inn gortaði þá af því, að hann hefði verndað hann jafnvel fyrir þessu hættulega vopni hvítra manna. Nú var leidd fram kind og tjóðruð á sama stað og maðurinn hafði staðið. Höfðinginn lyfti byss- unni ag skaut, og kindin datt nið- (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.