Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 11
armeli HAFNARFIR Ung-frú Riek (fremst á myndinni, á- samt móður Miriam, príorinnu, systur Veronicu og systur Josepha, undir- príorinnu í kapellu klaustursins. Eng- inn utan klaustursins fær að stíga þar fæti sínum, en Ijósmynd- ari Mbl. Ól.K.M. tók myndina inn um rimlana, sem skilja sæti nunnanna frá kórnum. NAPÓLEON kom herinn til Vilna, en þar var hvorki mat né hvíld að fá. Það, sem eftir var af hinum sundraða hóp hélt áfram í átt dna til Kovno og þar bætti það gráu ofan á svart, að hermennirnir fengu tauga- veiki. Það voru draugar í mannsmynd, en ekki hermenn, sem héldu vestur yfir Njemen, eftir að hafa gengið um 12 hundruð kílómetra leið frá Moskvu á rúmum 50 dögum. Marskálkarnir Ney og Murat, sem Napóleon hafði falið yfir- stjórn hersins, höfðu aðeins stjórn á 5 þús. mönnum. Aðrir sem komizt höfðu lífs af, voru hlaupnir á brott. Kósakk- arnir veittu þessum leifum hersins eftir- för yf-ir Njemen. Fyrir utan miennina 5 þús., sem enn voru undir stjórn marskálkanna kom- ust um 50 þús. menn af aðalhernum lífs af, en 100 þús. af varahernum. Napóleon keisari kom til Parísar 19. des. Hann treysti því, að Prússar og Þjóðverjar skærust ekki úr leik, og þrátt fyrir hið hræðilega mannfall, taldi keisarinn, að honum tæikist að safna saman 1'50 þús. manna liði á skömmum tíma og brjóta á bak aftur her Rússa, sem einnig hafði orðið fyrir mikium skakkaföllum. Þetta brást. Hershöfðinginn ósigrandi, keisari Frakklands, hafði beðið ósigur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir, hve miklu róti feigðarför hins mikla hers kom á hugi manna í Evrópu. En orð- stir Napóleons beið mikinn hnekki og sigurganga hans var stöðvuð. Sólrún Jensdóttir t kki álls fyrir löngu fréttum við, '* að ung, hollenzk stúlka hefði komið til landsins í því skyni að ganga í Karmelítaklaustrið í Hafnarfirði. Hún stóð hér við í notokra daga til að kynn- ast örlítið landinu, þar sem hún hyggst starfa í kyrrð og ró innan þykkra klaust ursmúranna til ævikvölds. Rúmum mánuði eftir að ungfrú Riek, en það er nafn stúlkunnar, gekk inn, í klaustrið, gengu blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins inn um sömu dyrnar, þó aðeins til stuttrar dvalar. Þetta var 28. nóvember síðastliðinn, um morguninn hafði fallið snjór og jörð alhvít orðin. ★ Blaðamennskan hefur margar hliðar, það sannaðist þennan dag. Klukkan þrjú sátum við í hrókasamræðum við nokkr- ar glæsilega klæddar sýningarstúlkur og tókum af þeim myndir í einu musteri skemtanalífsins í borginni. Klukkustund síðar vorum við stödd í musteri einfald lei'kans, þar sem allt glys og prjál er lagt til hliðar, og töluðum við stúltou, sem hafði kosið sér brúna kuflinn, og afneitað öllu, sem í daglegu tali er kall- að lífsins gæði. ★ Samtalið fór fram gegnum tvöfalda rimla. Svart tjald var fyrir rimlunum, þegar við komum, en var fljótíega dreg- ið til hliðar og í ljós komu príorinna kiaustursins, móðir Miriam og ungfrú Riek. Hún var klædd svörtum búningi, sem hún ber í háltft ár, þá verður hún íklædd brúnum klausturbúningi, en reyns-l'UtHni hennar er rúm 4 ár. ★ — Okkur leikur forvitni á að vita, hvens vegna þér kusuð að ganga í klaustur á íslandi en ekki í föðurlandi yðar, Hollandi? spurðum við ungfrú Riek í fyrstu. — Þegar ég hafði ákveðið að gerast nunna, sagði ungfrú Riek, kaus ég held ur að starfa í einhverju landinu, þar sem klaustur er fulltrúi kaþólskrar kirkju. ísland varð fyrir valinu. Rödd hennar var lág en skær og hæfði vel hinu kyrrláta umhverfi, hún var svipbjört og hæg í fasi ag andaði friði atf henni. — Ég kom hingað fyrir rúmum mán- uði í fylgd með systur minni, sem er gift í Hollandi. Hún er nú farin þang- að aftur. — Eruð þér úr stórri fjölskyldu? — Við vorum átta systkinin, en tvö þeirra eru nú dáin. — Hafa fleiri úr fjölskyldu yðar geng ið sömu braut og þér hafið valið? — Ein systir mín er í klaustri í Hol- landi. — Við höfum frétt að þér séuð ný- komnar frá Nýju Gíneu. Hvað viljið þér segja um starf yðar þar? — Bg var á Nýju Gíneu í sex ár og vann þar við barnaskóla í Merauke, sem er borg norðaustan á Fuglshöfði reiðsluna og þvottinn. Sbólinn var fjrrlr hina innfæddu, Papúana, og í honum voru 400 drengir á aldrinum 7-16 ára. Stúlkur og drengir ganga ekki í sama skóla. Ég get ekki sagt að krakkarnir hafi verið vel siðaðir, enda standa Papúarnir á lágu menningarstigi. Börnunum var kennt ýmislegt í skólanum, bæði sér til gagns og yndisauka. Til að mynda var 32 manna trommuhljómsveit í skól- anum, sem lék oft af öllum lífs og sálarkrötftum. — Hvernig er heilsufarið í landinu? — Ekki upp á það bezta. Ég hef að vísu engar skýrslur í höndunum um heil-sufarið, en ég held að nærri þriðja hvert barn sem fæðist deyi kornunigt. Barnadauðinn er mun meiri inni á eyj- unni en við strendurnar. — Hvað viljið þér segja um af- stöðu íbúa Nýju Gíneu til Indónesa? — Mér virðist Nýju-Gíneumenn mun hliðhollari Hollendingum en Indónesum, m.a. fóru þeir á sínum tima þess á leit við hollenzku stjórnina að hún sendi skip undir hollenzka fánanum til eyjarinnar, sem beita mætti gegn Indó- nesum. — En nú eru allir Hollendin-gar farnir frá Nýju-Gíneu, eins og kunnugt er, nema nunnur og prestar. ★ — Það er ef til vill of snemmt að spyrja yður, hvernig þér kunnið við klausturlífið? spyrj'Um við ungfrú Riek að lokum. — É'g kann vel við mig hérna, svar- aði hún hreinskilnislega, þó segja meigi að lífið sé mjög ólíkt því og við eigum að venjast utan klausturveggjanna. — Fylgist þér nokkuð með því sem á sér stað úti, svo sem eins og veðrinu? — Ég veit að það snjóaði í dag, ég sá litla krakka leika sér með snjóbolta hérna fyrir utan. Halldóra Gunnarsdóttir SMÆLKI „Guð minn góður, hvað kom fyrir höfuðið á þér, það sést varla í það fyrir umbúðum?" „Það beit mig mýfluga.“ „Það ætti nú ekki að þurfa að binda um allt höfuðið á þér vegna einnar mýflugu." „Nei, en bróðir minn drap hana með skótflu.“ ------★------ „Hver er þessi aumkunarverði maður þarna í fjórðu röðinni, sem hristir höf- uðið í hvert skipti, sem hann lítur á mig?“ spurði brúðguminn, á meðan á giftingarathöfninni stóð. „Kærðu þig kollóttan um hann“, svaraði brúðurin hress í bragði, „þetta er bara fyrri maðurinn minn.“ ------★------ Þreyttur og leiður kallaði Arabahöfð- inginn fyrir sig konur sínar. Þegar þær stóðu frammi fyrir honum í röðum, sagði hann: „Ég þarf að gera játningu. Ég elska annað kvennabúr.“ ------★------- Á verkalýðsfundi í ríkisverksmiðju í Austur-Þýzkalandi, sagði eftirlitsmaður- inn: „Og það er rétt að skjóta því að félögum okkar í mötuneytinu, að nota meira hugmyndaflug vic samningu mat- seðlanna". „Meira hugmyndaflug? sagði einn áheyrenda, „þeir hafa nú þegar kallað sömu gömlu súpuna 6 mismun- andi nöfnum“. ------★------ í rifrildi við konu sína sagði Bjarni í bræði sinni: „Mér þætti gaman að vita hvers vegna kvenfólk er jafn heimskt og það er fallegt.“ „Það get ég sagt þér, elskan“, sagði frúin. „Við erum fallegar til þess að þið elskið okkur og heimskar til þess að við getum elskað ykkur.“ — nei, ég var ekiki kennari heldiur ráðskona og fékkst aðallega við mat- LESBÓK LIORGUNBLAÐSINS 35 33. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.