Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 24
m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K G 9 6 4 V 7 6 2 ♦ 6 4 «864 A 8 2 V 9 4 ♦ D 8 7 5 S A Á K G 2 N V A S A A 10 3 V A 5 ♦ K G 10 9 2 * 10 9 3 * D 7 5 V K D G 10 8 3 * Á * D 7 5 S sagði 4 hjörtu. V. sló út S6. Ef A spilar rétt, þá er sögnb töpuð- En hvernig á hann að fara að því? IMeistar Heimili án bóka er eins og sálarlaus líkami. ★ Áður en eg var svo gamall að eg færi í skóla, rann mér sárt til rifja hve illa var farið með skepnurnar, og þjáningar þeirra- Þe^s vegna fannst mér það undarlegt, að mér skyldi að- eins kennt að biðja fyrir mönnum. Þess vegna var það, að þá er móðir mín hafði hlustað á kveldbænir mínar og boðið mér góða nótt, þá hafði eg yfir bæn, sem kom frá eigin brjósti: „Góði guð, vemdaðu allar skepnur æm anda draga, forðaðu þeim frá öllu illu og íofaðu þeim að sofa í friði og ró“. (Albert Schweitzer). ★ Það er meiri sæmd að eiga heiður skilið, heldur en að njóta hans. Langlífi arfgengt. Þorsteinn Steingrímsson í Kerling- ardal, bróðir séra Jóns Steingrímsson- ar, var kvæntur Guðriði dóttur Bjarna Nikulásonar sýslumanns í Skaftafells þingi. Sonur þeirra var Bjami amt- maður. Segja fróðir menn að Bjarni Nikulásson muni hafa verið fæddur JÓLASVEINALEIKUR í Grænuborg. Leikendur eru bömin þar og þau eru með allskonar hljóðfæri svo sem blikkfötu, pott, steikarpönnu og tómar dósir. — Nú eru hinir reglulegu Jólasveinar farnir að tínast á brott aftur og sá seinasti fer á Þrettándanum. Þá eru jólin að fullu liðin. — En áttunda dag jóla, nýársdag, flytja álfar búferlum. Og þá ómar loftið af kveðjum: — ÞÖKK FYRIR GAMLA ÁRIÐ! GLEÐILEGT NÝTT ÁR! 1670, en hann dó 1764. Hafa margir náð háum aldri af kyni Bjarna. Sam- anlagður aldur hans, Guðríðar dótt- ur hans og Bjarna amtmanns, er tal- inn vera full 200 ár. (Tímarit Bók- menntafél.) Köld barnssæng. Gísli Konráðsson segir frá því, að veturinn 1848 hafi skip úr Trékyllis- vík farið í hákarlalegu. Voru á því 4 karlmenn og tvær konur. Þegar skipið var komið í legu tók önnur konan jóðsótt og ól stúlkubarn. Hin konan sat yfir henni, en formaður fór úr loðinni skinnpeysu og vafði um bamið og aðrar vöfðu að því treflum. Var svo haldið í land, en þoka var á og voru þeir lengi að villast. Þó lifði bamið. Safnari. Sveinn Pálsson læknir segir frá því að hann kom að Hnappavöllum í Öræfum. Þar bjó þá sá bóndi er Sigurður hét Magnússon og var 74 ára að aldri. Frá æsku hafði hann safnað rithöndum manna, völu úr hverju landdýri, kvörnum úr hverjum fiski og væng af hverjum fugli. Frá Þorleifi á Háeyri. Séra Eggert Sigfússon á Vogsósum segir þessa sögu: Haustið 1868 var eg að tala við Þorleif á hlaðmu á Háeyri. Kemur þá maður þangað til okkar og segist vilja hafa skipti á smjöri og tólg. Þorleifur kvaðst vilja skipta við hann þannig, að hannfengi eitt pund af smjöri fyrir eitt pund af tólg. Segir þá maðurinn: „Haldið þér að eg hafi ábata á þessu?“ „Nei“, segir Þorleifur, „eg held þér hafið skaða á því, en þér eruð sjálfráður um þetta“. Maðurinn labbaði þegjandi í burtu. o o v H É R lýkur 36., árgangi Les- ')) bókar og þar meö lœt ég af (j3 ritstjórn hennar. j) ÁRNl ÓLA. ^ 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.