Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 12
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Villimenn ganga á glóandi steinum / HÖFUNDUR þessarar greinar heitir David Attenborough og ei kunnur dýraíræðingur og sjónvarpsmaður. Hann fór til Fiji-eya til þess að taka kvikmyndir af þjóðhátíðum þar og þó einkum af því er menn vaða eld. ÞAÐ ERU tvær ólíkar aðferðir til þess að vaða eld á Fiji. önnur þeirra er aðkomin, og er helgi- siður Hindua, fluttur þangað af Indverjum. Þá ganga menn ber- fættir á eldsglóðum. Hin aðferðin er upp runnin á Fiji-eyum. Þá er ekki gengið á eldsglóðum, heldur á glóandi heitum steinum. Aðeins einn ættflokkur á Fiji hefir haldið við þessum sið. Hann á heima á lítilli ey, sem Mbengga heitir og er um 20 sjómílur suð- vestur af Suva. Ey þessi er ekki nema 8 km. á breidd og viðlíka á lengd. En þó er hún fjöllótt og hæsti tindurinn er um 1000 fet á hæð. Ströndin er klettótt því að þar héfir hraun fallið fram í sjó. ^ Þegar við komum í þorp eld- vaðenda, hittum við þar ungan mann, sem kvaðst heita Henry. Hann var kennari þarna og talaði lýtalausa ensku. Hann sagði okk- ur söguna um uppruna eldgang- anna: — Endur fyrir löngu vaf það siður hér að fólkið safnaðist sam- an á kvöldin til þess að hlusta á sögur sagðar. Og þá var það venja að hver maður ætti að færa sögu- manni sögulaun, „nambu“, daginn eftir. Og þá var það eitt kvöld að ungur höfðingi, sem Tui N’kualita hét, lofaði að færa sögumanni ál daginn eftir í sögulaun. Næsta dag fór hann snemma á fætur til þess að standa við orð sín og lagði leið sína út að læk, sem rann skammt fyrir utan þorp- ið, og ætlaði að ná þar í ál. Hann kom þar skjótt að leirpytti, þar sem líklegt var að álar heldi sig, og þar byrjaði hann að grafa. Þegar hann hafði grafið nokkra stund, sá hann eitthvað kvika á botni holunnar. Hann greip því með hendinni niður í botninn og náði þar taki á einhverju lifandi og slímkenndu, sem hann taldi víst að væri áll. Hann reyndi að toga þetta upp úr holunni, en þá heyrði hann hrópað í angist þar niðri:' — Hjálp! Slepptu mér! — Nei, það geri eg ekki, sagði Tui N’kualita, — því að eg er kominn hingað til þess að veiða þig og hafa þig í sögulaun. — Ef þú vilt sleppa mér, þá skal eg gera þig að bezta skip- stjórnarmanni í heimi, var þá sagt. Tui N’kualita herti takið og sagði: — Eg er bezti skipstjórnar- maður í heimi. — Þá skal eg gera þig að bezta spjótkastara í heimi, ef þú slepp- ir mér, grátbændi röddin. — Eg er bezti spjótkastari í heimi. Enginn getur kastað lengra en eg. — Þá skal eg gera þig að fal- legasta manni í heimi, ef þú sleppir mér. — Eg er fallegasti maður í heimi og engin kona stenzt fegurð mína. — Slepptu mér, bað röddin, þá skal eg kenna þér að vaða eld þannig að þú brennist ekki. — Þá er öðru máli að gegna, sagði Tui N’kualita. — Komdu upp úr holunni og sýndu mér hvernig á að fara að því. Og þá kom upp úr holunni — ekki lítill áll, eins og hann hafði búist við — heldur svolítill álfur, og hann hét Tui na Moliwai. Og álfurinn byrjaði þegar á því að grafa eldgröf, sem við köllum „lovo“. Hann gróf stóra gröf, rað^ aði steinum á botninn og hlóð svo timbri þar ofan á og kveikti í. Þegar eldurinn hafði logað glatt í nokkrar klukkustundir, voru stein- arnir orðnir rauðglóandi. Þá tók álfurinn í hönd Tui N’kualita og leiddi hann fjórum sinnum fram og aftur um glóandi steinana og báðir voru berfættir, en þá sakaði ekki hið minnsta. — Þakka þér fyrir, sagði Tui N’kualita. — Nú ertu laus og eg verð að finna eitthvað annað í sögulaunin. — Þakka þér fyrir, sagði Tui na Moliwai. — Héðan af skalt þú og allir ættingjar þínir og afkom- endur ykkar um alla tíma hafa þann hæfileika að geta vaðið eld. — Og síðan hafa allir Mbengga- menn getað vaðið eld án þess að þá saki, mælti Henry að lokum. Nú hafði „lovo“ verið grafin ut- an við þorpið. Þetta var kringlótt gröf um fimmtán fet í þvermál og fjögur fet á dýpt. Umhverfis hana lágu stórir timburstokkar og hrúga af sótugum hnullungum. Um kvöldið fóru þorpsbúar að raða timbrinu í gröfina. Margir stokkanna voru svo þungir,' að tveir menn áttu fullt í fangi með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.