Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 19
er af, því aS glampi beint í augun á stuttu færi getur valdið óþægind- um og jafnvel augnabliks sjóntruflun um. Þegar mynd er tekin með leift- urljósi er skugigamyndorm oft sterk og til lýta, úr þessu má draga með því að hafa ljósið sem næst vélinni og ofar en linsan er og gæta þess að sá sem er myndaður sé ekki fast upp við vegg, þó verður að taka fram að í sumurn tilfellum geta sterkir skuggar gefið mynd sérstakt gildi. Ef þið ætlið að taka myndir á lit- filmur, verður að gæta þess að þær perur sem nota skal henti til þess, en þær eru auðþekktar, því að þær eru bláar á litinn, eða auðkenndar á annan hátt. ív afeindatækni (eilífðarflash) eru nú orðin algeng en þau hafa þann kost að peran í þeim endist ca. 10000 glampa og hlaða má rafgeymi þeirra. Þessi tæki eru mjög misjöfn að ljós styrkleika, en á þeim er yfirleitl tafla sem gefur upp leiðitölu þeirra. Rétt er þó að lýsa Vz til 1 ljósopi meira (t.d. 8 í stað 11) því að leiði- talan er miðuð við beztu skilyrði. H.S. ar. Myndin er tekin á ca. 2 m. færi, filma 17 Din, notaður ljósgrænn filter og lítið rafeindatæki (Opta- tron), ljósop 11. þeirra (guide number) en hún ákveð ur stærð ljóssins, ef leiðitalan er t.d. 25, og fjarlægð að því sem mynda á 4 metrar, þá deilum við fjarlægðinni í leiðitöluna (25:4) og fáum út u.þ.b. 6, þ.e. hæfilegt ljósop er þá, 6, eða leiðitala 40 og fjarlaagð 3,5 m 40:3.5 = og ljósop þá c.a. 11 (miðað við 17DIN filmur) þó ber þess að gæta að í stór um herbengjum eða í dökku um- hverfi þarf oft að hafa stærra ljósop en leiðitala og fjarlægð gefa til kynna vegna þess að ljósið endurkastast þá síður frá umhverfinu. Þegar taka á myndir af fólki sem er mislangt frá vélinni er gott að miða fjarlægð við það sem fjær er og fæst þá særnileg mynd af heildinni þó það sem næst er verði að vísu nokkuð yfirlýst, þó má draga úr þessum áhrifum með því að beina Ijósinu fyrst og fremst að því sem er fjærst, þannig að það sem næst er vélinni lendi utan við sterkasta geislann, en forðizt að hafa hvita áberandi hluti (t.d. dúka) með í forgrunni myndarinnar ef hægt er. Einnig verður að gæta þess að nota ekki leifturljós á mjög stuttu færi (t.d. 1 m.) því að pera getur sprungið og valdið skaða, þó að slíkt sé afar sjaldgæft, þið ættuð líka að vara fólk við að horfa á peruna þegar smellt UM jólin vilja margir gjarnan taka myndir heima — og það ætti að vera auðvelt að ná góðum myndum ef útbúnaðurinn er fyrir hendi. Flestar myndavélar hafa sérstaka tengingu fyrir leifturljós og er lokari vélanna þannig útbúinn að hann hleypir rafmagni til perunnar þannig að ljós hennar er í mestum styrkleika á sarna broti úr sek. og ljósopið nær fullri stærð. Þetta er skiiyrði þess að mynd fáist, því ef ljósið kviknar of fljótt eða of seint, þá er vélin lokuð þegar það nær mestum styrk- leika. En til þess að myndin verði góð, þarf ljósmagnið sem endurkast- ast um linsuna inn á filmuna að vera hæfilegt. Þar kemur til stilling vélar- innar og gerð leifturljóssins og per- unnar. Lesbók œskunnar — MeB eigin höndum V „FLASH - myndir " T JL il eru fjölmargar gerðir leift- urljósa og pera, en hér verður mið- að við algengustu tegundir. Flestar perur er-u fylltar málmþráðum sem brenna þegar rafm-agn kemst í þá og mynda þannig ljó.s, en að baki perunnar er málmskál sem kastar ljósinu fram á ta-kmarkað svæði sem lögun skálarinnar og gerð ákveður.' Ljósið er sterkast næst perunni en dvínar því fjær sem það fer og verð- ur því að stilla vélina sa-mikvæimt því. Flestar einfaldar vélar hafa aðeins svokallaða X-stillingu og er þá hæfi- legit að nota hraða 25 (1/25 úr sek) en sumar vélar hafa einnig M-still- ingu og má þá nota meiri hraða. Stærð iijósopsins tfer eftir fjarliægð þess sem mynda á og ljósstyrk perunnar Með perunum fylgja notfkunarregl ur sem m.a. gefa til kynna leiðitölu Lítil stúlka í Ijósum kjól. Takiff eftir hve kjólinn, og kisan sem telp- an heldur á, endurkasta miklu ljósi á kostnaff annarra hluta myndarinn Þsssi mynd er tekin á 21 Din filmu, notaff lítiff rafeindatæki (Optatron), hraffi 1/50 úr sek., ljósop 5,6. Þeir sem næst eru vélinni eru í ofsterku ljósi (yfirlýst) og þeir sem fjærst eru, í of litlu ljósi. Ljósstilling var miffuff viff 4—5 metra fjarlægff. — Myndavélinni og leifturljósinu var haldiff ofarlega og því er baksviffiff betur lýst en ella. Leifturljósiff var staffsett ofan á myndavélinni og ber því lítiff á skuggum. Jólanóttina. Svo mikið kapp lagði fólk- ið á aff komast til kirkju að það varð að vera slæm færð og næstum mann- drápsbylur til þess að það sæti heima. Þegar komið var frá kirkju skemmti fólkið sér við manntafl, leiki og spil fram eftir kvöldinu. A gamlársdag fluttu álfarnir bú- ferlum. Þá var um að gera ð forðast reiði þeirra. Margt gátu þeir gert bæði tii ills og góðs. Bærinn var sópaður og prýddur, ljós loguðu bæði í frambæ og baðstofu og þá gekk húsfreyja þrjá bringi umhverfis bæinn og sagði: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir lem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meina lausu“. Þetta var kallað „að bjóða álfunum beim“. Á nýársnótt áttu mörg undur oð geta gerzt. Kirkjugarðarnir risu og svipir hinna framliðnu reikuðu um. Þá breyttist vatn í vin. Kýrnar í fjós- inu töluðu. Þá var óskastundin á ný- órsnótt. Gátu menn fengið ósk sína upp- fyllta etf þeir hittu á hana, en það gekk VÍst oft il-la. Það, sem húsfre^'junum reið mest á að höndla á nýársnótt, var „búrdrífan". Vöktu þær sumar alla nóttina til þess að missa ekki af henni og hvíldu sig í búrinu í myrkrinu því að hún var ósýni leg við ljós. Það var erfitt að ná henni, en þær höfðu ráð undir hverju rifi, opnuðu búrgluggann og settu ílát undir hann. Þegar drífan hafði fallið inn um gluggann í ílátið lokrðu þær því vand- lega. Tækist þeim þctta, þurftu þær ekki að kvíða bjargarskorti á árinu, sem í hönd fór. Þá var gamlárskvöld gott til fanga þeim, sem þorðu að sitja úti á kross- götum á nýársnótt og stóðust allar þær freistingar, sem lagðar voru fyrir þá, af álfunum, sem þá voru á ferð. Þeir sóttu auðvitað, að manninum, sem sat á krossgötunum, og vildu ginna hann til sín með alls konar fagurgala. Stundum varð ein áltfamærin svo heilluð af hon- um að hún vildi tæla hann til sín, og búa með honum í álíheimum. Huldu- fólkið hafði með sér dýrindis varning, sem það vildi gefa honum. Gat hann valið um. En það var úti um hann, ef hann þáði nokkuð eða snerti. Því meir, sem hasnn færðist undan að þiggja gjaf- irnar eða koma með því, þvi æstara varð það og ætlaði að slá hring um hann og æra hann. Sumir segja að krossmarkið hafi bjargað, aðrir að hann hafi hellt yfir sig vígðu vatni áður en hann fór að heiman. Þriðja sögnin er sú, að þá hafi fjórar kirkjuklukkur hringt samtímis, og hljómur þeirra bor- izt huldufólkinu til eyrna, ,en þá varð það svo hrætt að það gaf sér ekki tíma til að taka varninginn með, en hljóp á brott í dauðans angist. H liðstæð þessu er sögnin um Fúsa, sem átti að hafa setið úti á krossgötum og staðizt prýðilega allar ginningar álfanna þar til einn þeirra rétti að honum flotskjöld. Þá á Fúsi að hafa sagt þessi eftinminnulegu orð, um leið og hann beit í skjöldinn: „Sjaldan hefi ég flotinu neitað". En með því voru örlög hans ráðin. Það er gömul trú að á gamlárskvöld geti maður séð lífsförunaut sinn, ef maður fer inn í koldimmt herbergi með spegil í hendi. Enginn má um þetta vita og enginn viðstaddur vera. Sá seirn þetta reynir hefir yfir þulu, og svo tekur hann að stara í spegilinn og koma þS ýmsar kynjamyndir fram, svo sem hönd sem heldur á sveðju. En varast skal að snerta hlutina eða taka við þeim. Það verður manni til ógæfu. En smám sam- an taka hlutirnir að skýrast, unz hin rétta mynd kemur í ljós og sést greini- lega, en hverfur svo. Á gamlárskvöld var skammtað álíka mikið og á aðfangadagskvöld. En ekki mun matur hafa verið að öllu hinn sami. Nú voru súr svið, súr lunda- baggi, súr gollurshús og hanginn sjærðill, biti af magél og svo laufa- brauð og pottbrauð og ríflega útilátlð viðbit. Á nýársdag var matur sá sami og á jóladaginn, aðalrétturinn hangi- kjöt og má af því marka að hangikjöt er og hefir verið okkar þjóðarréttur, þótt sauðakjötið sé nú horfði með öllu, en það þótti á sinni tíð hnossgæti. Á hátiðisdögum torguðu menn ekki og nú fóru menn að, líkt og rjúpan, sem safn- ar í sarpinn. Menn. létu allt, sem þeir leyfðu í lítinn kistil eða skrínu Og geymdu til hallærisdaga vetrarins. Þó var enn eftir einn dagur, sem taldist til jólanna, þrettándinn, en það var merkisdagur. Þrettándanóttin var haldin helg víða um land, allt fram á miðja nítjándu öld. Þrettándinn var lögskipaður helgidagur til ársins 1770. Þrettándanóttin er talin mikil oig merk draumanótt. Þá nótt átti vitring- ana úr austurvegi að hafa dreymt fyrir fæðingu Krists, er hún því af sumum kölluð „draumanóttin mikla“. Á þrett- andanum var alls staðar breytt til með mat og skammtað svo vel að enn var satfnað í sarpinn. Er það víða siður enn í dag að gefa góðan og mikinn mat þann diag. Þetta var í þá daga kallað „að rota jólin“. Síðar komst sá siður á að kveðja jólin með brennum á þrett- ándadagskvöld. Elínborg Lárusdóttir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4^ 83. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.