Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 637 ina, að þar skuli lögð áherzla á að nefna daginn, þegar vörðurnar voru hlaðnar, en ekki ártalið. Að minnsta kosti hefir engum tekizt að benda þar á ártal svo full- víst sé. En sé hægt að finna ártalið gef- ur það steininum margfalt sögu- legt gildi. Af táknunum sex, sem letrið endar á, eru 1, 2 og 6 eins. Þetta gæti verið bandrúnir og í hverri þeirra stafirnir M, S (eða C) og Y ef talið er ofan frá. Fyrsta og önnur rún virðast þó svolítið frá- brugðnar sjöttu rún, þannig að í þeim geti leynzt einn stafur enn. í s-rúninni gengur efri leggur dá- lítið lengra niður, svo að skástryk verður á milli hans og neðra leggs, þannig að þar gæti komið fram T-rún. Það er freistandi að leita eftir ártali í þessum rúnum. Og þá verður manni það eðlilega fyrst fyrir að telja að m-rúnin þýði rómversku töluna M (1000), og að s-rúnin geti alveg eins merkt rómverskt C (100). Þrífóturinn á y-rúninni gæti merkt 3. En ártalið 1103 gæti alls ekki verið rétt. Rúnirnar eru ágæta vel ristar, svo að frábreytnin í s-rúninni (lengri leggur að ofan) er ekki af klaufsku, heldur gerð af ásettu ráði, og ætlast til að þar komi fram t-rún. Gæti hugsast að skilja mætti hana sem skammstöfun fyr- ir 10? En það væri lítið gagn að því. Ártalið 1113 er litlu nær en hitt ársetningu Finns Jónssonar og Magnúsar Olsens, sem er um 1300. Og þótt gert sé ráð fyrir því að þrír fætur y-rúnarinnar eigi að Vera margföldun á 10, þá er þó ekki komið lengra en að árinu 1130 — og þá var tíma- reikningur kristninnar ekki kom- inn á Norðurlönd. En ef maður liti nú á þrjár greinar m-rúnarinnar sem tölu og fer svo að á sama hátt, þá geta komið fram ártölin 1303, 1313 og 1330. En sú lausn er engan veginn fullnægjandi þegar þarf að velja um — og einkum þegar svo litlu skakkar á ártölunum. Þegar fyrsta tákn áletrunarinn- ar er borið saman við bandrún- ina to í tortarson, þá er sýnilegur svipur með þeim. Jafnframt rifj- ast upp fyrir manni forna h-rún- in, sem mest líktist N. Ef o-rúnin ætti að bindast hinni fornu h-rún, sýnist eðlilegast að eina skástryk- ið í N yrði að laga sig eftir tveim- ur kvistum o-rúnarinnar og hall- ast eins og þeir. Og þá er komið þetta tákn, sem rúnarnar byrja á. Það er ástæða til að ætla að tvöfalda táknið fremst í annari línu sé launrún. Lausi stafurinn til vinstri gæti táknað fyrstu ætt rúnastafrofsins: fuþork. Á næsta staf eru fjórir kvistir. En þar sem þeir snúa öfugt, þ.e.a.s. upp á móti, þá ætti að byrja að telja aftan frá í fyrstu ætt — og kom- um vér þá að Þ-rúninni. Sýnilegt er að þar sem þessi launrún er sérstök og eigi í text- anum, þá er hún sett þarna af ásettu ráði. Og eigi hún að merkja tímatal, þá verður það annað hvort sunnudagsbókstafurinn Þ, eða gyllinital Þ. Nú stendur þessi launrún rétt yfir h-rúninni sem er fyrst í þriðju línu og hefir feng- ið þar sérstakt sæti vegna þess að hún er einangruð frá því orði, sem hún á að fylgja. Hér hlýtur að vera samband á milli. Og þessi rún ætti þá að þýða annað hvort sunnudagsbókstaf H, eða gyllini- tal H. Sé nú þetta athugað, kemur í ljós að sunnudagsbókstafur Þ og gyllinital H eiga við árin 1J65, 1260, 1412, 1479 og 1602. En sé þessu nú snúið við, þá eiga gyllinital Þ og sunnudags- bókstafur H við ártölin 1218, 1313, 1408, 1560 og 1655. Og það er ástæða til að festa augun við þetta, því að hér kemur ártal, sem vér höfum rekizt á áður: 1313. Til þess að ákveða ártal sam- kvæmt páskatöflunni, var ekki nóg að vita hver var sunnudags- bókstafur og gyllinital, heldur einnig í hvaða röð gyllinitalið var að finna. Vér þykjumst nú hafa fundið að fremstu táknin í 2. og 3. línu á grænlenzka rúnasteininum, eigi að merkja gyllinital og sunnudags- bókstaf, og þá er sennilegt að röðin sé ákveðin með fremsta tákni í 1. línu. Vér höfum áður ályktað að þetta tákn sé H, en það er sjö- •undi stafurinn í rúnastafrófinu. í sjöundu röð páskatöflunnar er ekki að finna gyllinital H á undan sunnudagsbókstaf Þ. En þar er aftur á móti gyllinital Þ á und- an sunnudagsbókstaf H. Og þetta á við árið 1313 og ekk- ert ár annað. Vegna þess að rúnirnar hefjast með tákni, sem lesa má úr há, og að þar er notuð hin gamla H- rún, er það undarlegt að ekkert greinarmerki skuli vera þar á milli og fyrsta orðsins. Greinar- merkin eru líka einkennileg. — Stundum er það einn punktur og stundum tvídepill, og virðist engri reglu fylgt um hvernig þeir eru settir. Fyrsta lína endar t. d. á tvídepli, sem ekki þurfti að vera þar, enda enginn tvídepill á eftir annari og þriðju línu. í þriðju línunni vantar alveg greinarmerki milli „varda te“ og „ok rydu“. í fljótu bragði virðist þetta hroðvirkni að kenna, en það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.