Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 2
Vfm »g e.t.v. flelr! munir fornir. f hinnl áknunni verður orgelið — gjöf frá Dön- u*», — en það hefur nú legið í 23 köss- um í emibsettisbústaðnum í meira en ár. Við göngum upp í turninn, upp 100 tröppur, og sjáum þar upp komnar fjór- ar miklar kirkjuklukkur, mismunandi að stærð, og er hver með sínum tón, þetta eru gjafir frá vinum vorum á Norðurlöndum. Enn eru óuppsettar þrjár klukkur, er ein þeirra gjöf frá dönsk- um Xslandsvini hinar úr miðaldakirkj- um Skálholtsstaðar. Voldugur sam- hljómur þessara klukkna mun heyrast vítt um sveitir. Kjallari er undir hluta kirkjunnar, Þar verða geymdar steinhellur þær, sem til eru af gröfum Skálholtsbiskupa og þar er útgengt í hin fornu göng, er iá@u til dómkirkjunnar frá staðarhúsun- um. Kirkja þessi er hin sjöunda, sem reist er í Skálholti frá upphafi. Hún stendur og á þeim sama stað, sem allar fyrri kirkjurnar hafa staðið og held-ur sömu breidd kirkjuskips, 7 m, sem þær allar. Hún er þeirra stærst,. þó ekki lengst, því að dómkirkja Klængs biskups Þor- steinssonar (1152-1175) var 52 metrar að lengd, en lágreist. Dómkirkja Klængs var sögð svo mikil að vöxtum og dýr, að mesta furða þótti, að fé staðarins skyldi ekki ganga til þurrðar. Hann hafði komið heim frá vígslu með tvö skip fullhilaðin viði til kirkjunnar og þegar hún var fullgerð keypti hann til hennar marga dýrgripi og hélt síðan veizlu í Skálholti fyrir meira en átta hundruð gesti. Við upp- gröftinn í Skálholti 1953-54 kom í ljós að kirkja Klængs biskups hefur á sínum tíma verið ein stærsta kirkja á Norður- löndum. Við höldum út úr Skálholtskirkju og litumsit um í kirkjugarðinum. Þar eru nokkrir afmarkaðir legstaðir en hús- vörðurinn á staðnum, Guðjón Arn- grímsson, hefur það fyrir satt, að í garð- inum öMum, þar sem grafnar hafa ver- ið þúsundir manna, séu aðeins um 17 leiði þekkt. í norðaustanverðum garð- inum eru leifar Þorláksbúðar, sem kennd var við Þorlák helga. Sumir telja, að hús þetta hafi verið skemma, er notuð hafi verið til embættisgjörða á dögum Ögmundar Pálssonar, er dómkirikjan brann, líklega 1527 — aðrir telja, að Ög- miundur biskup hafi látið reisa gagn- gert eftir brunann litla kirkju í kirkju- garðinum, vígja hel'gum Þorláki og kalla Þorlákskirk j u. Á hlaðinu fyrir neðan kirkjutröpp- umar er Staupasteinn, myndarlegur steinn, fleygmyndaður niður. Segir sagan að þá er góðir gestir hafi verið í heim- sókn, hafi verið drukkin hestaskál við steininn, áður en haldið var úr hlaði. Hér skulum við staldra við um stund og renna huganum aftur til liðins tíma, til hinnar fyrstu bygigðar á þessum stað, hins fyrsta kristná manns og fyrstu biskupa, þeirra manna, er hófu staðinn til vegs og virðingar. í Hungurvöku er talið, að sannast sé greint frá fyrstu byggð í Skálholti Þar segir, að Teitur Ketilbjarnarson, stórættaður maður, sonur Ketilbjarnar hins gamla, landnámsmanns að Mosfelli í Grímsnesi -hafi fyrstur byggt bæ í Skálholti, eða Skálaholti, sem staðurinn þá nefndist, væntanlega um miðbik 10. aldar. Þar segir: „Hann var sá gæfu- maður, að hann byggði þann bæ fyrstur, er í Skálaholti heitir, er nú er allgöf- Ugastúr bær á öllu lslandi.“ Skálholt mun byggt úr Höfðalöndum, sem kennd voru við bæinn Höfða við Hvítá. Þess hefur verið getið til, að á holtinu hafi í fyrstu verið reistur skáli til einhverra nota, áður en bær var gerður Og sé nafnið Skálaholt af því dregið. Einnig er sú tilgáta, að holtið hafi þótt líkjast skála að lögun. Sonur Teits er Giz.ur hinn hvíti, er ásamt Hjalta Skeggjasyni átti stærstan þátt í þvi, að kristni var lögfest á ís- landi, Sn teijandi átaka, sé miðað við önnur lönd. Gizuri hvíta hefur verið hinn nýji siður mjög hugleikinn og hann greinilega lagt allt kapp á að styrkja hann og efla á allan hátt, eftir kristnitökuna árið 1000. Hann lætur þegar í stað hefja smíði hinnar fyrstu kirkju í Skálholti. En hann á hér annan enn stærri þátt. Við þriðju konu sinni, Þórdísi dóttur Þóroddis goða Eymundarsonar, getur hann þann son, er átti eftir að verða fyrsti íslenzki biskup þessa lands, og sér honum fyrir þeirri menntun, er réði vali hans til þessa starfs. Fyrstu áratugina eftir Kristnitöku á Alþingi, er kirkjustjórn landsins alger- lega óskipuleg. Biskupar eru engir vígð- ir til landsins, en erlendir biskupar koma aðeins ti'l að boða trú. Þeir eru lítt kunn ir tungu og siðum landsmanna. Þeir koma og fara eftir eigin geðþótta. Áhuga menn um málefni kirkjunnar hlutu því fyrr eða síðar að reyna að fá íslenzkan biskup, og var þá líklegast, að augu þeirra beindust að ísleifi Gizurarsyni, er hann var kominn heim eftir margra ára námsdvöl erlendis og talinn lærð- astur manna á íslandi. ísleifur mun hafa verið mjög ungur, er hann fór utan til náms. Talið er, að hann hafi verið fæddur 1006 en bisk- ups vígslu hafði hann hlotið, er hann stóð á fimmtugu. í Hungurvöku segir, að Gizur hafi sjálfur fylgt syni sínum utan og selt hann til læringar abbadísi í borginni Herfurðu. Nunnuklaustrið í Herford í Westfalen var þá ein nafn- kunnasta menntastofnun í Norður-Þýzka landi og útklaustur hins fræga mennta- setui-s í Corvey — klaustri. Það er mikil reisn yfir vígslu hins fyrsta íslenzka biskups. Þá er ísileifur hefur af Alþingi (talið 1053) verið kjör- inn tiil bisikups, hefur hann undirbún- ing áð vígsluferð sinni. Þar verða á vegi hans ýmis vandamál. Erkibiskuparnir í Brimum gerðu kröfur til yfirráða um öll Norðurlönd í kirkjulegum efnum, en Norðurlandabúar vildu stundum ekki viðurkenna þau yfirráð. Einkum var Haraldur Noregskonungur Sigurðsson andsnúinn Aðalbjarti erkibiskupi, er þá var. Hefur ísileifur átt úr vöndu að ráða að ákveða, hvar hann skyidi leita vigslu. Haraldur Sigurðsson var vinveittur ís- lendingum og þeir vildu síður styggja hann. ísleifur tekur hið viturlegasta ráð, hann leitar á fund Páfa til þess að fá úrskurð um það, til hvaða erkibiskups hann skuli snúa sér. Enginn gat fund- ið að því með gildum rökum, að bisk- upsefni leitaði úrskurðar hins æðsta manns kirkjunnar. ísleifur fer utan til Saxlands og dvelst um hríð hjá Heinreki III. keisara en heldur síðan áfram á fund Leo IX. páfa. Páfi sendir bréf Aðalbjarti erkibiskupi og býður honum að vígja Isleif á Hvítasunnudag — og „kveðst páfinn þesis vilja vænta með Guðs miskunn, að þá muni langæst tign verða á þeim biskupsdómi, ef hinn fyrsti biskup væri vígður til íslands á þeim degi, er guð prýddi alla veröld í gift heilags anda“, eins og segir í Hungur- vöku. Að lokinni vígslu er ísleifur um hríð í Noregi en heldur til íslands 1057. Það ár hófst saga biskupsstóls á íslandi — þótt það biði sonar ísleifs að mæla svo fyrir og láta lögfesta, að á Skálholts stað skyl'di biskupsstóll verða meðan landið byiggist og kristnin haldist. E ftir að ísleifur kom heim frá námi í Þýzkalandi settist hann að á föðurleifð sinni og tók að halda þar skóla og vinna að því að koma upp ís- lenzkri klerkastétt. Hann kvæntist norð lenzkri konu, glæsilegri að sögn. Hét hún Dal'la Þorvaldsdóttir frá Ásgeirsá í yíðidal. Hún fluttist að Skálholti með ísleifi gegn ráðum fjölskyldiu sinnar, en varð að skiljast við mann sinn á bezta aldri, er hann gerðist biskup. Hún varð eftir sem áður í Skálholti og stjórnaði hinu fjölmenna heimili á staðnum. Áð- ur hafði Dalla alið manni sínum þrjá syni, Gizur, Teit og Þorvald. Gizur ísleifsson er um marga hluti mjög ólíkur föður sínum. Hann er send- ur, að ráði ísleifs, til mennta m.a. í klaustursskólanum í Herfurðu og búinn sem bezt undir störf I þágu kirkjunnar. En Gizur er heimsmaður að eðli, sagt að hann hafi verið stór og sterkur oig fríður sýnum og „alger að sér um alla hluti, þá er karlmaður átti að sér að hafa.“ Hann ákveður að feta ekki í fót- spor föður síns og kvænist auðugri ekkju úr Vopnafirði. Hann gerist upp frá því farmaður, verður stórauðugur og dvelzt um hríð með Haraldi Sigurðssyni kon- ungi, er þykir hann mesti furðumaður og jafn vel fallinn að gerast konungur, hershöfðingi og biskup. En enginn má sköpum renna, Gizur tekur að sér bisik upstign fyrir fortölur land'smanna, með því skilyrði, að þeir verði honum eftir- látari og hollari en þeir höfðu verið föður hans. Var Gizur biskup á árunum 1082-1118 og hafði slík völd, að hver maður vildi sitja og standa sem hann bauð. Ari fróði segir um Gizur: — „Gizur biskup var ástsælli af öllum landsmönn- um en hver maður annarra, þeirra er vér vitum hér á landi hafa verið. Af ástsæld hans og tölum þeirra Sæmundar (fróða í Odda), með umráði Markúsar lögsögumanns, var það í lög leitt, að allir menn töldu og virtu allt fé sitt og sóru að rétt virt væri hvort sem var í lönd- um eða í lausaaurum og gerðu tíund af síðan. Það eru miklar jartei'knir, hvað hlýðnir landsmenn voru þeim manni, er hann kom því fram, að fé allt var virt með svardögum, það er á íslandi var og landið sjálft og tíundir af gerðar og lög á lögð að svo skal vera meðan Island er byggt. Gizur biskup lét oig lög leggja á það, að stóH biskups þess, er á íslandi væri, skyldi í Skálholti vera, en áður var hvergi, og lagði hann þar til stólsins Skálaholtsland og margra kynja auðæfi önnur bæði í löndum og lausum aurum. En þá er honum þótti sá staður hafa vel að auðæfum þróazt þá gaf hann meir en fjórðung biskupsdóms sins til þess, að heldur væru tveir biiskups- stólar á landi hér en einn, svo sem Norðlendingar æstu hann til. En hann hafði áður látið telja búendur á landi hér, og voru þá í Austfirðingafjórðungi sjö hundruð heil, en í Rangæingafjórð- ungi tíu, en í Breiðfirðingafjórðungi níu, en í Eyfirðingafjórðungi tólf, en ótaldir voru þeir, er eigi áttu þingfararkaupi að gegna um allt Island!“ Þó er ótalið hjá Ara fróða, að Gizur lét reisa dómkirkju í Skáliholti og helga Pétri postula. Bjó hann kirkjuna svo vel góðum gripum, sem við varð komið. Ennfremur, að hann gaf Norðlendingum ekki aðeins biskupsstól heldur valdi hann þeim einnig hinn bezta mann í stólinn — Jón Ögmundsson, lærisvein föður hans — og neyddi Norð- lendinga til þess að leggja biskupi sín- um til fastan aðsetursstað. ]\^íeð tíundarlögunum er lögð undir- staða að fjárhagslegu sjálfstæði kirkj- unnar og auðæfum hennar. En hinn mikli hreinlífis — og gæðamaður ísleif- ur og skörungurinn Gizur sonur hans eru aðeins hin fyrstu stórmenni af mörg- um er setið hafa Skálholtsstól. Næstu aldir er saga staðarins tengd sögu mestu merkismanna þesssarar þjóðar. Þar hafa efnilegir menn notið fræðslu hinna lærð ustu manna öldum saman Og að völdum setið stórar og miklar persónur — fá- gætir menntamenn, trúmenn, höfðingjar og menningarfrömuðir. Ef telja ætti einn, yrði að telja fleiri, því að flestir eiga sér hina merkustu lífssögu. Saga Skálhoilts er og nátengd sögu þjóðar- innar, og sú saga rís hæst á Þjóðveldis- öld. Síðan er staðurinn brennipunklur mikilla átaka hvað eftir annað og þar gerast miklar harmasögur. Mikiil þytur verður af deilum um tak- mörk hins andlega og veraldleiga valds hér á landi í lok þjóðveldis tímans. Til þess tíma er kirkja á íslandi eins konar þjóðkirkja, biskupar kjörnir af höfð- ingjum landsins og allir á Alþingi (nema Guðmundur Arason). Undir miðja 13. öld verður á þessu alger breyting. Is- lendingar missa biskupskjör úr höndum sér, kirkjan verður sérstök stofnun í Þjóðfélaginu og algerlega undir erlend- um yfirráðum. Eru biskupar lengi síðan kosnir af erkibiskupi og kórsbræðrum í Niðarósi. Á árunum li238—'1466 eru flestir biskupar Skálholts erlendir. Þeir eru ókunnugir íslenzkum staðháttum og þjóðsiðum og reyna að koma á lögum og siðum hinnar almennu kirkju, en hirða minna um landslög. Með þeim koma fleiri erlendir menn til landsins og styðja að auknum erlendum yfirráð- um. Næstu meiri háttar þáttaskil 1 sögu Skálholtsstaðar eru siðaskiptin. Þegar hinn sterki Lútherstrúarmaður Gizur 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölubiað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.