Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 17
Magnússon þessa gamanvísu, sem þó fylgir nokkur alvara: Seyðisfjörður verður bráðum bær, fallera. byggð hans þegar vexti sínum nær, fallera. Þá er horfið allt hans stríð og eymd, fallera. og aldrei verður frægð hanfc síðar gleymd, fallera. ' 1. etta er ort á blómaskeiði Seyð- isfjarðar um aldamótin og enn heldur staðurinn áfram að vaxa. Þar er gerð vatnsveita, þangað kemur Landssíminn 1906 og þar er byggð rafveita 1913. En fljótt tekur þó að brydda á stöðnun. — Fólki fjölgar ekki mikið upp úr alda- mótunum og á fyrstu árum þessarar aldar má segja að fólksfjölgun stöðv- ist þar alveg. Þessu var að kenna afla- brestur, bæði á síld og þorskveiðum. Ennfremur minnkandi verzlun við Fljótsdalshérað, sem að miklu leyti fluttist til Reyðarfjarðar, með tilkomu Fagradalsbrautarinnar 1909. Og nú má gera langa sögu stutta. Auð- vitað tók Seyðisfjörður nokkurn fjör- kipp á stríðsárunum síðari eins og flest önnur byggðarlög á landi hér, en ekki þá hvað sízt fyrir það hve Seyðisfjarð- arhöfn er frábærlega góð. Þá voru enn gerðar nokkrar tilraunir til að bæta at- hafnalíf Seyðfirðinga, togari er keypt- ur, frystihús reist og fleira unnið staðn- um til hagsbóta. En þetta nægði þó ekki til að verulegur fjörkippur kæmi í at- hafnalíf á Seyðisfirði. VI. Nú fyrir nokkrum árum, er hins vegar að færast nýtt líf í Seyðisfjörð. Kemur þetta fyrst og fremst til af því að sildin, Norðurlandssíldin okkar svo- nefnda, hefur fært sig austur fyrir landið, og hefur sl. 2—3 ár veiðst að miklum mun meira magni fyrir austan Langanes en áður var. Nú er svo kom- ið að reknar voru sl. sumar 7 síldar- söltunarstöðvar á Seyðisfirði. Og a.m.k. S þeirra voru reistar sl. vor og reknar í fyrsta skipti sl. sumar. f ið skulum til fróðleiks hitta yngsta síldarsaltandann á staðnum og biðja hann að segja okkur örlítið frá sinni tilvist þar í firðinum. Við hittum Vilhjálm Ingvarsson, framkvæmdastjóra söltunarstöðvarinnar Sunnuver. Söltun- arstöð hans hefur risið á ótrúlega skömmum tíma í hlíðinni undir fjallinu Bjólfi. f fyrravor komu fjórir menn hinn 14. apríl og hófu byggingu þessarar stöðvar. Þá var ekkert undirlendi þarna, aðeins brött brekkan í sjó fram. Byrjað var þegar að grafa og ýta fram landi. Síðan var hafizt handa um byggingu tveggja húsa, annað var íveruhús, mötu- neyti og skrifstofur. Er það hús 440 ferm. á einni hæð. Hitt húsið er 300 ferm. vinnsluhús, byggt úr strengja- steypu og mun vera fyrsta húsið af þeirri gerð, sem reist er á Austurlandi. í íbúðarhúsinu eru vistarverur fyrir 85 •—90 manns. Þessi söltunarstöð byggði í sumar fyrst og fremst á aðkomufólki. Á planinu sjálfu voru bjóð fyrir 60—70 stúlkur og hægurinn hjá var að bæta við. Bryggjan er 600 ferm. að stærð. Fyrri hluta sumars hafði Vilhjálmur 7 —8 smiði í vinnu hjá sér og það tók ekki nema rúman mánuð að byggja stærra húsið ofan á plötuna og innrétta fyrir íbúðir. Strengjasteypuhúsið var reist á einum degi og steypuverkið við það tók eina viku. í upphafi var áætl- •ð að allar byggingar á þessari síldar- söltunarstöð yrðu úr strengjasteypu en frá því ráði var horfið, þar sem flutn- ingar á efninu höfðu reynzt geysidýrir, •vo og að ekki voru tæki til á Seyðis- firði til að taka á móti hinum þungu stykkjum, sem til strengjasteypuhús- anna þarf. Þyngsta stykkið sem notað var í vinnsluhúsið á planinu er hvorki meira né minna en 3,8 tonn. ri eldri, og lítið eitt innar í firð- inum, að vestan er söltunarstöðin Haf- aldan, stórt og glæsilegt fyrirtæki, sem Sveinn Benediktsson reisti frá grunni á mjög skömmum tíma. Austan megin fjarðarins er stærsta söltunarstöðin, Ströndin, sem er hlutafélag, eign nokk- urra Seyðfirðinga. Þá hefur og Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður á Akur- eyri, söltunarstöð þar og Einar Guð- finnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, er nýlega búinn að reisa sér söltunar- stöð. Ennfremur rak fyrirtækið Borgir h.f. söltunarstöð á Seyðisfirði í sumar, svo og Baldur Guðmundsson, útgerðar- maður í Reykjavík o. fl. söltunarstöð- ina Sókn. Allar söltunarstöðvarn- ar, að undanskilinni Ströndinni h.f., eru þarna nýjar af nálinni, sú elzta tveggja ára en hinar allar reistar í sumar. Allt bendir til að ný síldaralda sé að rísa yfir Seyðisfjörð. Vonandi er að í kjölfar hennar.fylgi blómlegt athafna- og menningarlíf, svo sem var fyrir síð- ustu aldamót. Ógetið er í þessu sam- bandi að endurbyggð var síldarverk- smiðjan á Seyðisfirði sl. sumar og veitti ekki af. Af fyrirtækjum þeim, sem rekin eru á Seyðisfirði, má nefna Vélsmiðju Seyð- isfjarðar, sem frá því um aldamót hefir verið rekin með miklum myndarbrag og annaðist hún lengi um allar skipavið- gerðir á Austfjörðum og rak dráttar- braut á staðnum. Vélsmiðjan Stál er tiltölulega ungt fyrirtæki en rekið af miklum krafti og nýtur trausts viða um land, enda tekur það að sér stórverkefni utan Seyðis- fjarðar. Skipasmíðastöð Austfjarða er gamalt og gróið fyrirtæki. Fiskiðjuver er ný- legt fyrirtæki, sem bundnar eru vonir við, ef útgerð nær að blómgast þar eystra með auk.inni fiskigengd. Ekki er að efa að í kjölfar fjölgunar fyrirtækja og aukinnar velgengni á Seyðisfjörður vissulega góða framtíð fyrir sér. Einn galli er þó samfara þessum miklu framkvæmdum. Bæjarfélagið sjálft er á eftir með framkvæmdir sem þurfa að Framihald á bls. 46 ELLIÐAÁRNAR Framhald af bls. 38 gáf u ýmsum veiðistöðum við árnar nöfn, og sumir hyljirnir voru skírðir eft- ir þeim, enda þeir fyrstir til að koma auga á þá sem sérstaka veiðistaði. Siðasta sumarið, sem Crossfield dvald- ist hér, var hann hér aðeins fram í júlí- mánuð, en hvarf svo heim. Þá kom hing- að bróðir hans, Crossfield eldri. Hann mun hafa verið einkar laginn veiðimað- ur, og það var hann, sem náði einu sinni 40 laxa dagveiði, og stóð það met fram til ársins 1919. Þá laxa dró hann alla á mjög stuttu svæði í ánni, eða frá efri veiðihúsunum og niður að stað, sem þá gekk undir nafninu „Sky-Pilot“, en heit- ir nú Svuntufóss. E nglendingarnir veiddu aðallega á efra veiðisvæðinu, og á svæðinu frá efra veiðihúsinu niður undir Svuntu- foss. Síðan kom svæði, þar sem þeir renndu sjaldan, þ.e.a.s. frá Svuntufossi niður undir „The Pot“ eða Skáfossa. Þar fyrir neðan voru aðalveiðistaðirnir „Ratholes", þ.e. Hólmahlein, „Island Pool“, rétt fyrir ofan spennistöð Sogs- virkjunarinnar (honum mun ekki hafa verið gefið ísl. nafn), og „Sauce Pan“, þ.e. Kerið. „Corner Foss", þ.e. Ullarfoss, og „Pete’s Pool“ sem nú er Efri- og Neðri Móhylur. Þá veiddu þeir einnig í „Sea Foss“, Sjávarfossi, en sjaldan þar fyrir neðan, nema sjóbirting á haustin í „Kitchen Pool“, Eldhúshyl. 1914 var tekið fyrir laxveiðar Eng- lendinganna. Þá skall styrjöldin á, og árinu eftir að henni lauk, var fullákveð- ið að reisa rafmagnsstöðina. Stangaveið- ar héldu þó áfram í ánum, en ekki var þó um jafn góða veiði að ræða eftir að framkvæmdir við hana hófust, og verið hafði áratugina á undan. Ein fyrsta framkvæmd vegna raf- magnsstöðvarir.nar var stíflugerð, sem leiða átti í ljós, hvort hraunbotninn í ánni héldi uppistöðuvatni. Við það þorn- aði neðri hluti ánna. Var það 1919, og þá mátti tína laxinn í þurrum farvegin- um. Var það fyrsta truflunin, sem af virkjuninni hlauzt. \ næstu tveimur árum var stíflan hjá Árbæ gerð. í fyrstu náði hún ekki þvert yfir, og komst laxinn enn um sinn hjálparlaust upp á efra svæðið. Hins vegar hlauzt þó truflun á laxagöngum af þeirri stíflugerð. 1929 var stíflugerðinni lokið að fullu, og farveginum þar með lokað fyrir laxa- göngum. Á því stigi málsins var rætt um að koma upp laxastiga, þótt ekki yrði af því. Þá var horfið að því ráði, að taka göngulaxinn í kistur og flytja hann landleiðina í vatnskössum á efra svæð- ið, þar sem honum var hleypt lausum. Var laxinum einkum sleppt á horn- inu við Fjárhúshyl og í Neðri-Sporðhyl. Þótt lítill vafi leiki á því, að reynt hafi verið eftir fremsta megni að fara eins vel með laxinn og hægt var, þá skadd- aðist þó margur fiskurinn í þessum flutningum. Var ekki óalgengt að sjá hálfroðfletta laxa á grunnvatni, sérstak- lega neðst í Fjárhúshyl, þar sem efra veiðisvæðinu var lokað með rimlagirð- ingu, til að koma í veg fyrir, að laxinn hrektist niður í lónið fyrir ofan stífl- una. Þá kom það einnig fyrir, að fiskar drápust eftir flutningana og rak upp á eyrina, sem kvíslar hylnum neðst. S ú breyting hefur nú orðið á, að hætt er að flytja laxinn, eins og gert var áður. Gengur hann nú af sjálfsdáð- um upp árnar. Hins vegar fer hann um teljara á leið sinni, og hefur þannig ver- ið hægt að fyigjast með laxagöngunni, þótt flutningunum hafi verið hætt. Af þeim skýrslum, sem fyrir liggja, og birtar eru í Sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sést, að veiðinni hrakaði mjög eftir að stíflan var fullgerð. Árin 1926 og 1927 er veiðin á 18. hundrað laxa hvort árið, en 1931 er hún komin niður í 765 laxa, og fór enn minnkandi á næstu árum, þótt áraskipti væru að henni. Þannig veiddust aðeins tæpir 400 laxar hvort árið 1937 og 1938. Það, sem bjargaði þó laxastofninum í Elliðaánum, var klakið. 1925 fól bæjar- stjórn Rafveitunni alla yfirumsjón með laxveiðinni. Þá þótti það orðið sýnt, að laxastofninum í ánum myndi hætta bú- in, ef ekki yrði gert eitthvað til að vernda hann. Þá var horfið að því ráði að kaupa árlega 100 þús. seyði og sleppa þeim í árnar. 1932 lét Rafveitan sjálf reisa klakhús við efra veiðisvæðið. Hef- ur klak verið rekið þar síðan. Meiri hluti seyðanna hefur verið seldur, en um 150—500 þús. seyðum verið sleppt í Elliðaárnar á hverju vori. Fyrstu árin voru menn hræddir um, að klakið ætlaði ekki að nægja. Sérstaklega óttuðust menn það 1937 (sjá hér að framan). Það ár mátti ein- mitt búast við árangri af fyrsta klak- inu, sem keypt hafði verið. Klakið, sem keypt var, kom frá Alviðru, og virðist, sem það hafi ekki blessazt. Árangurs því var að vænta á árunum 1929—1936, en þá fór veiðin lengst niður á við. 1939 fór að gæta áhrifa af heimaklakinu, og þá brá til hins betra og stofninum þar með bjargað. — Sá ótti reynd- ist þó ástæðulaus og flest síðari ár hefur veiðin verið á annað þús. laxar á hverju sumri, þótt einstaka ár hafi veið- in verið talsvert lakari, sbr. veiðina í áir og í fyrra. Eins og áður segir, þá getur nú laxinn gengið á efra veiðisvæði Elliðaánna hjálparlaust. Breytingin var gerð 1960. Gengur laxinn nú um suðurbotnsrás Árbæjarstíflunnar og upp fyrir Árbæj- arlón, eins og var fyrstu árin eftir að rafmangsstöðin var tekin í notkun, og áður en tíflan var stækkuð 1929. Þótt lónið sé nú aðeins í norðurkvísl- inni, er hægt að starfrækja stöðina að nokkru leyti jafnframt, meðan heildar- vatnsrennsli leyfir, að nóg vatn verði til göngunnar. x kafla um Elliðaárnar í áður- nefndu riti Rafmagnsveitunnar, segir meðal annars: „Atvinnudeild Háskólans rannsakaði laxagöngur undir stjórn Árna Friðriks- sonar, fiskifræðings, á árunum 1937—39 og gaf út skýrslu um þær rannsóknir 1940. Er þar komizt að þeirri niður- stöðu, að klakið í Elliðaánum hafi við- haldið stofninum í ánum, sem ella hefði mátt búast við að myndi hverfa með vaxandi orkuvinnslu11. Þá segir ennfremur: „Allt vatnsrennsli í Elliðaánum i 4 sumarmánuði svarar að meðaltali til 2.8 millj. kwst. Væri hægt að gera ráð fyrir að nýta mætti helming þess, eða 1.4 millj. kwst. væri það 280.- 000 kr. virði miðað við 20 aura verð á kwst.-----Meðal laxaganga á ári hefur verið 3234 laxar á árunum 1936—1952. Sé meðalþungi þeirra talinn 2.45 kg., svarar það til 7923 kg. og reiknað á 40 kr. hvert kg., er verðmæti göngunnar 316.920 kr. Sé nýtt af þessari göngu 60%, nemur árlegt verðmæti hennar um 200.000 kr. eða yfir 70% af því, sem meðal orkuvinnsla gæti gefið. Nú má gera ráð fyrir, að með eldis- stöð við árnar megi auka gönguna að miklum mun, og þar sem ekki er hægt að hafa nema takmarkaða tölu af laxi varanlega í ánum, verður að nýta aukna laxagöngu mun betur en litla. Má því gera ráð fyrir, að með auknu fiskeldi megi hafa mun meiri tekjur af Elliða- ánum 4 sumarmánuði til laxveiða, en til orkuvinnslu. Orkuvinnsla á 8 vetrar- mánuðum þarf ekki að valda laxinum erfiðleikum, frekar en verið hefur. Þarf aðeins að sjá um, að hann komist niður til sjávar einhvern tíma að lokinni hrygningu". Þ ess er skylt að geta hér, að sá, sem staðið hefur öðrum fremur að þeim framkvæmdum, sem bjargað hafa laxa- stofninum í Elliðaánum, er Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri. Hefur hann sýnt mikinn skilning á þessum málum, allt frá upphafi. E ins og sjá má, þá hefur á ýmsu gengið með Elliðaárnar, og verður það í raun og veru að teljast hrein furða að Elliðaárnar skuli enn vera sú veiðiá, sem raun ber vitni. Þær verða enn að teljast bezta veiðiá landsins, sinnar stærðar. Ef til vill kemur sá dagur aftur, að Elliðaár- laxinn fær óhindraður að ganga um sín fyrri hrygningarsvæði, í Elliðavatni og ofar. Með auknu fiskeldi og skynsam- legum veiðiaðferðum má jafnvel láta sig dreyma um, að þær verði aftur ein bezta veiðiá álfunnar, — á, sem Reyk- víkingar og allir veiðimenn geta verið stoltir af. j Ásgeir Ingólfsson \ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.