Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 10
638 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekki í samræmi við áletranina að öðru leyti. Er ef til vill greinarmerki milli „há“ og „ellikr“ — hinir annars óskiljanlegu tveir punktar innan í hringnum á e-rúninni? Getur ekki hugsazt að há hafi sína sérstöku merkingu, að það sé skammstöfun h(undrað) á(r)? Og eins hafi punktarnir í hverri línu sína merkingu. Vér skulum athuga það nánar og gæta þess um leið að í sumum rúnunum eru einnig punktar: 1. lína: 13 greinarm *) 4punkt. rúnir 2. lína: 9 greinarm.**) 6 punkt. rúnir 3. lína: 4 greinarm.***) 2 punkt. rúnir Ef vér notum svo há sem lykil að þessu, gæti ráðningin verið: Lína Greinarmerki Punktaðar rúnir Aldir Mánuðir 1. 13 Ár 2. 9j 13 3. 4| 4 Dagar (Punktaðar linur og greinarmerki) 13+6 +2 = 21 ( + 1) Þetta verða 13 aldir, 13 ár, 21. (22.) dagur í 4. mánuði. Og nú er rétt að athuga páska- töfluna með hliðsjón af Gangdeg- inum. í páskatöflunni eru 7 fyrstu dagar ársins auðkenndir með bók- stöfum og hver þeirra hefir einn- ig tölugildi. (Sjá Svensk upp- slagsbok, Malmö 1950, 16 b. 1251 dalk), og þá eru dagbókstafir *)hé» eru punktarnir í e-rúninni taldir með. * **)k í ellikr er punktað, en ekki í klaufinni eins og venjulegt er, held- ur er punkturinn á stafnum. S í tort- arson er eina s sem ekki er punktað. ***) y í fyrir er með punkti hægra megin efst. Var það óvart gert? ^ * Úr ríki náftúrunnar t - * •' ' . Corilla-apinn er vœrukœr AMERÍSKUR vísindamaður, Ge- orge Schaller, dýrafræðingur við háskólann í Wisconsin, hefir ný- lega dvalizt 18 mánuði meðal gor- illa-apa í Afríku til þess að rann- saka háttu þeirra og innræti. Fer frásögn hans af þessu mjög í bág við þær lýsingar, sem menn hafa áður haft af mannöpum þessum. Oss hefir verið kennt að þeir sé ákaflega grimmir og hættulegir, en Schaller segir að þeir sé mjög friðsamir og værukærir. Þeir hafa þann góða sið að ganga snemma til hvílu og fara snemma á fætur. Þó sofa þeir lengi, eða um 15 stundir á sólarhring. Fimm stund- ir eru þeir að afla sér fæðu, en það sem þá er afgangs sólar- hringnum eyða þeir í að baka sig í sól og búa sér til bæli fyrir næstu nótt. Schaller dvaldist aleinn meðal apanna í Virunga-fjöllum í Kongó, en þaðan kemur ein af þverám Nílar. Þessir apar eru í nokkru frábrugðnir öpum þeim, sem menn fá að sjá 1 dýragörðum, enda eru þeir allir komnir frá láglendinu í Vestur-Afríku. Þess- ir eru kallaðir fjalla-apar, og hafa fram að þessu verið taldir þeir grimmustu sem til eru. En þar hefir Schaller aðra sögu að segja, sem fyr er sagt. Hann segir að apar þessir sé í smá- flokkum, stundum eru aðeins hjón saman, en stundum eru þeir allt að 15 í hópi. Yfir hverjum hópi ræður fullorðinn karlapi. En páskatöflunnar þessir ög í þessari röð. n\H k p t = f uýork h = I 2 3 V 5 6 7 Eins og fyr er getið var sunnu- dagsbókstafur ársins 1313 H. Með öðrum orðum: fyrsti sunnudagur ársins var 7. janúar 1313. Sunnudagurinn fyrir Gangdag- inn 25. apríl verður þá 22. apríl, og laugardagurinn fyrir Gang- daginn hefir þá verið 21. apríl. Erum vér þá komnir að því, að rúnirnar á grænlenzka steininum hafa verið ristar laugardaginn 21. apríl 1313. —o—• . Litiar líkur.eru til þess að þess- ir þrír menn hafi neyðst til að hafa vetursetu á þessum slóðum. Ef þeir hefði misst bát sinn og komizt á land slyppir og snauðir, þá hefðu þeir átt fullt í fangi að bjarga sér, og áletrunin mundi hafa orðið önnur ef neyðin hefði stýrt „pennanum“. Ekki er heldur líklegt að þeir hafi viljað marka þama þann stað, er Grænlendingar hefði kom- izt lengst til norðurs. Og hefði þeir verið á rannsóknaför, er ekki líklegt að þeir hefði gefið sér tíma til að höggva þessa áletrun á steininn, svo þaulhugsuð sem hún er og vel gerð. Mestar líkur eru til þess, að steinninn hafi verið klappaður „heima“, að skammt frá þessum stað hafi þeir átt sér bústað — rutt sér þar til lands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.