Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 3
Einarsson verður hægri hond hins valda- ríka kaþólska biskups ögmundar Páls- sonar. Undarleg saga um drenglund og Iheiðarleika, stórlæti oig lítillæti, sigra og ósigra. Hinn nýi siður dafnar í Skál- iholti, frumherjar Lútlherstrúar þýða ritn inguna, Oddur Gottskálksson leynist 1 fjósinu við störf sín. Segja má, með örfáum undantekning- um, að upp frá því sitji hver biskupinn öðrum meiri á Skálholtsstól, þótt ekki takizt að halda staðnum í horfi og ber þar margt til. Gizur biskup hafði kveðið svo á, að biskupsstóll skyldi vera í Skálholti meðan landið væri byggt — enda er hann ekki lagður niður fyrr en öll lífsorka og sjálfsvirðing virðist mar- in úr íslenzku þjóðinni, þegar líkamleg- ur og andlegur kraftur er nánast þorx- inn og rætt er um af fullri alvöru að flytja úr landi þá fáu vesalinga, sem eftir lifa. Brynjólfur biskup Sveinsson tók við biskupstign í Skálholti ei'ir hina merk- ustu og mætustu menn, \n staðurinn var þá í heldur hrörlegu áwtandi. Hann endurreisti staðinn að fuillu og lét reisa þar mikla dómkirkju. En að meist- ara Brynjóifi látnum hrakaði staðnum óðfluga, þrátt fyrir ötula baráttu og við- nám Jóns Vídalíns biskups og fleiri góðra manna. Næstu áratugir eru tími nær sleitulausra hörmunga. Einokunar verzlunin kemst í algleyming, stórabóla herjar landið Og leggur að velli nær íþriðjung þjóðarinnar — gengur einmitt næst þeirri kynslóð, er helzt hefði getað spyrnt við fótum. Yfirvöldin erlendu gerast aldrei verri. Ólafur biskup Gísla- son (1747—1753) deyr gjaldjþrota, efti'- að hafa árangurslaust reynt að fá skilið biskupsembættið frá umsjón með stóls- eignum. Finnur Jónsson biskup (1754— 1785) á í sífelldum erjum vegna þessa. Árferði er þá með ósköpum og ofan á jþað leggjast fjárkláðinn mikli og „Móðuharðindin" — Skaftáreldarnir með öllum sínum hörmungum. Rothöggið greiða jarðskjálftar, er leggja í rúst öll hús staðarins nema dómkirkju Brynjólfs biskups. Finnur er síðasti biskupinn, sem situr í Skálholti áður en konungsbréfið 1785 mælir svo fyrir að stóllinn skuli lagður niður, en sonur hans Hannes Finnsson stendur yfir rústunum. Hann ílytur burt en kaupir síðar staðinn sjálf- ur og situr þar til dauðadags. Saga hinn- ar algeru niðurlægingar Skálholts er eigi síður stórfengleg en saga hins glæsi- lega upphafs. f 1. sögum Skalholtsbiskupa sér víða að þeir hafa aflað kirkjum sínum margra merkilegra dýrgripa og er sága Iþeirra öll í samræmi við sögu staðarins, þeir eru flestir glataðir, sumir eyddir af eldi, aðrir týndir á annan hátt ýmsan. 1 Þjóðminjasafninu eru varðveittir milli tuttugu Oig þrjátíu gripir en aðeins nokkur hluti þeirra eru verulega mikils virði í sjálfu sér. Þó eru þar á meðal einhverjir merkilegustu kirkjugripir safnsins. 1 nýútkominni bók Kristjáns Eldjárns „Hundrað ár í Þjóðminjasafni“ eru þætt- ir um nokkra þessara gripa — um kaleikinn góða, og meðfylgjandi patínu, um korpórailshús, um „Belti Þórgunnu" og steiniþró Páls biskups. í upphafi þátt- arins um kaleikinn góða segir þar: „Frá fornu fari hefur eigi annað þótt hlýða en hin helgu ker kirknanna, kaleikur og patína væru úr dýrum málmi, gulli eða silfri. Góðar heimildir eru fyrir því, að á báðum biskupsstólum vorum, Hólum og Skálholti, væru til gull kaleikar fyrir siðaskipti. Skálholts- kaleikinn gaf Klængur biskup Þorsteins- son, en Jón biskup Arason Hólakaleik- inn. Báðir urðu þessir dýrgripir her- fang siðaskiptanna, voru fluttir til Dan- merkur og vafalaust eyðilagðir. En í báðum dómkirkjunum bur.gust þó af forkunnar góðir gylltir silfurkaleikar frá miðöldum. I Hóladómkirkju standa enn tveir góðir miðalda kaleikar á altari, en frá Skálholti er kominn veglegasti miðaldakaleikurinn, sem nú er í eigu Þjóðminjasafnsins, sá, sem Gaimard birti myndina af í ferðabók sinni. Honum fylgir patína samstæð. Á síðastliðinni öld var kaleikurinn af alþýðu stundum nefndur „kaleikurinn góði“. Árið 1873 var hér á ferð enskur auðmaður, sem falaði hina fornu helgigripi til kaups. AUir, sem hlut áttu að máli, voru sam- mála um að láta ekki gripina af hendi við útlendinga, en tilmæli Englendings- ins urðu til þess, að gripirnir voru keyptir af eigendum Skálholts fyrir fé úr landssjóði handa dómkirkjunni í Reykjavík árið 1874. Forngripasafnið keypti síðan hin helgu ker fyrir 200 krónur árið 1884.“. Síðar segir, að þessi helgu ker séu vafalaust elztu gripirnir, sem varð- veitzt hafi í Skálholti, að undanskildum sumum þeirra minja, sem fundust í jörðu 1954. Er kaleikurinn talinn frá því um 1300. Honum fylgir einnig kringl- óttur patínudúkur, rauður með gylltum vírknipplingum. Korpóralshús var nokkurs konar taska, er í var geymdur korpóralsdúkurinn, hvítur óbreyttur dúkur, sem kaleikur og patína stóðu á. Tvö korpóralshús eru til frá Skálholti, annað sýnu vænna, með mynd af boðun Maríu, saumað með marglitum silkiþráðum og gullþræði, skreytt ósviknum perlum. Utan um myndina er umgerð með spöngum úr gylltu silfri og á hornum kúptir skraut- skildir úr silfri. Gripur þessi er talinn frá síðari hluta 15. aldar eða upphafi 16. aldar og hefur allmikið látið á sjá. Hitt korpóralshúsið er aðeins minna og heldur óvandaðra, en ekki talið yngra en frá byrjun 16. aldar. Nokkrar altarisbrúnir hafa varðveitzt frá Skálholti og er ein þeirra, sú, er hlaut nafngiftina „Belti Þórgunnu“, með meiri háttar forngripum þaðan. Nafn- giftin er rakin til Þórgunnu hinnar suð- ureyzku, sem andaðist í Fróðá, en hafði áður sent kennimönnum í Skálholti ýmsa gripi, er hún átti, og kveðið svo á, að lík hennar skyldi flytjast 1 Skálholt hvar sem hún léti líf sitt. Altarisbrúnin er sett 15 gylltum silfurskjöldum, þar af vantar tvo oig þrír eru brotnir. Allir eru þeir eins utan einn, sá í miðju. Hann er aðeins stærri, úr þykkara silfri og með sterkari gyllingu. Á honum er mynd af pelikana með þöndum vængjum sem vekur sér blóð á bringunni handa ungum sinum þremur, er teygja sig upp til hans. Myndin táknar upprisuna fyrir blóð Krists. Skildirnir á brúninni eru upprunalega taldir hafa verið tuttugu, en hún hefur líklega verið minnkuð eftir altarinu, sem Brynjólfur biskup lét smíða 1673 og verður í nýju kirkjunni í Skálholti. Á árunum 1195 til 1211 var biskup í Skálholti Oddaverjinn Páll Jónsson. Hann tók við þeirri tign að látnum móðurbróður sínum, Þorláki biskupi ‘helga, en foreldrar Páls voru Jón Lofts- son og Ragnheiður biskupssystir. Páll biskup var glæsimenni og heimsmaður, alger andstæða hins heilaga Þorláks. í þættinum um steinþró Páls biskups segir Eldjárn: — „Svo segir og saga Páls biskups, að við fráfall hans skailf jörð oig pipraði af ótta, himinn og skýin grétu og nálega allar höfuðskepnur sýndu nokkurt hryggðarmark á sér. Þessi orð sögunnar rifjuðust upp fyrir mörgum, sem viðstaddir voru í Skálholti hinn 30. ágúst 1954, er lokinu var lyft af steinþró Páls biskups. Fornleifafræð- ingar höfðu fundið hana þar í garðinum nokkrum dógum áður. Meðan á þeirri athöfn stóð, gerði svo mikla skúr, að með fádæmum var, en hvorki rigndi mikið á undan né eftir. Slíkt má þó að líkindum ekki með jarteiknum telja, en hitt voru undur og stórmerki að hafa stein- þróna sjálfa allt í einu fyrir augum sér.“. Síðar segir Eldjárn, að ýkjulaust megi staðhæfa, að ekki sé til á Norður- löndum nein steinþró, „er jafnazt geti við steinþró Páls biskups að tiginni reisn“. Frá Skálholtskirkju eru til í Þjóð- minjasafni einir fjórir höklar og ber þar einn af hinum. Hann er úr rósofnu rauðu silkiflaueli, búnaðurinn með gotnesku lagi, kross aftan og framan á og talinn eldri en hökullinn sjálfur, að öllum líkindum frá því fyrir siðaskipti. Bún- aðurinn er samsettur af misjafnlega gömlum bútum, sem sumir eru taldir vera af fornri kantarakápu — og á saumaðar helgimyndir. Hökull þessi mun hafa verið lánaður á heimssýninguna í París árið 1900. M. Leð athyglisverðustu munum frá Skálholti, sem getur að lít-a í Þjóðminja- safni eru fimm tréskurðarmyndir úr alt- arisbrík, Ögmundarbrík, sem svo var kölluð á síðustu öld og upphaflega hefur verið álíka mikil oig altarisbríkin í Hóla- dómkirkju. Saga þessa grips er ömurleg, svo ekki sé meira sagt. Þau urðu örilög ögmundarbríkar að liggja í pakkhúsi Niels Lambertsens, kaupmanns á Eyrar- bakka í nærfellt aldarfjórðung og var hún látin rotna þar í saltlegi að því er virðist af hugsunarleysi einu saman. Til stóð að flytjá bríkina frá Skálholti til Reykjavíkur, en hún komst aldrei lengra en til Eyrarbakka. Þaðan voru leifar hennar fluttar til Kav.pmannahafnar, 24 árum síðar. Það, sem eftir er af Ög- mundarbrík, er líkneskja af Jóhannesi skírara, tvær líkneskjur af kvendýrling- um og tvær af landslagi með trjám og húsum. Áður hefur hún verið gyllt, en það er ekki lengur að sjá. í safninu eru einnig varðveittar út- skornar fjalir af gamalli skrúðkistu, sem mjög kom við sögu í málarekstri Jóns biskups Ártfcsonar gegn aðstandendum tveggja fyrirrennara hans á stólnum, þeirra Þórðar Þorlákssonar og Jóns Vídalíns. Eru fjalirnar taldar frá 14. öld. Þar eru einnig tvær stólur, ýmist kallað- ar messustólur eða altarisstólur, líklega frá 15. öld. Á hvorri þeirra hafa verið níu gylltir siilfurskildir, en nú eru aðeins fimm heilir og brot af þremur. Meðal muna, er Danir gáfu Þjóðminja- safninu árið 1980 voru tvö minnishorn og textaspjald frá Skálholti. Textaspjald- ið er úr eik, mikið skemmt. Vantar á það allan búnað, nema látúnsumgjörð, áletraða gotneskum stöfum. Minnishorn- in tvö eru hrútshorn, sem eiga saman, bæði með hólkum úr gylltu silfri. Af sautján minnishornum, sem vöru í eigu Skálholtsstóls eru þrjú varðveitt, svo vitað sé. Hið stærsta og faillegasta þeirra, sem kallað hefur verið Konungshornið, er í Þjóðsafni Dana. í Danmörku er einn- ig varðveitt biskupsmítur, sem jafnvel er talið frá byrjun 16. aldar, e.t.v. mítur ögmundar biskups eða fyrirrennara hans Stefáns Jónssonar Hefur saga þess lítt verið rakin. Úr Þjóðminjasafni skal enn telja alt- arisstein úr marmara, frá kaþóáskum sið — Kaþólsk kirkjulög mæla svo fyrir, að ekki skuli syngja messu nema við stein- altari — að minnsta kosti skuli laus vígður steinn á altarinu. Brynjólfur bisk up Sveinsson bar mikla umönnun fyrir þessum grip svo sem öðrum gripum kirkjunnar lét greypa hann í sterka ei'karumgerð og hafði á altarinu Nokkrir fleiri gripir eru í Þjóðminja- safninu, en ekki taldir sérlega merkileg- ir, af öðru en heimkynni sínu. Biskupsmítur frá Skálholti 33. tölublað 1962 LESBÖK MOHGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.