Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 23
HORFNIRTÍ Eyjamenn launubu presta sma meb fiskat'iund Eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bœiarfógeta M, ■ essugjörðin í Landakirkju þótti hátíðleg mjög, þegar báðir Eyjaprestarnir þjónuðu, annar steig í stólinn og predikaði, en hinn tónaði og talaði fyrir altari, í þessari miklu og fögru gömlu steinkirkju, sem er aðeins yngri en Hóladómkirkja og eldri en Bessa- staðakirkja, og sem kunnugt er, frá- bærlega vel búin að dýrmætum kirkjugripum. Fór mikið orð hér af, bæði utan sveit- ar og innan, svo að merkur maður norð- lenzkur, er hingað kom og var við messu í Landakdrkju hjá þeim frændun- um, séra Páli Jónssyni skáldi og séra Jóni Austmann, hafði látið svo um mælt að aldrei hefði hann hlýtt tilkomumeiri messugjörð í nokkurri kirikju en í þetta skipti. Þessir prestar voru síðustu sóknar- prestarnir, er hér þjónuðu samtímis, en tveir prestar höfðu verið hér frá tfyrstu tíð, en Kirfkjubæjarprestakall var sameinað Ofanleitisprestakalli 1837 og þjónaði einin prestur bver af öðrum síð- en í Vestmannaeyjum í meira en hundr- að ár og þar til atftur varð að lög- um að þar skyldu tveir prestar þjóna. Það var gömui þjóðtrú, að álifaklenk- urinn í Súlnaskeri kæmi róandi á stein- nökkva í heimsókn til Ofanleitisprests é gamlárskvöld. Til þess bendir vísan: „Prestur Skers um ránar reiti rær oft upp að Ofanleiti Nóttina fyrir nýárið. Það er líka satt að segja sóknarprestur Vestmannaeyja höiklalbúlka hýrt tók við stofuna til staupa benti steinnökkvann í vík sem lenti nóttina fyrir nýárið“ "estmannaeyingar reistu hina elztu Landakirkju sína, veglega timburkirkju, á Fornu-ilöndum árið 1575, sem sókn- arkirkju fyrir bæði prestaköllin. Þessi kirkja stóð þar til ræningjarnir brenndu Ihana til ösku í Tyrkjaráninu 1627. Gömlu kirkjunum á Kirkjubæ og Ofan- íleiti var haldið við sem bænhúisuim lengi. I bænhúsinu á Kirkjubæ var séra Jón Þorsteinsson píslarvottur, en Tyrkir drápu 1627. Fannst legsteinn hans um 300 árum síðar. I bænhúsunum fóru fram föstu- messur á miðvikudögum á föstunni og var dagurinn tekinn mjög snemma vegna sjómannanna, svo að þeir kæmust sem tfyrst á sjóinn að afstaðinni messugjörð, sem venja var að sjómenn sóttu og mættu skipshafnir oft í fullum sjóklæð- um, svo að sem minnst töf yrði. Sagt er að menn haifi hafit trú á því að rækja bæri þessar helgu tiðir ekki síð- ur en aðrar, ef vel ætti að fara. Hér skal sögð ein saga frá tíð séra Páls. Hann hafði og þeir prestarnir báð- ir haldið vel utan að sinni hjörð. Einu sinni sem oftar er séra Páll hélt föstu- messu í bænhúsinu á Kirkjubæ mjög snemma morguns og allir sjómenn þar ef bæjunum viðstaddir og margir í sjó- íklæðum, búnir til róðurs, þá sáu menn, er gemgið var út, að bátur réri fyrir Klettsnef og hafði formaður metið meira að verða fyrstur á sjóinn en Ihlýða messu. Þekkitist báturinn þegar og sagði séra Páll, er bann kom auga á bátinn, sem var úr Landeyjum og formaður hans, eithvað á þessa leið, hvar hann Nói, svo hét báturinn, myndi staddur um þetta leyti að ári. Óttuðust margir þessi orð átovæðaskálds ins. Það kom og fram, bátinn braut í lendingu við Landeyjasand um vor- ið og kom hanm aldrei á sjó framar, en full mannbjörg varð. Tandbæfi eigi lítið þótti vera á því að haifa hér einn prest og allur al- menningur því mjög mótfallinn, en þetta var sparnaðarráðstöfun stjórnar- valdanna til þess að þurfa síður að bæta upp launin ef afli brygðist. Höfðu Eyjamenn sjáltfir launað presta sína með presta- eða fiskatíundinni. Gilti það launafyrirtoomulag, er var mjög gamalt, tfyrir Vestmannaeyjar einar. Launin fóru eftir árferðinu og gátu stundum orðið mjög lág, svo full ástæða var að hlaupa undir bagga og var það venju- legast gjört með þeim hætti, að kon- ungur létti á sínum % hluta af tiund- inni, sem hann hafði náð undir sig. Tíundin var einn skipslhlutur af hverju Eyjaskipi, er til fiskjar gekk, í fyrstu tíundi hver fiskur í fjöru. Tíundin gat komizt hátt þegar vel fiskaðist. Meðal- tal á hinum góðu aflaárum um mið- bik síðustu aldar, var t.d. langt yfir meðallag, á 10 ára tímabili. Hæst 1855 í tíð séra Jóns Austmanns, 10,560 — tíu þúsund fimm hundruð og sextíu — fiskar og brauðið þá talið með þeim tekjumestu hér á landi. Menn óttuð- ust, er hér væri einn prestur, að svo gæti farið við dauða hans, að eigi næð- ist þegar í presit atf landi til að veita prestlega þjónustu og skeð gæti og að fleiri lík stæðu uppi. Þegar séra Jón Austmann dó 1858, þurfti engan kvíð- boga að bera í þessu efni, þvi að hann hafði aðstoðarprest, sem jarðsöng gamla prestinn. En séra Jón haíði orðið fyrir því einstæða ofbeldi, að honum var af stjórnarvöldum bannað að taka sæti á fyrsta Alþingi fslendinga 1845 sem kjör- inm fulltrúi Vestmannaeyinga, atf þvi Vestmannaeyingar mæittu ek'ki vera prestlausir meðan séra Jón ætti sæti á þingi. Þannig kom prestleysið niður á honum.* *Sjá stutta athugasemd hér um frá S. J. við grein um fyrstu þingmenn Keykjavík- ur í Leshók Morgunblaösins. í Alþingis- mannatali er þessa eigi getið svo sem vera bar, því hefði réttilega veriö haldið á þessum málum eftir ástæðum, áttu eyja- menn aö hafa eiun þingmann. r3 éra Brynjólfur Jónsson dó 14. nóv. 1884 og var þá enginn prestur til að jarðsyngja hann og varð hin lög- boðna útför að frestast þar til náðist í prest atf landi um það bil mánuði síð- ar. Líkið var staursett, tekin grötf og kistan flutt í hana og ausin mold að notokru og flutt bæn af héraðslætoni og stutt tala við þetta tækifæri. Þegar prest ur kom jarðsöng hann, flutti ræðu og kastaði rekunum ofan á kistuna í farið sem myndaðist er staurinn, sem rekinn hafði verið niður í moldina var tekinn upp. Með sama hætti mun hafa sæti fyrir embséttismenn eyjanna, kaup- menn og fólk þeirra, og voru þau sæti dýrust. K< Legsteinn séra Jóns Þorsteinssonar, píslarvotts, sem drepinn var í Tyrkja- ráninu 1627. Séra Jón var grafinn í bænahúsinu á Kirkjubæ. Hann var lang- afi Jóns biskups Vídalíns. verið staðið að við útför séra Stefiáns Tlhordarsens, er andaðist 3. apríl 1889, jarðsunginn um það bil mánuði seinna. Fylgt var hinum gömlu kirikjusiðum við messugjörðir, fólkið hópaði sig und- ir kirkjuvegg, kvenfólk sér og fyrir sig, eins og tíðkaðist í sveitum landsins og hélt uppi samræðum. Undir samhring- ingu, báðum kirikjuklukkunum, sú eldri frá 1619 hringt, var venja að fólk gengi í kirkju og til sætis áður en tekið var til. Þóttu glöp að ganga inn kirkjugólf- ið meðan prestur tónaði. Ýmisir sénsiðir héldust við hér og þeim fylgt vel lengi, en erfitt að forða mörgu frá röskun á seinni tímum. •Tlllir kórbæindur og aðrir, sem í kórnum sátu, norður- og austurkórn- um, báðum megin við altarið, en yfir því var prédikunarstóllinn í seinni tíð, fyrir miðju altari, risu upp í sætum sínurn og stóðu lútandi höfði, með mik- illi andagt, meðan prestur gekk frá altari upp í stólinn, sama endurtók sig, er prestur steig niður úr stólnum. Þessi fiagri siður helzt við ennþá og mun haldast, og það þótt bændur séu nú ekki orðnir einir um kórsætin lengur, því oft ber það við að húsfreyjur nú á dögum, trauðla samt þær eldri inn- fæddu hér, fylgi bændum sínum í kór á venjulegum messudögum og sitja þar við hlið þeirra, og etoki neitt athuigavert við það. En fyrir 20—30 ár- um var kaupstaðurinn þá orðinn all- mannmargur, hetfði sóknarfólkið ekki litið þetta hýru auga og þótt sem hagg- að væri gömlum og hefðbundnum sið- venjum. Og sama er að segja um það, þagar karlmenin bættu sér í kvenna- sætin. Fyrir mjög löngu voru lögfest ákvæði varðandi greiðslur fyrir stólsæti í kirkj- unni aknennt. í innri stólunum niðri í ikirkjunni fram af altarinu og kónnum þar sem bændur sátu, skipuðu húsfreyj- ur kórbændanna sér niður og guldu fyrir sætin smáþóiknun í eitt skipti fyr- ir öll, Þessi sætaskipun hélzt lengi og 'héldu konurnar fast í hana, þótti virð- ing að ráða ytfir fleiri sætum og geta látiS börn sin og vinnustúlkur sitja hjá sér. Þess voru dæmi að fió'lk sem flutti til Ameríku, um annan fólksflutning var sjaldan að ræða héðan úr Eyjum, seldi vinum sínum kirkjusæti sín og mátti sá, er við tók helzt eigi vera rýrari að virðingu, svo eigi hlytust af kritur. Uppi á miðlotftinu voru stúku- konur heldri bænda og nefndar- manna sátu innst í kvennasætunum í framkirkjunni og hafði svo verið lengi og amaðist enginn við, og hélzt svo fram um aldamót að mestu. Engum dugði að bæta sér niður í þessi sæti án heimildar og hlaut að víkja, er sú rétta kom. Innsta sætið hægra megin í framkirkjunni átti lengi Kristín Ein- arsdóttir í Nýjabæ með Ólafshúsum, mesta efnakona hér, etokja eftir al- þingismennina Magnús stúdent Aust- mann, er dó 1859, og Þorstein Jóns- son aiþingismann, er lézt á Aliþingi sumarið 1886. Kristín var systir Árna hreppstjóra og alþingismanns á Vilborg- arstöðum. Faldbúningur (gamla skaut- ið) Kristínar Einarsdóttur húsfreyju er nú á þjóðminjasafni. Innsta sæti átti fyrr próventukona þeirra hjóna, Kristínar og fyrra manns hennar Magnúsar, Rakel Bjarnhéðins- dóttir. Eva dóttir séra Páls átti lengi sæti innarlega, maður hennar var for- söngvari í Landakirkju. Jón Samúelsson, ættaður úr Barðastrandarsýslu. Á efista lofti, ‘haustmannaloftinu svo- kallaða, er var yfir söngpallinum, áttu vermenn af landi sæti. Formenn og heldri bændur af landi fengu að sitja í kór, ef sæti var til. Sætisgjald ver- manna til Landakirkju var einn fisk- ur tfyrir vertíðina af hverjum útróðrar- manni. Slíkra gjalda er getið víðar, t.d. var vermönnum skylt að greiða til Hvalsneskirkju og Útskálakirkju sætagjald. Kirkjan á Einarslóni á Snæ- fiellsnesi átti rétt á að fá einn fisk af hverjum útróðrarmanni í Einarslóni og Dritví'k. Formenn af landi báru ábyrgð á því að hásetar þeirra, er sæti áttu á haust- mannaloftinu, gyldu sætagjaldið, en tregða var oft á því, og umkvartanit miklar ytfir að þurfa að greiða prests- fiskinn svokallaða upp í prestatóund- ina, sem skylt var að greiða atf land- skipum, % hlut af hverju landskipi, er héðan gekk. Með dómum og úrskurð- um, sem gengu prestunum í vil, færð- ist tíundin í aukana, goldið skyldi og etf trosfiski einnig utan vertíðar og af afila á fjögra- og tveggjamannatförum og af hákarli. Prestarnir kröfðust og greiðslu af þilskipum, sem þeim bar, en stjórnarvöldin neituðu. B 1 reytingar varðandi fiskatíundina til prests og kirkju, tilkynntu prestarn- ir sjálfir í kirkjunni. Til siðs var að birta við kirkjudyr að aflokinni messu auglýsingar fyrir almenning. Ef jörð losnaði hér úr á'búð lýsti hreppstjóri því við kirkju og stundum var lýst laus- um jarðaábúðum í nærsveitum á landi. Uppboð á fasteignum hér og á landi voru birt venjulega þrjá messudaga í röð við Landakirkju og einnig stranda- uppboð. Breytingar, á: greiðslu sýslu- manns fisksins, salarii — eða hundr- aðsfisksins, sem var laun sýslumanns 1-2 fiskar af hundraði, af öllum skipum, las yfirvald upp við kirkju. Auk gjaldanna fyrir stólsætin, sem greidd voru bæði af Eyjamönnum sjálf- um og vermönnum af landi, var ákveð- ið sérstakt fiskgjald til kirkjunnar, kirkj ufiskurinn, „einn góðan fisk af hverjum báti“, segir í kirkjusamþytokt- inni frá 1606, „sem gengur úr Eyjunum til róðra, ef til skipta kemur 1 fiskur eða meira í hlut. Gjald þetta er mun vera eldra að uppruna, var síðan látið ná til báta, er gengu utan vertíðar. Héldust þessi gjöld fram á næstsíðasta tug 19. aldar, ásamt ýmsum öðrum á- kvæðum um tíundir og skatta, sem frá fornu eingöngu höfðu gilt fyrir Vest- mannaeyjar. Sigfús M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeti 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.