Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 631 > grjóthóllinn skyldi vera gamall haugur, fannst mér sennilegt að hellan hefði átt að standa uppi á hólnum. En Una sagði að hún hefði alltaf legið þarna síðan sög- ur fara af, en það væri þá gleymt ef hún hefði staðið á hólnum. Og áreiðanlega hefði hún legið þarna þegar Þorsteinn í Lykkju lét sækja hana, enda hefði mennirnir, sem fluttu hana út að hólnum aftur, varla árætt að skilja hana eftir á öðrum stað en hún var áð- ur, og þeir hefði áreiðanlega reynt að ganga frá henni eins og hún hafði legið áður. Hellan hlyti því að snúa rétt.* Jónas Hallgrímsson getur þess í dagbókum sínum, að Guðmundur Brandsson alþingismaður og hreppstjóri í Landakoti, hafi sagt sér frá því að rúnasteinn væri suður í Garði. Ef til vill hefir hann þá átt við steininn 1 Kistu- gerði, en eg hafði vonað að þarna myndi eg rekast á þann rúna- stein. Nú virtist sú von fokin út í veður og'vind. Eg hafði þó rekið mig á það áð- ur, að skófir á steinum geta hulið letur, svo að það sjáist ekki. Mér hafði tekist að ná skófum af steini hjá Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd með því að bera steinolíu á hann, og finna stóran leturflöt undir skófunum. Stein- olía brennir skófir svo að þær losna frá steinum með tíð og * Mér er nær að halda að hóllinn sé fom haugur og styðst þar við þjóðsöguna um að hellan hafi staðið upphaflega á fornmannshaug. Þar sem hún er nú er enginn haugur und- ir og ólíklegt að þar hafi nokkuru sinni verið legstaður. Má vera að þeir sem rufu hauginn hafi velt hellunni niður fyrir hólinn. Svo getur verið að seinna hafi verið gert eitthvert byrgi á hólnum og þá glo-vmst að þetta hafi verið haugur. , x tíma. Gat ekki verið að eitthvert letur feldist undir skófunum á þessum steini, þótt hvergi örlaði á því? Hið eina sem eg gat gert, að svo komnu máli, var því að biðja Unu að bera steinolíu nokkrum sinnum á steininn. Og svo ætlaði eg að koma aftur og vita hvort það hefði nokkurn ár- angur borið. Þeir urðu býsna fáir góðviðris- dagarnir á sumrinu sem leið, og drógst því úr hömlu að eg færi Þannig mótar nú fyrir ristum á steininum. aftur út í Garð. En föstudaginn 6. október var veður með bjart- ara móti, svo eg skrapp þangað til þess að vita hvernig steininum liði. Una hafði ekki brugðist mér. Hún hafði borið steinolíu á stein- inn. En ekki hafði olían megnað að eyða skófunum nema að litlu leyti. Þó var nú sú breyting á orðin, að glöggt mátti sjá að let- urlína hafði verið rist um stein- inn þveran, neðst í dældinni. < Þjóðsagan hafði þá rétt að mæla, þetta var letursteinn! Eg hófst þegar handa og ætlaði að hreinsa letrið, en fekk engu á- orkað fyrir skófunum. Steinolían hafði ekki megnað að ganga af þeim dauðum og þær sátu fastar og glerharðar í steininum, enda þótt nokkuð hefði molnað ofan af þeim, eða nóg til þess að letur- línan kom fram, en enginn stafur þekkjanlegur. Eftir nokkra stund varð eg að gefast upp. En með- fylgjandi riss af steininum sýnir hvað kom fram, og hvar risturnar eru á steininum. Og enda þótt stafir sé óþekkjanlegir, sýna þessi stryk þó að þar er lína þvert yfir steininn. Gæti það ef til vill bent til þess, að steinninn hefði átt að standa upp á endann, og þá var 'enginn staður ákjósanlegri fyrir hann, en hólkollurinn þar rétt hjá. Það getur vel verið að fleiri leturlínur sé á steininum, en þá eru þær svo þaktar skóf, að þeirra sést enginn vottur. Hátíð er til heilla bezt. Þetta gerðist á 50 ára afmælishátíð Há- skóla íslands. Meðan vagninn var á leiðinni til Garðs hafði eg hlustað á útvarp frá hátíðinni, þar á meðal hina snjöllu ræðu rekt- ors, þar sem hann lagði áherzlu á að auka þyrfti rannsókn ís- lenzkra fræða. Einn þáttur ís- lenzkra fræða er fólginn í forn- um minjum og því ekki þýðing- arlaust að þær sé grafnar upp. Eg var því ánægður með dags- verkið, þótt lítið væri. Hér hafði eg grafið upp áletrun á steini sem enginn vissi um nema þjóðsagan. Og nú geta aðrir, sem betur eru til þess hæfir, rannsakað stein þenna og gengið úr skugga um hvort nokkuð er á honum að græða. Viðleitni mín hefir ekki leitt annað í ljós en að einhverjar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.