Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 647 anda, en „ungoma“ hrekur á brott hina illu anda. Töfralæknirinn á að vera á verði alls staðar gegri fjölkyngismönnum og illum öndum. Hann leggur mönnum lífsreglur og hann lækn- ar hina sjúku með því að reka út illa anda. Hann greiðir úr vand- ræðum manna og uppgötvar ill- virki. Hann er svo margvís, að hann getur gert menn hamingju- sama eða óhamingjusama eftir vild, jafnvel valdið dauða manna. Frá sjónarmiði hvítra manna hef- ir hann svo mikið vald, að hann getur látið fremja réttarmorð, en frá sjónarmiði þarlendra manna er hann óskeikull. Fjölkyngismaðurinn hefir sam- band við illa anda og fremur svartagaldur. Hann getur lagt á menn ógæfu, heilsuleysi og dauða. Helzt gerir hann gagn þegar hann afstýrir álögum annara. En svo hefir hann ýmiskonar töfur, sem hann selur mönnum, svo sem ásta- drykk, og hann spáir. En það get- ur verið hættulegt að hafa nokk- ur skifti við fjölkyngismennina, því að menn geta smitast af þeim og sjálfir orðið fjölkyngismenn. Það getur verið að menn hæðifjöl kyngismennina þegar þeir koma og bjóðast til að spá, en verði menn að leita þeirra eru þeir með lífið í lúkunum og skjálfandi af ótta. Töframennirnir vinna verk sín í myrkri, því að annars er hætt við að allt komist upp. Það er til mesti fjöldi fjölkýng- ismanna, bæði karla og kvenna og skiftast í ýmsa flokka — en aðal- lega skiftast þeir þó í þaulvana galdramenn og viðvaninga. Þegar Zúlúi minnist á fjölkyngismann, á hann alltaf við galdramennina, sem fást við svartagaldur og taka borgun fyrir. Slíkir menn geta átt heima í þorpunum og verið í engu frábrugðnir öðrum mönnum. Þar stunda þeir vinnu sína sem aðrir og hafa oft fyrir fjölskyldu að sjá. Helzti munurinn er sá, að galdra- menn eiga fleiri konur en aðrir, vegna þess að þeir hafa efni á að kaupa þær. Oft eru þeir og öðru- vísi og skrautlegar búnir en aðrir menn. Minni háttar fjölkyngismenn eru nokkurs konar útlagar. Þeir eiga heima utan við þorpin og látast vera betlarar. Enginn félagsskapur er með þeim, heldur gengur kunn- áttan í arf frá föður til sonar. Svo er hinn einstaki kunnáttu- maður. Það getur verið að hann hafi reynt að beita fjölkyngi sér til hagnaðar, en hitt er alveg eins lík- legt að hann sé aðeins grunaður, eða sakaður um galdur af illkvitni. Allir eru síhræddir við galdra, bæði ungir og gamlir. Allt sem fer eitthvað öðru vísi en menn höfðu ætlað, er kennt göldrum eða illum öndum. Og menn eiga ógæfuna altaf yfir höfði sér. Gott dæmi um það er saga, sem gerðist í Impangei-héraði. Þar var hvítur kaupmaður og ég gisti hjá honum. Þar var mér sagt að fjöldi manns væri úti í skógi að leita galdrakvendis. Og daginn eft- ir var mér sögð sagan. Tvær gaml- ar konur höfðu orðið saupsáttar út af tóbaki. Sú sem þóttist verða undir lét þá ókvæðisorðum rigna yfir hina og kallaði hana galdra- kerlingu. Skömmu seinna varð þessi kona veik og lýsti þá yfir því að hún hefði orðið fyrir gerning- um. Þegar hún var spurð hver mundi hafa gert henni þennan grikk, sagði hún að það væri kerl- ingin, sem hefði haft af sér tóbak- ið. Svo dó hún, líklega úr lungna- bólgu, en allir voru vissir um að hún hefði verið drepin með göldr- um. Þegar hin konan heyrði þetta, flýði hún út á skóg. Ef hún hefði haldið kyrru fyrir, mundi hún hafa verið kærð fyrir töfralækninum og sennilega tekin af lífi. En flótti hennar sannaði öllum svo ekki þurfti frekari vitna við, að hún væri sek. Hún átti því dauðann yfir sér hvort heldur hún var kyr, eða flýði. Þaulæfður galdrmaður notar mikið sefjun og treystir hjátrú manna. Ef Zúlúi finnur að ein- hverju hefir verið smurt á hálsinn á sér meðan hann svaf, veit hann að hann er dauðadæmdur. Venju- legra er þó hitt, að einhver töfur sé lögð við dyr þess mans, sem á að deyða með göldrum. Verður hann þá oft svo skelfdur, að hann deyr. Komist hann á fund töfralæknisins, getur verið að læknirinn geti hjálpað honum. Annað ráð er að fara á fund galdramannsins og kaupa af honum dýrum dómum að hann afturkalli dóminn. Menn eru yfirleitt síhræddir um það að verða fyrir gjörningum. Einhverju sinni var ég gestur Zúlúahöfðingja og skemmti þar með ýmsum sjónhverfingum. Með- al annars lét ég pening hverfa, en gekk svo að honum á berum kálf- anum á einum manna hans. Þetta vakti skelfingu. Maðurinn bar sig illa og félagar hans fóru að tala um að líklega hefði hann orðið fyr- ir gjörningum og sál hans komin á vald illra anda. Þegar ég sá hvað verða vildi, var ég fljótur að full- vissa þá um, að gjörningar hvítra manna gæti ekki bitnað á Zúlúum. Þetta róaði þá, en nú krafðist mað- urinn þess að fá peninginn, hann hlyti að vera sín eign þar sem hann hefði verið tekinn úr kálfan- um á sér. Það er algengt í Zúlúalandi að menn séu drepnir á eitri, eins og annars staðar í Afríku. Eitrið fá þeir úr jurtum og eiturslöngum. Galdramenn eru taldir eiga sínar leynilegu eiturtegundir. Menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.