Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 18
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjölkyngi Zúlúa Höfundur þessarar frásagnar er Carl von Hoffmann rithöfundur, sem dvaldist langdvölum í Afríku og kynnti sér siði og háttu hinna ýmsu þjóðflokka þar. Frásögnin ber það með sér, að hinir frumstæðu menn hafa vald á einhverjum óþekktum krafti, hvort sem það er nú trúgirni og ímyndunarafl alþýðu, eða eitthvað annað. um barnalegur í sér. Eru um þaS ýmsar sögur. Hann krafðist þess jafnan að allir þökkuðu sér með kossi fyrir kenn- inguna að aflokinni messu. Þetta sögðu gárungarnir að hann gerði til þess að fá koss hjá ungu stúlkunum. Þegar hann var í Grímsey var þar piltur er Hans hét. Lenti í illindum með þeim og hótaði prestur að setja Hans út af sakramenti og banna honum kirkjugöngu. Hans laumaðist þá inn í kirkjuna þegar prestur var kominn í stólinn, en flýtti sér út áður en ræð- an væri búin. Þetta sárnaði presti mikið og einu sinni gat hann ekki orða bundizt á stólnum: „Ó, þú Hans, þú óguðlegi Hans, sem yztur situr í drottins húsi með saurugt hjarta og skituga skó. Rettast væri að eg tæki pontuna mina og senti henni í hel- vítis hausinn á þér“. Segja sumir að hann hafi fleygt pontunni, en Hans gripið hana á lofti og þotið út. Setti hann þá stamp fyrir kirkjuhurðina og fyllti hann grjóti, svo að fólkið komst ekki út eftir messu, nema með því að brjóta glugga og skjóta smá- stráki þar út. Strákur hitti Hans og spurði hví hann hefði gert þetta: „Svo að söfnuðurinn fengi tíma til að þakka prestinum tvisvar fyrir kenninguna", sagði Hans. Þegar prestur frétti þetta svar, rann hon- um öll reiði og sagði hann þá: „Já, ekki var það illa meint, aldrei er kenningin of þökkuð“. — Þetta er haft til dæma um barnaskap hans, og eins þetta: Einu sinni var hann að búa börn undir fermingu. Segir hann þá við eina stúlkuna: „Geturðu sagt mér, rýan mín, úx hverju hann dó hann Heródes?" Henni varð orðfall. Þá seg- ir prestur: „Það er varla von að þú vitir það, en eg get sagt þér það. Hann drap sig á kálfskjötsáti“. Eineygða Gunna var hjá honum í 40 ár og var sagt að hann hefði alltaf haldið við hana. En hún launaði það með því að stinga brennivíns- pela í hempuvasa hans í hvert skipti er hann gekk til kirkju. Hafði prest- ur svo þann sið að ganga út í miðri messu og hressa sig á pelanum. Pró- fasti hafði borizt þetta til eyrna og er hann kom í eftirlitsferð ætlaði hann að ganga úr skugga um hvort þetta væri rétt. En Páll prestur sá við því. 1 miðri ræðu sagði hann: ENDA þótt Zúlúar hafi lengi um- gengist hvíta menn og á margan hátt orðið fyrir áhrifum menning- arinnar, halda þeir enn fast við hina fornu þjóðtrú sína á yfirnátt- úrleg öfl og fjölkyngi. Setur þetta mjög sinn svip á allt þjóðlíf þar í landi. Sá sem er lengi meðal þeirra, fær vel skilið þessa trú þeirra á yfir- náttúrleg öfl. Þarna skín brennandi sól stöðugt og allir hlutir kasta „Jesús sagði við lærisveina sína: Innan skamms munuð þér ekki sjá mig.“ Fór hann svo í hnipur niður í pontuna og gæddi sér á pelanum, reis upp og sagði — „en innan skamms munuð þér sjá mig aftur“. — Ekki er þess getið að prófastur gæfi sig neitt við þessu. Þeir voru nágrannaprestar Páll og séra Jón Norðmann á Barði. Sá var munur þeirra, að séra Jón var ann- álaður unglingafræðari, en barna- uppfræðsla Páls í lakara lagi. Út af þessu er eitt af meinyrðum séra Páls: Pétur biskup kom á seinustu árum hans að vísitera og yfirheyrði börn hjá honum, og var séra Jón Norð- mann með honum. Ef biskup hafði orð á því að eitthvert barnanna stæði sig lélega, var þetta viðkvæði hjá Páli: „Það kom í vor neðan úr Fljót- um úr sóknum séra Jóns.“ $ Fleira verður hér ekki sagt frá séra Páli. Hann fekk lausn frá prest- skap 1881, enda hafði þá verið á- kveðið að sameina Barðs- og Knapp- staðasóknir. Dó Páll rétt á eftir og er grafinn í Stórholtsgarði og er á leiði hans steinn, höggvinn af Myllu- Kobba. dimmum skuggum. Þegar fjær dregur er iðandi tíbrá. Þarna eru hættulegar eiturslöngur og villi- dýr. Og svo kemur koldimm nótt- in með dulmögn sín. Menn verða fyrir svo sterkum áhrifum af öllu þessu, að jafnvel hvítir menn verða að gæta sín. Þetta er mjög hæfileg umgjörð að trú manna á illa og góða anda. Þarna er fullt af öndum forfeðr- anna, sem reyna að breyta öllu til hins betra, en svo er líka fullt af illum öndum, sem reyna að gera allt illt af sér. Og þessi fákunnandi náttúrubörn þykjast sjá yfirnátt- úrleg öfl að verki í svo að segja öllum atburðum hins daglega lífs. Fíll eða ljón geta verið andar í dul- argervi, en eiturslanga er talin vera einhver forfaðir endurfæddur, og þess vegna er hún dýrkuð og vernd- uð. Skuggar trjánna á kvöldin taka á sig myndir illra anda og eru að reyna að gera mönnum bölvun. Mest kapp er því lagt á að þóknast öndum framliðinna feðra og öðrum góðum öndum. Illir andar valda veikindum, óhöppum og dauða, eða þeir sem ná tökum á þeim. Á máli Zúlúa er fjölkyngismaður nefndur „abatakati“, en töfralækn- ir er kallaður „ungoma“. Og það er regindjúp staðfest á milli þeirra. Töfralæknirinn er mikilsvirtur maður, en fjölkyngismaður er ófriðhelgur. Báðir fást þeir við fjölkyngi, en sá er munurinn að „abatakati“ hefir samband við illa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.