Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 12
Neðra veiðisvæðið NEÐRA VEIÐISVÆÐIÐ: íslenzku örnefnin, sem Einar Guðbrandsson safnaði í febrúar 1961: 1) Nautavað. 2) Þrengsli (Hraunhorn). 3) Breið- holtsfoss (Þrengslafoss). 4) Tíkar- breiða. 5) Selásfoss 6) Hundastein- ar. 7) Agðir. 8) Blásteinshyiur 9) Fjárhúshylur. 10) Fjárhús- hylur neðri. 11) Hálsinn. 12) Árbæjar (fljót) breiðan. 13) Árbæj arf lj ót (lygnan). 14) Svuntu- foss (Kerlingarfoss). 15) Ullarfoss. 16) Kerlingarflúðir. 17) Selfoss. 18) Ullarkrókur. 19) Þrepin. 20) Seiðket- ill. (21) Helluvaðspyttur. 22) Hellu- vað. 23) Kermóafoss. 24) Skádöossar. 25) Hólmahlein (Rottuholur). 26) NOKKUR ORÐ UM RÁNYRKJU í EINNI BÉZTU VEIÐÍÁ EVRÓPU - OG ÞAÐ SEM SÍÐAR VAR GERT TIL AÐ BJARGA LAXASTOFNINUM Elliðaárnar voru í landnámi Ingólfs Arnarsonar, og munu alla tíð hafa talizt mikil hlunnindi. Fátt segir af því, á hvern hátt fornmenn veiddu lax, en tal- ið er, að þeir hafi veitt í net undir foss- um, og látið net reka undan straumi. Þá er ekki ólíklegt, að þeir hafi stíflað árnar og tekið laxinn á þurru, eins og gert var löngu síðar, og kallað var „að gera í ár“. Fátt er til af frásögnum um árnar, fyrr en kemur fram á öldina, sem leið. Þó er ljóst af máldaga frá 1235, að þá hafa bæði Laugarneskirkja og klaustrið E lliðaárnar hafa verið nefndar „gimsteinn Reykjavíkur“, og víst er, að þær eru ekki margar höfuðborg- ir heims, sem státað geta af því að eiga góða, oft afbragðsgóða laxá að- eins stuttan spöl frá miðbiki borg- arinnar. Að vísu segja þeir, sem þekktu Elliðaárnar fyrr á þessari öld, og veiddu í þeim þá, að þær séu nú aðeins svipur hjá sjón. Rétt er það, að síðari ár hefur lax- veiðin oft verið mun lakari, en þeg- ar hún var bezt. Það var t.d. algengt fyrr á árum, að stangaveiðin yfir sumarið væri langt á 2. þús. lax- ar, og a.m.k. þrjú ár, sem skýrslur liggja fyrir um, hefur hún komizt upp í á 18. hundrað. Undanfarin ár hefur hún verið mun minni, yfirleitt. Þannig veiddust 850 laxar í Elliða- ánum í sumar, sem leið, og um 740 laxar árið á undan. Einstaka ár á sl. áratug hefur veiðin þó verið mjög góð, t.d. 1952, er 1511 laxar veidd- ust. Um tíma leit helzt út fyrir, að veiðin í Elliðaánum myndi alveg hverfa. Svo fór þó elcki, sem betur fer, og má það þakka áhuga og um- hyggju ýmissa stangaveiðimanna, svo og framtaki nokkurra opin- berra starfsmanna, sem ætíð hafa látið sér annt um árnar. Nú síðustu árin hafa skilyrði til laxa- göngu í Elliðaánum batnað aftur, er lax- inn fær nú að ganga óhindraður upp á efra veiðisvæðið, en um árabil var hann fluttur þangað af neðra svæðinu, fram hjá stíflunni, eftir að hafa verið tekinn í kistu. Er það vel, að eðlileg skilyrði skuli nú hafá skapazt aftur fyrir laxagöngu í Elliðaánum, ánum, sem eitt sinn voru taldar ein bezta veiðiáin á öllum Norð- urlöndum og jafnvel í Evrópu. Skal hér nú farið nokkrum orðum um sögu Eiliðaánna, en aðeins stiklað á stóru.* Elliðaárnar munu kenndar við „Elliða“, skip Ketilbjarnar hins gamla á Mosfelli. Hann fluttist á skipi þessu til íslands, og „kom í Elliðaárós“, segir Landnámu. Ketilbjörn tók sér veturvist á Skeggja- stöðum í Mosfellssveit, en hélt árið eftir austur yfir heiði. ♦Stuðzt er við frásagnir í „Veiði- manninum", hefti nr. 48 og 57, auk þess Sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, 1961, og grein Árna Óla í Lesbók Mbl., 25. nóvember 1951. ■mmm^mmmmmmmim 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.