Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 9
,ý' - • - Við Smolensk 18. ágiíst 1813. hundruð þúsund manna þjóð, sem hann réði yfir og gæti látið af hendi án þess að virðingu hans væri misboðið. En allir hlutar hertogadæmisins eru byggð- ir fólki af sama uppruna, sömu þjóð. Þó að henni hafi verið skipt, hefur hún full réttindi. Þessi réttindi vill Napódeon ekki fótum troða.“ Utanríkisráðherrann segir enn fremur: „Þessi vdðbót við yfir- ráðasvæði Rússa myndi færa landamæri lands þeirra til Oder og Slésvíkur, og þetta ríki, sem þegar nær langt út fyrir hin eðlilegu landamæri sín, gæti beitt á- hrifum sínum inni í miðju Þýzkalandi. Þetta væri röskun á valdahlutfallinu í Evrópu, og því hefur Napóleon tekið á- kvörðun. Hans hátign hefur ákveðið að verja með vopnum hertogadæmið Var- sjá. Hagsmunir Frakklands, Þýzkalands og Evrópu krefjast þess.“ Síðar sagði hertoginn af Bassano, að raunverulega hefði viðskiptastefnan ráðið úrslitum og komið styrjöldinni af stað. Það var hafnbannið og viðskipta- hagsmunirnir, sem skiptu meetu máli bæði fyrir Frakka og Rússa. Zarinn vísaði eindregið á bug full- yrðingum Napóleons um, að hann hyggð ist taka hluta af Póllandi. En af við- raeðum þeim, sem fram fóru eftir þetta var augljóst, að samkomulag var óhugs- andi. ★ ★ ★ Styrjaldarundirbúningurinn hófst. Napóleon þröngvaði Prússum til banda- lags við sig, óg létu þeir af hendi við hann '20 þús. hermenn. Tengdafaðir Napóleons, Austurríkiskeisari, lofaði honum 30 þús. mönnum. Á laun vott- uðu þó bæði Prússar og Austurríkis- rhenrt '’Zarnum vináttu sína og kváðust ekki háfa gengið í lið með Napóleoni nema tilneyddir. Bentu þeir á, að fall Napóleons yrði skammt undan, ef tækist að lokka hann inn í hjarta Rúss- lands. Það voru herir vestan frá Pyrenea- fjöllum austur til Karpatöfjalla og sunn an frá Napólí norður til Köningsbergs, sem stóðu að baki Napóleoni, er hann hóf innrásina í Rússland. Honum tókst ekki að fá Svía til bandalags við sig. Krónprins Svía, Karl Johan Bernadotte, fyrrv. marskálkur Naþóleons, .sstti hon- iþn skilyrði, sem hann gat ekki gengið að. Skömmu síðar gerði Bernadotte bandalag við zarinn. Napódeon ætlaði einnig að fá Tyrki til bandalags við sig. Þeir áttu í stríði • við Rússa, en 28. marz 1812 var friður saminn og hinir s.tríðandi aðilar gerðu með sér banda- lag. f lok maímánaðar 1812 var hinn mikli her Napóleons keisara, sem átti að sigra Rússland, saman kominn við ána Weiehel. Herínn skipuðu rúmlega 600 þús. menn, þar af um 300 þús. Frakkar og 300 þús. af öðrum þjóðernum. Flestir Voru af þýzku þjóðerni, um 200 þús. imenn. Fsestir Þjóðverjanna fylgdu Napóleoni nauðugir. Fannst flestum mik ið til þess koma að fá tækifærj til að þerjast undir stjórn hins mikla herfor- ingja, sem talinn var ósigrandi. Áður en Napóleon leiddi hinn mikla her sinn yfir ána Njemen, á landamær- um Rússlands, hafði hann viðdvöl í Dresden, og þangað kallaði hann hirð sína og bandamenn. Enski rithöfundur- inn Harold Nicholson hefur, eftir sam- tíma heimildum, lýst hinni opinberu veizlu í Dresden á þennan hátt: „Hirð- mienn keisarans voru samankomnir í hásætissalnum, og við innganginn stóðu tveir kammerherrar, sem áttu að kynna gestina með nöfnum og titlum. Napó- leon hafði sjálfur undirbúið inngöngu gestanna í salinn af mikil'li kostgæfni til þess að hún yrði sem allra áhrifa- mest. Fyrst gengu inn ráðherrar og sendiherrar, sem allir voru kynntir hátt og skýrt. Síðan komu hinir áhrifaminni hertogar. Hertoginn af Weimar, hertoginn af Koburg og hertoginn af Mecklenburg. Þá var stutt hlé og síðan var drottningin af Westfalen kynnt. Næst hrópuðu kammerherrarnir „Há- tignirnar konungurinn og drottningin af Saxlandi“, og Friðrik Ágúst gekk inn í salinn við hlið hinnar hógværu, vin- gjarnlegu drottningar sinnar, Maríu. „Hans hátign Prússakonungur" oig hæg- um skrefum gekk hinn óhamingjusami Friðrik Vilhjálmur III inn í salinn. Hann var þá ekkjumaður og líktist mest hershöfðingja, sem orðið hafði viðskila við herdeild sína. „Hinar keisaralegú og postullegu hátignir, keisarinn og keis aradrottningin af Aústurríki, konungur og drottning Ungverjalands" og tengda- faðir Napóleons, Franz I, gekk í salinn með hina veiklulegu konu sína sér við hlið. „Hennar keisaralega hátign, keis- aradrottning Frakka, drottning Italíú“, og María Lovísa, ung stúlka, bláðin gulli og gimsteinum gekk hægt inn í salinn í. fylgd með hirðmeyjum sínum. Síðan varð grafarþögn í salnum. Var hún skyndilega rofin af háu og hvellu hrópí: ,(Keisarinn“, og Napóleon gekk einn inn í salinn.“ ★ ★ ★ Þegar her Napóleons var kominn að Njemen, sendi keisarinn öllum herdeild- um svohljóðandi tilkyiiningu: „Her- menn ! önnur pólska styrjöldin er haf- in. Hinni fyrstu lauk, er friður var sam- inn í Tilsit. í Tilsit hétu Rússar Frökik- um ævarandi bandalagi og liðsinni í stríðinú við Englendinga. Þeir hafa rof- ið eiða sína og þeir neita að gefa skýr- ingu á svikunum nema franskar her- sveitir hörfi vestur yfir Rín, en þá yrðu bandamenn vorir á þeirra valdi. Vorum það ekki við, sem sigruðum við Auster- • litz? Þeir bjóða okkur að velja milli vansæmdar og styrjaldar. Það getur enginn vafi léikið á því, hvorn kostinn yið veljum og þess vegna; áfram gakk! Við höldum yfir Njemen og heyjum styrjöld á rússneskri grund. önnur pólska styrjöldin verður hinum franska her til jafn mikils sóma og hin fyrsta, en sá friður, sem við semjum, mun tryggja,, að þundinn .verðj end_i á þann hroka, sem Rússar hafa sýnt í afskipt- um sínum af mialefnum Evrópu.“ Engin formleg stríðsyfirlýsing var afhent fjandmönnunum, en þessi til- kynning keisarans átti að koma í stað hennar. 24. júní 1812 hélt her Napóleons yfir Njemen Við Kövno. Rússlandsmeg- in árinnar mættu honum engir mennskir fjandmenn. Rússar höfðu 250 þús. menn til varnar við vesturlandamæriii undir stjórn hershöfðingjanna Barclay de Tolley og Bagration. Þeir voru hvor á sínum stað með heri sína og hörfuðu báðir í austur til þess • að reyna að sam- einast áður en kæmi til orustu við Napóleon. Þetta reyndi Napóleon að hindra og fór því hraðar yfir, en venja var, en kom fyrir ekki. Flutninigatæki voru af skornum skammti og vegirnir slæmir. Birgðavagnarnir voru þungir í vöfum, hestarnir gáfust upp af erfiðinu, margir þeirra sýktust af óhollu fóðri o>g drápust. Matarskortur fór brátt að gera vart við sig meðal hermannanna, þvi að matvælaflutningarnir gengu afar tregt. Hermennirnir reyndu að afla sér viðurværis með ránum, en það dugði ekki til. Þeir fjandmenn, sem Napóleon átti í höggi við í upphafi Rússlandisferð- arinnar voru hiti, rigningar, slæmir veg ir og matarskortur. Á leiðinni frá Njem en til Vilna missti herinn 10 þús. hesta. Franskur hershöfðingi, sem með var í förinni sagði, að her Napóleons hefði verið líkari her á flótta, en innrásarher, þegar hann kom til borgarinnar, en þá hafði enn ekki komið til orustu milli hans og Rússa. Napóleon á'leit, að það myndi taka tvo mánuði, að brjóta Rússa á bak aftur og knýja zarinn til þess að semja frið. Almennt var talið í Evrópu, að her Alexanders stæðist her Napóleons ekki snúning, enda höfðu herferðir hins síð- arnefnda verið nær óslitin sigurganga. Napóleon vildi berjast við Rússa, en þeir hörfuðu og gáfu ekki færi á orustu. Þetta undanhald rússnesku herjanna mæltist ekki vel fyrir i Rússlandi og menn vildu, að herinn sýndi til hvers hann dygði. Hershöfðingjarnir vissu, að “ekþi var kominn tími til þéss" að láta til skarar skríða. Þeir létu heri' sína eyða byggðinni, sem þeir fóru um og koma öllu matarkyns fyrir kattar- nef, sýo að herjuni Napóleons mætti það að engu gagrii koma. Fyrstu dag- ana í ágúst sameinuðust herir de Tolley og Bagrátión í Smolensk, en 28. júlí hafði Napóleon komið til Vitebsk með her sinn. Jafnvel áður en kuldinn tók að höggva skörð í raðir hermannanna, og áður en hildarleikur , vígvallanna hófst, hafði Napóleon misst 124 þúsund menn, sem flestir höfðu orðið sjúkdóm um og næringarskorti að bráð. Af 150 þús. hestum, sem herinn hafði til um- ráða í upphafi voru aðeins 75 þús. eftir, þegar til Vitebsk kom. En nú var gott útlit fyrir, að Napóleoni yrði að ósk sinni. Rússar bjuggust til árásar frá Smolensk. De Tolley hafði borizt bréf frá zarnum, þar sem hann lýsir sig sam þykkan undanhaldi hersins, en segir þó, að hann hafi orðið mjög sorgbitinn, þegar hann frétti, að herinn væri kom- inn til Smolensk og biði með eftirvænt- ingu eftir fregnum af því að Barclay hefði lagt til orustu. 7. ágúst hófu Rússar sókn gegn herjum Napóleons og 8; ágúst kom til orustu milli riddara- liðssveitanna. Napóleon hóf nú undir- búning gagnsóknar. Hann fór suður yfir Dnjepr, og að morgni hins 16. ágúst var hann við múra Smolensk borgar. Ef hann hefði komizt aftur yfir ána með her sinn, hefði hann komið aftan að her fjandmannanna, en Napóleon hafði efek ert landahréf, sem sýndi hvar vað var á ánni. Hann komst því ekki yfir ána, en lét í stað þess hefja sprengjuárás á borgina. Nær öll hús hennar eyðilögðust í árásinni og 12 þús. rússneskir her- menn féllu. Talið er, að Napóleon hafi tapað enn fleiri mönnum í orustunni. Þolinmæði Napóleons var nú á þrot- um. Eftir orustuna við Smolensk héldu Napóleon i Kreml. Þa'ðan horfði hann á Moskvu brenna. 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.