Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 639 hann er ekki heimaríkur. Hann hefir ekkert á móti því að ungir karlapar sláist í hópinn og fái sér þar konur. Út af því verður ekki neitt rifrildi. Schaller segist aldrei hafa séð karlapa í áflogum, held- ur sé allur heimilisbragur þeirra til fyrirmyndar. Að vísu er það satt, að þeir berja sér á brjóst svo að bylur í og undir tekur í skóginum. En þetta táknar ekki stríð, eins og menn hafa sagt áð- ur, heldur gera aparnir þetta þeg- ar þeir þurfa að láta tilfinningar sínar fá útrás. Þeir berja sér ekki á brjóst með knýttum hnefa, eins og menn hafa sagt, heldur með flötum lófa. Þeir talast við sín á milli með nokkrum einkennilegum hljóðum, en aðallega láta þeir hug sinn í ljós með svipbrigðum og augna- ráði. Augu þeirra eru ekki síður talandi en augu manna, og þeir beita augnaráði sínu rnjög á sama hátt og menn. Schaller segist allt- af hafa getað séð það á svip þeirra hvað þeim var í skapi, og þó einkum hafa séð það á augna- ráði þeirra. Ef gorilla er kvíða- fullur, þá bítur hann á vörina; þegar hann er hryggur, þá teygir hann fram totuna. Annars er skaplyndi þeirra álíka marg- breytilegt og mannanna, og að útliti eru þeir einnig ámóta, eins og mennirnir. Schaller kveðst hafa kynnzt þar 100 einstakling- um svo vel, að hann þekkti hvern þeirra á útliti og háttsemi. Aldrei sá hann þá nota nein verkfærí. Þeir þurfa heldur ekki á því að halda, því að þeir geta aflað sér fæðu og efnis í náttból með ber- um höndunum. Ekki kunna aparnir að synda, svo að þeir komast ekki yfir neina á eða læk sem ekki er hægt að leggja bjálka yfir. Þess vegna einangrast gorilla-aparnir í Afríku á litlum svæðum. Meðan.. Schaller var hjá þeim, gekk hann alltaf óvopnaður. Hann segir að aparnir sé mjög forvitn- ir, en það þurfi ekki mikið til þess að þeir verði hræddir og þá þykjast þeir þurfa að verja sig. Þess vegna hafa gorilla-apar oft ráðist á ferðamenn, sem höfðu mikinn flutning og vopn með- ferðis, en af slíku stendur öpun- um mjög stuggur. Schaller hafði þá aðferð að fara hægt yfir og forðast að trufla apana. Hann hafði þann sið á hverjum morgni að rekja slóðir þeirra frá náttstað, þar til hann kom að þeim þar sem þeir voru að fá sér mat. Þá settist hann nið- ur skammt frá þeim og athugaði alla háttsemi þeirra meðan þeir heldu kyrru fyrir. En þegar þeir heldu lengra, forðaðist hann að veita þeim eftirför, því að aparn- ir verða mjög tortryggir ef þeir halda að menn sé að elta sig. Með þessu móti vöndust þeir honum smám saman og höfðu ekkert á móti því að hann væri nærri sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.