Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 651 bréfinu. Hann má ekki slíta tölu af, slíta bandið né skemma bréfið. Hætt er við að það þæfist fyrir mönnum að leysa þessa þraut, og þó er það raunar ofur auðvelt. RÁÐNINGAR Á HEILABROTUM Bandingjar Smeygðu lykkju af bandinu, sem þú ert bundinn með, undir bandið á úlf- lið hins og fram yfir hönd hans. Þá ertu laus. Þannig var landinu skift o o o o • o o Peningana á borðið Vestið Ef þú ætlar að klæða þig úr vestiniu án þess að fara fyrst úr jakk- anum, þá er bezt fyrir þig að steypa bæði jakka og vesti fram yfir höfuð- ■ð. Síðan stingur þú vinstri hendinni . gegnum handveginn á vestinu og iregur svo allan jakkann þar í gegn og seinast hægri hönd og handlegg svo langt, að þú getir smokikað vestisboð- ungnum upp á hægri handlegginn. Síð- an er vandalaust að draga vestið nið- ur úr hægri erminni. Innsigli leyst Beygðu blaðið í hálflhring og dragðu strimilinn í gegn um gatið, eins og hér er sýnt. Eftir það er auðvelt að smeygja •hvorri tölunni sem er í gegnum strim- ilslykkjuna, og þá er bandið laust. Læknislyf úr skófum LANGT framan úr öldum hafa menn haft trú á að ýmsum skóf- um fylgdi lækningamáttur og þær voru lengi hafðar til sölu í lyfja- búðum. Og enn er það svo, að Kínverjar og fleiri nota skófir til lækninga. Smithsonian Institution hefir nýlega gefið út bækling um skófir eftir grasafræðinginn dr. Mason E. Hale, og segir hann þar frá því, að það hafi nýlega verið uppgötv- að að ýmsar sýrur úr skófum hafi lækningamátt á við fúkkalyfin. Þar segir enn fremur, að Finnar hafi orðið fyrstir til þess að fram- leiða slík lyf úr fjallagrösum. Sé það notað sem áburður á útvortis sár og brunasár, taki það penicil- lin langt fram. Dr. Hale getur þess, að úr ýms- um skófum megi vinna um 20 sýrutegundir. En aðalgallinn á þeim sé sá, að þær samlagist ekki vatni, og meðan svo sé verði lítið gagn að þeim sem ’ lyfjum. En hugsanlegt sé, að hægt sé að finna eitthvert efni, sem valdi því að sýrurnar samlagist vatni. Og hann telur engan vafa á því, að í fram- tíðinni muni slík lyf verða meira notuð heldur en fúkkalyfin. Krabbamein af ildisskorti Þ Ý Z KI vísindamaðurinn Otto Heinrich Warburg, sem fekk Nóbelsverðlaunin 1931 í lífeðlis- fræði og lyfjafræði, helt því fram, að krabbamein myndaðist af því að frumur líkamans skorti ildi. Þegar slíkur skortur gerir vart við sig og frumurnar hafa ekki nóg brennsluefni, grípa þær til annara brennsluefna. Sýndi War- burg fram á með tilraunum, að þegar frumurnar skiftu um brennsluefni, kæmi fram krabba- meinsfrumur. Nú hefir dr. George T. Okita við háskólann í Chicago gert til- raunir um þetta á músum. Hefir hann komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta geti verið rétt. ímynduð veikindi Margir eru með því marki brenndir, að þeir halda að þeir sé veikir, enda þótt ekkert gangi að þeim. Og þeim sárnar ekki annað meira en ef dregið er í efa að þeir sé sjúkir. Ýmsir frægir menn hafa orðið fyrir þessu, þar á meðal hin nafnkunna hjúkrunarkona, Florence Nightingale, sem varð heimsfræg fyrir fómfýsi sína og mannást í Krímstríðinu. Hún ímynd aði sér að hún gengi með hjartveiki, og þegar hún var 36 ára gömul, var hún viss um að hún ætti skammt ólifað. Og hún kunni ekki annað ráð en leggjast í rúmið- Síðan lá hún í rúm- inu um 54 ára skeið, og andaðist í svefni þegar hún var níræð. ___’ Lífmagnið bylgjast fram og aftur um alheiminn. Þangað sækjum vér kraft, ei oss tekst að komast á bytgju- lengd þess. í f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.