Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 4
IDFRÆDIPASS USÁLMANNA EFTIR SERA JAKOB JÓNSSON A. undanrornum arum hefur mikiS verið raett _ og ritað um að lútherska kirkjan á íslandi skipi æ minna rúm 1 huga íslenzku þjóðarinnar. Um það bera vitni m. a. hinar tómu kirkjur, ólistræn meðferð kirkju- söngs og síminnkandi þátttaka safnað- anna í kirkjulífinu. Þetta á þó ekki rót að rekja til þess, að íslenzka þjóðin sé ekki lengur trúhneigð. Margir hafa rakið þessa þróun til hinna geypilegu þjóð- félagsbreytinga er hér urðu á skömm- um tíma og snöggra kynna af nútíma visindum. Þeir telja, að kirkjan hafi að miklu leyti orðið aftur úr í þessari þróun og taki ekki í heild lengur næg- an þátt í daglegu lífi þjóðarinnar. Sama þróun hefur orðið víðast hvar í heimi hinnar lúthersku kirkju. Albert Schweitz er segir á einum stað „Trúin á okkar öld er eins og fljót í Afríku á þurrkatíma — Breiður árfarvegur, sandeyrar og miili þeirra lítill lækur, er leitar áfram. Ég reyni að gera mér í hugarlund, að fljót- ið hafi einhvern tíma fyllt þennan far- veg, að hér hafi engar sandeyrar verið — heldur hafi fljótið runnið tignarlega sína leið — og, að einíhverntíma verði svo að nýju“. Tækni og vísindi nútímans hafa lokið upp mörgum leyndardómum og sáð fræjum eðlilegs efa. En samt blundar trúhneigðin með mönnunum og má búast við að svo verði, a.m.k. með- an lífsgátan er óleyst og ekki kemur annað í hennar stað. Kirkjan virðist nauðbeygð til þess að finna nýjar leiðir ti'l að koma boðskap sínum á framfæri og keppa við raunsæistrúna. Ella verður hún að sitja hjá og sjá, hver svör vísindin veita og hvort þau fullnægja manninum. Ekki er fráleitt að hugsa sér, að ís- lenzka þjóðin sé stödd á svipuðum tíma- mótum og skömmu fyrir kristnitöku. Hin forna ásatrú á ekki eins mikinn hljóm- grunn í íslendingum og þeir gerast blendir í trúnni. Þorkelil máni felur sig á ihendur þeim, er sóiina skóp. — Saga kristni heíst. Gæti ekki Þortkell máni verið ímynd íslendinga nú? Ein af ástæðum þess, hve Skálholts- staður skipar veglegan sess í huga ís- lenzkrar þjóðar er sú, að allir meiri háttar biskupar stólsins, kaþólskir sem lútherskir, voru ekki aðeins trúaðir leið- togar þjóðarinnar og kirkjunnar stríð- andi menn, heldur einnig virkir þátttak- endur í íslenzkum þjóðmálum og for- ystumenn á sviði mennta og menningar. Menningarhlutverk lúthersku kirkj- unnar er nú aðeins svipur hjá sjón fyrri alda. Aðrir aðilar hafa tekið við því hlutverki og þar með sveigt áhrifarfkt vopn úr höndum kirkjunnar. Nú er rætt um að koma á fót menningarstofnun í Skál- holti. Sumir leggja til að þar rísi menntaskóli, aðrir búnaðarskóli, enn aðrir lýðháskóli, sem jafnvel gæti orðið nokkurs konar norræn menningarmið- stöð. Kirkjan er efnalega þegar orðin norræn kirkja fremur en íslenzk, því að íslendingar hafa sjálfir sáralítið lagt af mörkum til hennar, miðað við þær stór- gjafir sem borizt hafa frá Norðurlönd- um. Þó er þessi staður íslenzkur, hafinn til vegs af íslenzkum mönnum. í Skál- holti eru allar aðstæður fyrir hendi til þess að upp geti risið mikil menningar- miðstöð, svo framarlega sem vilji þjóð- arinnar er fyrir hendi. Staðurinn er vel í sveit settur, landrými mikið, jarðhiti, faliegt landslag, og aðeins hálfr- ar annarrar kiukkustundar akstur frá Reykjavík. í dag eru hinir fjölmörgu menntaskólanemar landsins að sprengja utan af sér öll hús. Kirkjunnar menn eru sammála um, að Skálholt með sínum menjum og minn- ingum sé þjóðinni svo dýrmæt eign, að hana beri að ávaxta með eðlilegum hætti. Biskup landsins segir, að kirkjan sé samstillt um að byggja þar upp kirkjulega menninganniðstöð á 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Líkneskja Jóhannesar skírara úr Ögmundarbrik þjóðlegum grundvelli með hliðsjón af stofnunum erlendis, sem gegna mjög mikilvægu hlutverki í kristilegu lút- hersku menningarlífi nútímans — og ennfremur, að upphaf þeirrar fram- kvæmdar verði væntanlega bygging lýð- háskóla. Með þessu óski kirkjan að hag- nýta sér helgi staðarins til andlegs ágóða fyrir þjóðina. Flestar hugmyndir sem fram hafa komið um framtíð staðarins eiga eflaust við einhver jákvæð og gild rök að styðj- ast, en heligi Skálholtsstaðar getur því aðeins orðið til andlegs ágóða fyrir þjóð- ina og styrkur íslenzikri kirkju, að þess sé vandlega gætt, að hver sú stofnun, er þar rís, verði ekki aðeins lauguð ljóma fortiðarinnar. Menntasetur í Skálholti verður í framtíðinni að geta borið merki staðarins vegna eigin verðmæta. Margrét Bjarnason (Tölurnar aftan við tilvitnanir í passíusálm- ana tákna sáim og vers.) L TRÚ og breytni eru hvort öðru nátengd. Því hefir stundum verið haldið fram, að siðferði þurfi ekki að eiga stoð í trú. En um hitt hefir aldrei verið deilt, að trúarbrögðin hafi áhrif á mótun siðferðisins. Það er því ekki úr vegi að spyrja, hvers konar siðakenningar komi fram í trúarritum, jafnvel trúarljóðum, eins og passíusálmum séra Hallgríms. Auðvitað má ganga að því vísu, að hér sé um að ræða kristnar siðakenningar, en með því er slíkri spurningu ekki svarað að fullu. Túlkun siðgæðisins getur tekið á sig harla margbreyttar myndir, m. a. eftir því, hvaða þættir þess eru efst í huga höfundarins eða þeirrar aldar, sem hann er af sprottinn. Meðferð efnisins hlýtur og að markast af gerð þess ritverks, er um er að ræða. Skáldrit svo sem sálm- ar eða ljóð taka efnið öðrum tökum en siðfræðileig ritgerð. Þess er því ekki að vænta ,að í passíusálmum sé að finna kerfisbundna framsetningu á kristinni siðfræði. Hér er heldur ekki um að ræða dyggða- eða lastaskrá, eins og þær tíðkuðust frá forneskju og fram eftir öllum öldum. Slíkar skrár hafa oft ver- ið byiggðar upp með sáifræði- legri nærfærni, en efni passíusálm- anna gefur ekki tilefni til slíks. Þó er hér um vissan skyldleika að ræða. Dyggða- og lastaskrárnar voru upphaf- lega til orðnar sem nánari útlistun hinnar tveggja vega, sem maðurinn skyldi velja um. Má finna drög að slíku kerfi bæði í gyðinglegum fræðum (Talmud og víðar), Nýja testamentinu, siðfræði miðaldakirkjunnar og raunar fraan eftir öllum öldum. í passíusálm- unum koma einnig fram tvær siðferði- legar andstæður. Sjálft höfuðverkefni skáldsins krefst þessa. Sálmarnir eru ortir út af píslarsögu Krists, og sú saga er þrungin af dramatískri spennu, harðri baráttu milli tveggja afla. Þær siðferði- legu eigindir, sem fyrir koma, mótast af þessu. Hinir ytri atburðir setja mann- inn í þá aðstöðu, að hann verður við hvert skref að velja milli góðs og ills, með eða móti Kristi. f þessari baráttu stendur maðurinn uppi sem einstaklingur. Hallgrímur not- ar mest eintölu, hvort sem er í fyrstu eða annarri persónu. Ýmist játning hans sjálfs — eða áminning til lesandans, en hvor um sig er fulltrúi mannsins í af- stöðu sinni til Krists. Af þessarri ein- stakiingshyggju kemur sá háttur Hall- gríms að tala oftast um syndina sem synd einstaklingsins. Allt frá dögum Páls postula hefir syndin verið í vit- und kristinna manna persónugert mátt- arvald. Þess hefði mátt vænta, að „synd“ í þessarri merkingu kæmi miklu oftar fyrir í passíusálmunum en raun ber vitni um. Er það þó ekki af því að séra Hallgrímur kunni ekki að koma orðum að þeirri hugsun. Hann lýsir því, hvern- ig drottinn má líða „meinsemd marga“ vegna syndarinnar (25,8), „Blindað hold þig ei þekkti, þegar þín flærð mig blekkti", (25,8). Yfirleitt er þó syndin skoðuð sem lögmálsbrot mannsins (2,13.14), upp- reisn (29,8) og óhlýðni (24,5). Hún er siðferðilegur glæpur fyrst og fremst. í samræmi við þetta verður höfuðdyggð mannsins fólgin í hlýðninni. „Sönn hlýðni bezta offur er“ (2,9). —• „Guði átti ég að greiða frí-gjald, hlýðni og þakkarskyldur." Skáldið talar með mikilli viðkvæmni um „ungdómsþver- lyndið“ (37,3.4), og þó að hann segi það ekki berum orðum, lítur hann vafa- laust á óhlýðni barna við foreldrana sem eitt fyrsta skrefið út á syndarinnar braut (4,9). Iðkun hlýðninnar við for- eldra og landslög er í hans augum skilyrði fyrir því, að menn kunni að hlýða guði. Forsenda þessarar hlýðnis- skyldu er að sjálfsögðu sú kenning, að jarðneskir forráðamenn og yfirvöld hafi umboð sitt frá skaparanum. Hlýðnis- skyldan kemur þó hvergi fram með meiri þunga en í orðunum: „Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig.“ (27, 13) Það er misskilningur, er sumir ætla, að Hallgrímur sé hér að boða það „þræl- lyndi“, sem er afsprengi óttans og lýsir sér í flaðri eða falskri undirgefni. Orðið þræll kemur margoft fyrir í passíusálm- unum, og sýnir undirgefni við annarlegt vald (Þrælar syndarinnar, 11,11) eða niðurlægingarástand mannsins (31,9), ef það er ekki notað í bókstaflegri merk- ingu um þjóna, t. d. menn Kaifasar (14, 11). Að vera þræll Krists eða þræll guðs er því hið sama og að vera skyld- ugur guði um skilyrðislausa hlýðni við boð hans og bönn. Slík hlýðni lyftir manninum svo hátt, að „herratign enga að heknsins sið, held ég þar megi jafnast við“. (27, 13). Séra Hallgrímur hefir auðsjáanlega ekki sama ógeð á þrælsheitinu og höf- undur Fóstbræðrasögu, sem röikstyður sjálfræði „hvatra drengja“ með þessum orðum: „Kristur hefir kristna menn sonu sína gert en eigi þræla, en það mua hann hverjum gjalda, er til vinnur.“ Það er þó ekki sjálfræðissvifting né óábyrg afstaða, sem séra Hallgrímur er að boða, því að þó að hlýðnin við guð sé jafn-skilyrðislaus og hlýðni þrælsins, er hún ekki sönn, nema hún sé veitt af fúsum og frjálsum vilja. Það sézt bezt á því, hvernig séra Hallgrímur lýsir hlýðni guðssonarins við föður sinn. Hin sanna hlýðni við guðs vilja birt- ist í hlýðni Jesú. „En Jesú hlýðni aftur hér, allri jörð blessun færir.“ (24, 6). „Viljuglega í vorn stað gekk, var sú framkvæmdin guði þekk; föðurnum hlýðni fyrir oss galt; fullkomnaði svo lögmál allt“. (43, 10) Það er rökrétt afleiðing þessa, að Jesús sé hið sanna og sígilda dæmi um hlýðni við guð. Af þessu leiðir þá einnig, að fylgdin við Krist sé fólgin í eftirbreytni eftir honum sem hinni guðdómlegu og syndlausu fyrirmynd. „Guðs föður sem fegurst mynd frjáls lifði og dó af allri synd.“ (45, 3) Engin bók íslenzk kemst nær því að verðskulda titilinn „Imitatio Christi“ en passíusálmarnir. Þegar séra Hallgrímur talar um að fylgja Jesú (30, 10 o. v.), þá á hann ekki aðeins við fylgd við skoðanir og kenningar ,heldur breytni. Berum orðum er þetta tekið fram hvað eftir annað. „Gjörðu það sáil mín Mka" (7,14). —» --------------------- 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.