Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 6
634 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ungar stúlkur færa fórnir í musteri. eins og Konfusius bauð fyrir 2450 órum. Þess verður líka að gæta að gleðja búálfana, sem hafast við í eldhúsinu. Rétt fyrir hátíðina hverfa þeir allir til himna til þess að gefa skýrslu um heimilis- líf og viðurgerning. Það er því um að gera að þeir beri heim- ilinu gott orð, og þess vegna eru bornar fram alls konar kræsingar handa þeim áður en þeir fara. Þennan sið hafa menn tekið úr Tao-kenningunni, sem hingað er komin frá Kína eins og Konfusi- ustrú. Menn verða að minnast þess að Kínverjar drottnuðu yfir Viet Nam um þúsund ára skeið. Heimilisaltari á bændabýlum er með þremur stöllum. Á neðsta stalli eru myndir af forfeðrum og steyptar ljósastikur í líkingu storks sem stendur á skjaldböku; storkurinn er tákn langlífis, skjaldbakan tákn þrautseigju og iðjusemi. Á næsta stalli er reyk- elsi brennt fyrir framan mynd af kínverskri hetju, sem er tákn skynsemi, hugrekki og skyldu- rækni. Á efsta stallinum var mynd af Búdda. Samskonar altari sá eg í búðum, vinnustöðvum og leikhúsum. Að þessu sinni bar Tet upp á 15. febrúar. Kvöldið áður gekk eg um Cho Lon, en það er Kína- hverfið í Saigon. Nafnið þýðir annars Stóri markaðurinn. Nú virtust alhr hafa safnazt saman í musterunum eða í því musteri, sem eg gekk inn í. Aldrei hefi eg fyr komið í önnur eins þrengsli. Allir voru með logandi kerti og reykelsi. Við dyrnar hafði verið gerð krókaleið, svb að illir andar kæmist ekki inn. Þeir geta aðeins farið beina línu, en ekki í krók- um. Þarna sá varla handaskil fyrir reyk af reykelsi og bréfum. Menn höfðu skrifað bænir fyrir framliðnum á bréfin og brenndu þau nú svo að reykurinn bæri bænirnar til hæða. Bumbur voru barðar og misjafnlega hátt eftir því hve stórar voru þær fórnir er menn færðu. Þegar stórar gjafir komu ætlaði hávaðinn að æra mann. Eg barst að konu 1 mestu þrönginni og bauðst til að hjálpa henni að komast úr þrengslunum. Hún afþakkaði og kvaðst ætla að standa þarna alla nóttina. — Eg tek á móti gjöfum, sagði hún, og þær eru til blessunar fyr- ir allan heim. Morguninn eftir fór eg í must- eri Le Van Duyet marskálks. Hann var frægur hershöfðingi og var samtímamaður Napoleons mikla. Þann dag komu þangað 100.000 borgarbúar til þess að leita hjálpar hans. Menn og konur fleygðu sér flötum og hneigðu sig fyrir honum hvað eftir annað. Allir voru með hylki í höndunum og í þeim voru bambusstafir. Þeir hristu þessi hylki svo að mikill dynur varð af, þar til ein- hver bambusstafurinn hrökk upp úr því. Á stöfunum voru tölur og samskonar tölur voru á mislitum böndum, sem geymd voru í hlið- arkapellu. Böndin spáðu fyrir mönnum. — Ef einhver hreppir tölu, sem honum líkar ekki, stingur hann stafnum aftur niður í hylkið og byrjar á nýan leik, sagði túlkur- inn við mig. Eg spurði hvernig menn vissu að talan væri ekki góð. — Tókuð þér ekki eftir spá- manninum fyrir utan dyrnar? spurði hann. Eg fekk mér nú hylki með stöfum og hristi það. Eftir töl- unni á stafnum sem úr fell, náði eg mér í band með sömu tölu. Og mér var sagt að eg ætti mikla hamingju í vændum. Á þriðja degi nýárshátíðarinn- a.r eru framliðnir ættingjar kvaddir. Kunningi minn fór þá með mig til afa síns til þess að sjá hvernig sú athöfn færi fram. Gamli maðurinn baðst fyrir hjá heimilisaltarinu, og síðan brenndi hann visin lauf til þess að forfeð- urnir hefði með sér peninga er þeir færu. Síðan var slegið upp matarveizlu. « !

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.