Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 14
642 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS höfuð. Það gljáði á dökkt hörund þeirra af pálmaolíu, sem þeir höfðu smurt á sig. Hægt og rólega gengu þeir fram hjá gröfinni og horfðu í aðra átt, því að þeim er stranglega bannað að líta á gröfina fyr en þeir ganga niður í hana. Handan við gröfina stóð ofurlítill laufskáli undir pálmatré. Inn í hann gengu allir þeir, sem áttu að vaða eldinn, og sá seinasti lokaði hurðinni á eftir sér. Presturinn, sem var aldraður maður, kjálkamikill og með grá- leitan hárlubba, fór nú að segja fyrir um allan undirbúning. Fyrst var að ná upp úr gröfinni öllum þeim viðarbútum, sem voru ó- brunnir. Til þess höfðu menn langar stengur með slöngu á end- anum og drógu með þeim viðar- bútana til sín og var þetta líkast leik, svo kátir voru þeir og fjörg- ugir. Næst var svo að færa til stein- ana og raða þeim á gryfjubotn- inum. Þeir byrjuðu á því að leggja bjálka þvert yfir gröfina og notuðu hann svo sem viðnám fyrir stengur sínar, þannig að með vogstangarafli færðu þeir steinana til og röðuðu þeim sem jafnast. Seinast var knippum af grænum greinum raðað á gryfjubarmana. Þessi undirbúningur hefir stað- ið í svo sem tuttugu mínútur. En þótt steinarnir hafi eflaust kólnað lítillega á meðan, þá voru þeir enn glóandi heitir. Hitinn var sem tíbrá yfir. gröfinni, og hvað eftir annað sló brennandi hitabylgjum framan í okkur, og sátum við þó um fimm fet frá gröfinni. Eg var alveg sannfærður um að hver maður mundi brennast hættulega ef hann tæki á steinunum eða stigi berbættur á þá. Presturinn hafði staðið einn álengdar. Nú sneri hann sér að laufskálanum og kallaði með skipandi rödd: „Avuthu“! Svo varð þögn. Dyr laufskálans opnuðust og mennirnir tíndust út einn og einn og komu síðan skokkandi í halarófu. Hiklaust gekk foringi þeirra niður í gryfj- una. Hann beygði höfuðið hægt og leit niður fyrir fætur sér. á heita steinana, og gekk svo einn hring í gröfinni. Hinir fylgdu á eftir. Ekki kveinkuðu þeir sér við að ganga á hnullungunum. Þeir gengu eins og þeir voru vanir og fullur líkamsþungi hvíldi á hvor- um fæti eftir því sem stigið var niður. Það voru um tuttugu skref að ganga hringinn í kring í gröf- inni. En þegar foringinn hafði geng- ið hringinn, stóðu hinir í hring í gröfinni. Þeir gripu þá greina- knippin og fleygðu þeim út í miðja gröfina. Síðan gengu þeir allir út á greinarnar, stóðu í hnapp og höfðu hendur hver um annars háls. Greinarnar sviðnuðu á steinunum og reykinn af þeim lagði yfir þá, og nú hófu þeir upp dreginn helgisöng. Þá tóku aðrir til að moka mold ofan í gröfina og mokuðu af kappi. Þeir í gröfinni heldu áfram söng sínum og tróðu moldina und- ir fótum. Innan lítillar stundar voru steinarnir horfnir. Mennirn- ir fóru þá að tínast upp úr gröf- inni, en upp úr moldinni lagði reykmekki hingað og þangað. Um leið o'g mennirnir komu upp úr gröfinni, athugaði eg fæt- ur þeirra. Þeir voru með sigg í iljum, eins og títt er um þá menn, sem ganga alltaf berfættir. Sigg getur þó sviðnað, en það var hvergi nein brunamerki að sjá á fótum þeirra. Þeir voru þó siður en svo ónæmir fyrir hita, því að þeir kipptu snögglega að sér fót- unum ef eg bar logandi sígarettu að iljum þeirra. Éinn af þeim sem gengu var að- stoðarlæknirinn í þorpinu, lærður maður, sem hafði fengið menntun sfna í læknaskóla í Suva. Eg spurði hann hvað þeir hefði gert þann tíma sem þeir sátu í myrkri inni í laufskálanum áður en gang- an hófst. Eg. bjóst við að hann mundi svara því, að þeir hefði verið á bæn, eða komið sér í dá- leiðsluástand með einhverjum hætti. En hann sagði að þeir hefði ekkert gert, þeir hefði aðeins tal- að saman í hálfum hljóðum um gönguna. En svo sagði hann, að um leið og þeir hefði hlaupið út í sólskinið, hefði sér fundist sem magnstraumur færi um sig allan. Sá, sem næstur honum var, orð- aði þetta á aðra leið, því að hann sagði að sér hefði fundist að ein- hver guð færi inn í sig. Sá þriðji sagði að þetta hefði allt verið mjög undarlegt. En öllum bar þeim saman um, að þeir hefði lítt orðið varir við hita, er þeir stigu út á steinana, og alls ekki kennt neins sársauka. Eg spurði aðstoðarlæknirinn hvers vegna hann hefði tekið þátt í þessu. Það var sem honum vefð- ist tunga um tönn. Hann kvaðst ekki hafa gert það til að sýna hugrekki sitt, og ekki hefði hann heldur trú á því að þetta væri neinn hreinsunareldur. Líklega hefði hann gert það vegna þess, kvað hann með semingi, að eng- inn væri sannur Mbengga-maður, fyr en hann sýndi að guð hefði gefið honum þennan sérstaka hæfileika, og að sögnin um Tui na Moliwai væri sönn. Eg spurði hann hvort eg mundi hafa getað gengið á steinunum án þess að brennast. Hann sagði að eg mundi hafa getað það, ef eg hefði fylgt sér niður í gröfina, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.