Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 5
„Skylda mín aftur er, eftir aS breyta þér“ (20, 6). — „Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt, hugsi jafnan um dæmið þitt“ (43, 17). „Dásamleg eru dæmin þín, dreg ég þau gjarnan heim til mín“, (1, 17). „Svo að ég dýrðar dæmið þitt daglega stundað gæti“, (34, 7). Nákvæmlega sama hugsun felst í því að læra af Jesú (10, 15). Það er sama sem að læra að fara að eins og hann, líkjast honum. Og að fylgja Jesú á raunavegi hans er ekki aðeins að kom- ast í „hörmungar“, eins og hann, heldur beinlínis að feta í fótspor hans, breyta eftir honum, þótt það kosti örðugleika, sem „hold er tregt“ til að taka á sig. (30, 10). Vér erum vön að líta á passíusálmana sem lofgjörð til frelsarans, hvatningu til tilbeiðslu og tignunar. Þar blasir við oss sigurför guðlegs máttar, sem auðmýkir manninn ofan í duftið, því að „þetta allt leiðstu fyrir mig“ (2, 13). En hvernig sem á því stendur, hefir verið mun minna úr því gert, hversu eindregið passíusálmarnir halda Kristi fram sem fyrirmyndinni, sem manninum ber að líkja eftir, frá því að hann „þáði sitt brauð með þakkargjörð" (1, 10) í byrj- un ferðar, unz hann baðst fyrir í dauð- anum (44, 22). II. Jmitatio Ohristi hefir frá upphafd kristninnar verið ein af höfuðkenning- um siðfræðinnar. Páll postuli markaði mjög skýrt þá stefnu, að í stað lögmáls- ins með sinum margháttuðu siðaboðum kæmi Kristur sem fyrirmynd og leið- togi. Séra Hallgrímur telur lögmálið fyrst og fremst hafa það hlutverk að „lemja og hræða“ (12, 17). Það hrópar hefnd og fordæming yfir manninn (22, 14). Það fyrirgefur enga synd. Það hjálpar engum til að breyta rétt, þó að það sýni, hvað rétt er eða rangt. En eftirbreytnin eftir Jesú er hins vegar jákvæð leið helgunarinnar, því að hún á sér fyrirheit um hjálp hans sjálfs til handa iðrandi syndara. Og fyrirgefning- in felur það í sér, að lögmálsbrot liðins tíma eru ekki látin aftra neinum, sem halda vill áfram á vegi helgunarinnar, og feta í fótspor lausnara síns. Lífs- reynsla séra Hallgríms hefir staðfest þessi guðfræðilegu sannindi. Hann hafði sjálfur orðið fyrir hörku lögmálsins, eins og hún kom fram í ströngum aldaranda og landslögum. Nægir að vitna til þess, að ástamál hans sjálfs höfðu dæmt hann frá eðlilegum framavonum, til fátæktar og nauða. Fæðing fyrsta barnsins kost- aði sekt í konungssjóð, og sú sekt varð ekki einu sinni greidd án mikilla óþæg- inda fyrir blátæka vini hans, er hlupu undir bagga. Má geta nærri, að svo við- kvæmur maður sem Hallgrímur Péturs- son hafði fagnað því af hrærðum huga, að til var önnur leið til siðferðilegrar hjálpar heldur en lögmálið. Sú leið var fylgdin við miskunnsaman og sáttfúsan drottin. Slíkur Kristsdýrkandi gat ekki fundið neina leið göfugri en að líkja eft- ir lausnaranum. Kenning kirkjunnar um eftirbreytni eftir Jesú átti þannig örugga stoð í reynslu skáldsins. En passíusálmarnir gefa einnig til kynna aðra ástæðu fyrir því, að höfundur leggur slíka megin- áherzlu á eftirbreytni Jesú. Hún er sú, eð persónulegar fyrirmyndir og fordæmi móti líf hvers manns að verulegu leyti, ef ekki öllu öðru fremur, samkvæmt ekilningi séra Hallgrims. Það eru ekki fáar persónulegar myndir, sem hann bregður upp, enda margt fólk og margs konar, er kemur við sögu í þeim hluta guðspjallanna, sem hann er að endur- segja. Og allan þennan hóp gerir höf- undur að fyrirmyndum til eftirbreytni eða dæmwn til varnaðar, því að „illt eft- irdæmi“ getur ekki síður orðið áhrifa- ríkt en gott. Móses á að vera góðri vald- Stjórn til fyrirmyndar (7, 9), kona Píla- tusar gefur góðum kvinnum fordæmi með þvi að gefa manni sínum holl ráð (22, 12). — Lesandinn á að fylgja dæmi Péturs í því að ganga úr syndasalnum (12, 26). Gyðingarnir, sem launa Jesú gott með illu, gefa aftur á móti illt for- diæmi 8,8). Sömuleiðis Balaam, sem hlotið hafði spámannlega andagift, en lét fégirndina valda því, að hann gáði ekki sannleikans (10, 6). En skilningur séra Hallgríms á mönn- um er hinn sami og fram kemur í ís- lendingasögum. Þeir eru hvorki algóðir né alvondir og hann skiptir þeim ekki í tvo aðgreinda hópa, eftir því, hvort þeir eru með eða móti Jesú. Slík að- greining á sér stað í trúfræði séra Hall- gríms, en ekki í siðfræði hans. Pílatus jjetur sýnt það í fari sínu, „sem loflegt er elúr að breyta“ (18, 4), en sjálfir postularnir gefa hvað eftir annað illt fordæmi. Þeir sofna í grasgarðinum (4.) og verða þannig fyrirmynd þeirra, er sofa andlegum svefni (4, 9—12), og flótti þeirra síðar er dæmi þess, að „hver einn vill bjarga sjálfum sér“ (9, 2). Þannig mætti lengi telja. En af þess- um atvikum og öðrum slíkum, dregur séra Hallgrímur þá siðferðilegu ályktun, að kristnir menn skuli gæta hvors tveggja jafnvel, að forðast „illt eftir- dæmi á alla grein“ og vera öðrum góð fyrirmynd (22, 11). Mestur vandi er þeim á höndum, sem eru „yfirmenn‘:‘, bæði af því að „auðnæmast þó hið vonda er“> °g „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir n»eina sér leyfist það“. (22, 10). III. S é um það spurt, hvaða dyggðir eða ódyggðir koma fram hjá því fólki, er tekur þátt í baráttu píslarsögunnar, vekur það sérstaka athygli, að enginn löstur er svo mjög umtalaður sem lygð, svikræði og fals í einhverri mynd. Þar næst kemur hræsnin, en af syndsamleg- um verknaði gnæfir „háðung, spottyrði, hróp og brigsl" (14, 3), yfir allt annað. A>Ut þetta er nefnt svo oft, að leitun er á sálmi, þar sem ekkert af því kemur fyrir. Slíkt er ekki tilviljun. Píslarsagan gefur raunar fjölmörg tilefni, en þó virð ist séra Hallgrími verða tiðræddara um það en bein ástæða væri til. Gizka má á, að skáldið sjálft hafi oft orðið fyrir barðinu á heiminum, fundið hve mennirnir voru svikulir og valt á þá að treysta. Vera má og, að þarna hafi séra Hall- grímur vitað sjálfan sig veikan fyrir, þar sem var tilhneiging til háðs og spott- yrða, en sumir sálfræðingar hafa haldið því fram, að mönnum sé einmitt hætt- ast við að fordæma þær syndir hjá sam- tíð sinni sem þeir stríði mest við hjá sjálfum sér undir niðri. Nú virðist allt, sem vér vitum um Hallgrím, benda til þess, að fals og hræsni hafi verið mjög fjarri eðli hans. Hann reyndi lítt að koma sér í mjúkinn hjá samtíð sinni. Hitt er alkunna, að á yngri árum, að minnsta kosti, gat hann brugðið fyrir sig all-nöpru háði, og kýmnin mun hafa verið ein af hans náðargáfum. Jafn-al- varlegt yrkisefni og píslarsagan gefur honum tækifæri til kímni. (Samanber t. d. ummæli Magnúsar Jónssonar pró- fessors í bók hans um Hallgrím, II. bindi, bls. 6). Nú er það einmitt mjög senni- iegt, að með aldrinum hafi kímnigáfa séra Hallgríms þroskazt á kostnað háðs- ins. Hvort tveggja felur í sér gaman- semi, en kímnin býr yfir samúð, þar sem háðið, spottið, er illgjarnt. Sá, sem á þroskaða kímnigáfu, fyrirlítur þess vegna hið ruddalega spott og spé, eins og göfugt skáld lítur niður á níðskælduna. Af sömu rótum mun vera runnin sú til- finning Hallgríms, að spottið sé af hinu illa. Vanbrúkun kímnigáfunnar sær- ir mann, sem er næmur fyrir hinu broslega, en hefir þroskað með sér sam- úð. — Þó er enn ein ástæða, sem sizt má ganga framhjá. Lygð og svikræði, hræsni, sem hefir háð og spott að vopni, á sér fyrirmynd í sjálfum erki-óvinin- um. Djöfullinn er raunar merkilega sjaldan nefndur á nafn í passíusálmun- um, þegar á það er iitið, að hér er um 17. aldar verk að ræða. Og vegur hans er næsta lítill-, því að með hjálpræðis-* starfi Krists er hann sigraður og yÍH:- unninn, og hefir ekki annað vald yfir mannssálunum en það, sem mennirnir gefa honum sjálfir. .' Gagnvart guði er hann minnimáttar og getur því ekki gengið framan að. —« Hann á því ekki annars úrkosta en að fara aftan að„ með lygum, svikráðum, falsi og hræsni. Hann er því nefndur „andskotinn illskuflár“, sem hefir „snöru snúna, snögglega þeim til búna, sem fara með fals og dár“ (16, 5). Og „heimsbörnin hafa list þá lært, lygð og svikræði er þeim kært, fótsporum djöf- uls fylgjandi, falsráðin draga þó í hlé“ (2, 5). Þessir lestir eru því í augum Hall- gríms svo demóniskir og djöfullegir, að þeirra gætir alls staðar í baráttunni gegn Jesú, og verða svik Júdasar ekki nema einn þáttur í þeim ljóta leik. Það liggur nærri, að allt annað synd- samlegt í breytni mannanna eigi rót sína i því, að þeir eru Adams niðjar (29, 7. 17) og honum líkir í óhlýðni sinni' við guð (7, 9). Þar eru því fyrirmynd- irnar mannlagar. En svikararnir í baráttunni, hræsnarar og óhreinlyndir spottarar feta í fótspor djöfulsins, sem „bíður búinn þar, í bálið vill draga sál- irnar“ (4, 20). IV. N ú er kominn tími til að spyrja að lokum, hver sé sú siðferðishugsjón, er passíusálmarnir bregði upp. En það er sama sem að virða fyrir sér Kristsmynd sálmanna, hina miklu fyrirmynd. Eins og ljósið skýrir skuggann, koma þá einn- ið fram hinir, dekki'i drættir, syndir mannanna. Samkvæmt því sem áður er sagt, er það hlýðni guðssonarins við föður sinn á himnum, sem er hin fyrsta orsök þess, að Jesús gengur út í baráttuna. Það er „Jesú hlýðni“, sem færir jörðinni alla blessun (24, 6), í stað þeirrar bölvun- ar, er óhlýðni Adams hafði valdið (24, 5). „Auðsveipnin þín fyrir öllum skín“ (18,9). Auðmýkt Jesú gagnvart föðurn- um birtist í Getsemanebæninni, sem séra Hallgrímur endursegir með miklum innileik. Andstæða þessarar Jesú hlýðni er dramb mannanna, og verður honum tíðrætt um veraldlega höfðingja í því sambandi, þegar hann virðir fyrir sér bæði höfðingja Júða og hinn rómverska landstjóra. Þó þarf ekki höfðingja eða yfirmenn til að þiggja „herrans lán drambslega.“ (1,12). Hin takmarkalausa hilýlöni Jesú er sprottin af innri hvöt, kærleika hans til mannanna. Orðið kærleikur kemur raunar aðeins einu sinni fyrir í passíuslámunum, hvernig sem á því stendur. En því oftar notar Hallgrímur orð eins og ást og náð, manngæzka, elska, gæzka, miskunn og fleiri slík. Vart er hægt að lýsa kærleika Krists betur en gert er í fyrsta sálminum: „Ljúfan Jesú til lausnar mér langa'ði víst að deyja hér“ (1, 3). Gagnstætt þessari' mynd blasir við lesandanum eigingirni mannsins (9,2), hugsun um eigin gagnsemi (28,6) og síð- ast en ekki sízt hin fullkomna andstæða kærleikans, heiftin, illskan, sem píslar- sagan á svo að segja óteljandi dæmi um. Sú hlýðni, sem olli því að Jesús fer út í hjálpræðisstarfið, einkennir hann einnig í baráttunni, eftir að út í hana er komið. „Föðurnum hjarta hlýðinn“ gafst hann á vald hinna illgjörnu heift- armanna (6,3). Og framkoma hans bæði við vini og óvini lýsir hinni sönnu ást og náð sem var frumhvöt hans til að hefja för sína til lausnar mannkyninu. Hann er ljúfur og mildur. „Jesús unnti með ljúfri lund, lærisveinum að hvílt um stund“ (4, 16). Og „ljúfur með líkn- ar sið“ leit hann á postulann, sem hafði (Hallgrímur Pétursson S3. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.