Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 20
 ■ Ífiíí-S ■ :"- 'x:: . jxjý.-XwvN-Xv*------- ííS*Wx/-íx? Fyrirsetlanir mSnar hoíSu tekið mörgum breytingum. Skáldskaparáhuginn entist mér það lengi að ég las verk eftir flest þau skáld, sem ortu á enska tungu og skáldverk á tveimur eða þremur öðrum tungumálum. Ég orti meir að segja nokk- ur kvaeði, sem birt voru í háskólatíma- ritum. Frá skáldskapnum beindist hugur hans að líffræði og seinna að mannfræði. Ákvað hann að stefna að því að stunda mannfræði-rannsóknir í Afríku. í þessu skyni hóf hann nám við guðfræðideild Harvardháskóla veturinn 1903—4, og síð- an framhaldsnám í mannfræði við Har- vard til ársins 1906. Fékk hann styrk til náms, en vann auk þess fyrir sér sem blaðamaður. I aðalstöðvum kanadíska leiðangursins veturinn 1913—14. Á myndinni eru, talið frá vinstri: John R. Cox, Kenn- / eth G. Chipman, Vilhjálmur Stefánsson og Daniel W. Blue. Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður „CANDKONNUÐURINN og vísinda- maðurinn Vilhjálmur Stefánsson lézt í dag í Hanover, New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum“. Þannig hljóðaði frétta- tilkynning, sem flestar fréttastofur heims sendu frá sér sunnudaginn 26. ágúst sl, Og skömmu seinna sama dag birtu frétta stofurnar æviágrip þessa merka Vestur- íslendings, sem um margra ára skeið vann aö rannsóknum á Norður-heims- skautssvæðinu, skrifaði fjölda bóka um rannsóknir sínar, og safnaði mesta bóka og minjasafni um heimsskautssvæðin, sem til er. Þótt einkennilegt megi virðast, kom Vilhjálmur Stefánsson aldrei á sjálfan Norðurpólinn á ferðum sínum. En ástæð una fyrir þessu gaf hann sjálfur, ef ein- hver spurði. „Nei,“ svaraði hann, „ég er vísindamaður, ekki skemmtiferða- maður“. „FRÁBRU GÐINN LANDKÖNNUÐUR“. Þegar Vilhjálmur Stefánsson varð átt- ræður, sagði stórblaðið The New York Times í ritstjórnargrein um hann: — Stefánsson var frábrugðinn landkönnuð- ur . . . . Áhugi hans á þessum málum (guðfræði og mannfræði) og öðrum skyldum málum greindi starf hans frá störfum annarra manna, sem aðeins leit- uöust eftir að aka sleðum lengra norður eða lengra suður en nokkur annar. Af- leiðingin er sú að hann er ef til vill þekktari fyrir það, sem hann hefur rit- að um Norður heimsskautssvæðið, en fyrir það, sem hann afrekaði þar. Hann birtist sem vísindamaðurinn, umkringd- ur af hinu mikla safni sínu af heims- skautabókmenntum í Baker bókasafninu við Dartmouth háskóla, og aðstoðar há- skólann við að senda frá sér ýmsa af beztu, ungu heimsskautasérfræðingum landsins“. Fregnin um lát Vilhjálms Stefánssonar var forsíðuefni blaða um Bandarikin, og kepptust vísindamenn, stjórnmálamenn og prófessorar um að lofa minningu hans, og rekja sögu hans allt frá fæðingu, árið 1879, til síðustu 15 áranna, þegar hann starfaði sem ráðgjafi og forstöðumaður við safn það, er ber nafn hans, „Stefans- son Collection on the Polar Regions“ við Dartmouth háskóla. KÚREKI f „VILTA VESTRINU“. Vilhjálmur fæddist í Arnes (Árnesi), Manitobaríki í Kanada 3. nóvember 1.879, sonur hjónanna Jóhanns Stefánssonar og Ingibjörgu Jóhannesdóttur, sem flutzt höfðu til Kanada frá íslandi. Átján mánuðum seinna fluttist fjölskylda hans til Bandaríkjanna, og settist að á ný- býli í Dakota. Þar bjó Vilhjálmur þar til hann var um fermingu, en þá lézt faðir hans og jörðin var seld. Næstu fjögur árin vann Vilhjálmur sem kúreki í „Vilta vestrinu“, en 18 ára stofnaði hann ásamt fjórum jafnöldrum sínum, eigin búgarð. Þegar sú tilraun mistókst, ákvað Vilhjálmur að afla sér frekari menntunar. Hann lagði af stað til ríkis- háskólans í Norður Dakota, og ferðaðist í fyrsta skipti á ævinni með járnbraut- arlest. „Ég átti 53 dollara, gekk í sjö dollara fötum, og efaðist ekki um mögu- leika mína á því að vinna fyrir mér mað skólanum“, sagði hann. REKINN ÚR SKÓLA. Vilhjálmur Stefánsson fór fyrst í und- irbúningsdeild háskólans, en hóf síðan háskólanám með það fyrir augum að Ijúka prófi 1903. Hann varð sér úti um ýmis tómstundastörí til að kosta sig við nám, en einhvernveginn fékk hann ó- verðskuldað á sig það orð að vera for- sprakkinn að ýmsum strákapörum, sem yngri skótasveinarnir höfðu í frammi. Leiddi þetta til þess að Vilhjálmi var vísað úr skóla í marz 1902, því skóla- stjórnin óttaðist frekari óeirðir stúdenta og taldi að hann væri líklegastur til að standa þar fremstur í fylkingu. Ekki lét Vilhjálmur brottvísunina mik- ið á sig fá, heldur gerðist hann nú blaðamaður og tók meira að segja nokk- urn þátt í stjórnmálum. En hann vildi ljúka námi og skrifaði flestum háskól- um Bandaríkjanna og fór þess á leit að hann fengi að setjast á skólabekk sem nýstúdent, en taka öll próf jafnóðum og hann teldi sig færan til að ljúka þeim. Ríkisháskólinn í Iowa tók við Vilhjálmi á þessum grundvelli. Hann settist í skól- ann haustið 1902 og tók BA próf í júní 1903. Um skólaárin segir Vilhjálmur m.a.: FYRSTA íSLANDSFERÐIN. Til íslands kom Vilhjálmur fyrst árið 1904, og vann þá að rannsóknum á fjár- búskap íslendinga á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins, og árið eftir kom hann hingað á vegum Peabody safnsins við Harvardháskóla til að vinna að forn- fræðirannsóknum. í heimalandi hans, Bandaríkjunum, er yfirleitt talið að þessar ferðir til íslands hafi verið upp- haf rannsókna hans á norðurslóðum, og eftir þær hafi hann ekki lengur haft áhuga á Afríku. Fyrstu ferðina til heimsskautssvæðis- ins fór Vilhjálmur á árunum 1906—7 á vegum Harvard háskóla og háskólans I Toronto, Kanada. Vann hann þá að þjóð fræðirannsóknum við ósa Mackenzie- fljótsins í Norður-Alaska. Dvaldist hann þann vetur meðal Eskimóa, kynnti sér tungu þeirra og siði, og tók upp klæða- burð þeirra meðan hann dvaldist þar. Árið 1908 lagði Vilhjálmur upp í lang- ferð til Norður heimskautssvæðanna á- samt dr. Rudolph M. Anderson og fleiri vísindamönnum. Starfaði leiðangur þessi að rannsóknum hjá Parryhöfða, Coron- ationflóa og Viktoríueyju í fjögur ár samfleytt, og var farinn á vegum Kanada stjórnar og bandaríska Náttúrusögusafns ins. í þessum leiðangri fann Vilhjálmur Eskimóaættflokk á Viktoríueyju, sem var ljóshærður. Vakti þessi fundur hans mikla athygli og nokkra vantrú þar til seinni leiðangrar staðfestu hann. Viður- kenndasta skýringin á þessum ljóshærðu Eskimóum er sú að þeir séu afkomendur fornra íslendinga, er settust að á Græn- landi. Með nemendum við Dartmouth háskóla. 44 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.