Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 8
636 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS arðaginn fyrir gangdag hloðu varða le............. og ruddu. MCXXXV“. Gangdagurinn er 25. apríl. Menn hafa véfengt skilning Rasks á rydu og að sex seinustu táknin eigi að merkja ártalið 1135. Seinast hefir sú tilgáta verið kveðin nið- ur með þeirri röksemd, að menn á Norðurlöndum hafi þá ekki kunnað að tákna tímatal þannig. Finnur Jónsson las þannig úr rúnunum (á dönsku): Erling Sig- hvatsön og Bjarne Tordssön og Enride Oddssön oppförte lördag- en för gangdag denne (disse) varde(r) og .....“ Finnur Jónsson taldi, eins og þeir Rask og Finnur Magnússon höfðu áður talið, að fyrstu táknin í fyrstu og annari línu væri að- eins skrauttákn og hefðu enga sérstaka merkingu. Finnur Magn- ússon taldi ólíklegt að sex sein- ustu tákn áletrunarinnar gæti ver- ið ártal með rómverskum stöf- um, en bæði hann og Finnur Jóns- son gáfust upp við að finna þýð- ingu þessara tákna. Fritz Láffler komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri launrún- ir og hann helt að þær þýddu íss (ís). Hann fellst á skýringu Rasks á rydu og taldi að rúnameistar- inn ætti við að þeir hefðu rutt ísi. Finnur Jónsson og Magnus 01- sen hafa báðir andmælt þýðing- unni ruddu, bæði af málfræði- ástæðum og eins vegna þess, að annars staðar á steininum eru alls staðar tvöfaldir samhljóðend- ur. Prófessor Magnus Olsen þýðir rúnimar þannig: ellikr. sikuaþs: son: r. ok. baanne: tortarson: ok: enriþi. osson: laukardak. in: fyrir. gakndag hloþu. uardate. okrydu: ^ í samræmi við það að n er sleppt í Ellikr (í staðinn fyrir Ell- ingr, þýddi M. Olsen rydu sem rýndu þ. e. skráðu rúnum. 'Sex seinustu táknin taldi hann laun- rúnir og þýddi þær með il. Hann benti á að í rúnunum væri fyrsta staf orðs sleppt, ef næsta orð á undan endaði á sama staf. Og því las hann þannig úr þriðju 'rúna- línunni: hloðu varða þessa ok rýndu vel. Við þesau hefir ekki verið hrófl- að síðan. Af málfari áletrunarinnar að dæma telur Magnus Olsen að rúnirnar muni hafa verið ristar árið 1300 eða eitthvað seinna. Er það mjög nærri því sem Finnur Jónsson sagði, að þær myndu hafa verið ristar um 1300 eða nokkru fyr. Þótt Magnus Ólsen teldi að fyrstu táknin í fyrstu og annari línu væri til skrauts, áleit hann þó að þau hefði sérstaka merk- ingu. Og eftir Run-Lára Liljegrens birtir hann svo páskatöfluna, ei- lífðaralmanak miðaldanna, byggða á hinum 16 bókstöfum yngra rúna- letursins og 3 nýum stöfum. Skástrykin 3 í fremsta tákni í fyrstu línu og skástrykin 4 í fremsta tákni í annari línu væri almanakstölur 3 og 4. Ef þetta merkti þá að þriðji stafur í rúna- stafrofinu. Þ táknaði sunnudags- bókstaf og fjórði stafurinn O tákn- aði gyllinital, þá gæti verið um að ræða ártölin 1143, 1238 og 1333. Af ýmsum ástæðum, sem hann gerir grein fyrir, geta tvö fyrri ártölin ekki komið til greina. Hann komst því að þeirri niður- stöðu að vörðurnar hefði verið hlaðnar laugardaginn 24. apríl 1333. W. Thalbitzer er ekki sannfærð- ur um að ártalið sé rétt, og ekki heldur reiknings aðferðin. En þessi forteikn vekja undrun hans. Og hann spyr sjálfan sig hvort þau geti nú ekki samt sem áður merkt ártal og segist freistast til að halda að fortáknið í fyrstu línu merki 13 og fortáknið í ann- ari línu merki 14 og þar með sé fengið ártalið 1314. En útlistan hans á þessu gat ekki átt við þann tíma. Margir hafa brotið heilan um Kingigtorsuaq-steininn á þeim 137 árum sem liðin eru síðan hann fannst. Og þess verður sjálfsagt langt að bíða að menn þykist hafa ráðið rúnir hans til hlítar. Áletrunin er að mörgu leyti ein- kennileg. Fyrst rekur maður aug- un í punktuðu e-rúnina í Ellikr. Þar eru tveir punktar innan í hringnum, sinn hvoru megin við stafinn sem gengur í gegn um hringinn. Það er eins og rúna- meistarinn hafi viljað vekja at- hygli á að sérstök merking fylgi þessari e-rún — eða máske öllum e-rúnunum? í rúnum frá dómkirkjunni í Stafangri er þessi e-rún látin tákna ey. Og eins er það í rúna- letri steinsins á Maeshove í Orkn- eyum (sjá „Norges innskrifter med de yngre runer“ III. bls. 241. — Oslo 1954). Er ætlast til þess að e-rúnin á grænlenzka steininum geti bæði þýtt e og ey? Og hefir þá þessi ey-rún borizt með Rygjum lengra vestur en til Orkneya? Þegar litið er á nafnið enriþi gæti verið að e-rúnin þar ætti að merkja ey og þar ætti að lesa eynriþi, en venjulega var nafnið skrifað einriþi og eindriþi. Merkilegast er það við áletrun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.