Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 13
Hleinartagl. 27) Kerið (Kastarhola). 28) Kúavað. 29) Kálfhylur. 30) Ull- arfoss (Þvottaklöpp). 31) Efri Mó- hylur. 32) Móhylsstrengur. 33) Neðri Móhylur. 34) Hornið (Kistubrot). 35) Sjávarfoss. 36) Fosskvörn. 37) Miðkvörn. 38) Brúarkvörn. 39) Efri- breiða. 40) Jónshola. 41) Breiðan. 42) Holan. 43) Við steininn. 44) Oln- bogahylur (Eldhúsið). Sama sagan gildir hér og um efra svæðið, nöfn þau, sem Englendingar gáfu veiðisvæðunum voru mun færri, enda fór veiði þeirra að mestu fram ofar með ánni (sjá nánar um veiði- venjur þeirra í sjálfri greininni). Hér fara ensku nöfnin á eftir, skv. upp- lýsingum Péturs Gunniaugssonar: 6)—7) kölluðu Englendingar einu nafni Dogstone 8) (rétt fyrir neðan) Lower Ford Pool. 9) Upper Sheep Herd Pool. 10) Lower Sheep Herd Pool. 11) Svæðið frá 11 (Hálsinn) og niður að stíflu köliuðu þeir einu nafni Skyline. 14) Skypilot. 24) The Pot. 25) Ratholes (Skýringin er sú, að þar fékkst á víð og dreif bak við steina einn og einn lax). 27) Sauce Pan (nokkru fyrir ofan hann, við eyjuna, nefndu þeir Island Pool. — Ekkert nafn mun yfir þann stað á ís- lenzku). 30) Corner Pool. 31)—33) Pete's Pool (Móhyljir einu nafni). 35) Sea Foss. 44) Kitchen Poc.l. í Viðey fengið nokkurn hluta veiðirétt- indanna í Elliðaánum. Veiðiaðferðin þá mun hafa verið sú, að dregið var við árósana og út með voginum beggja vegna, eða kvíslar ánna stíflaðar til skiptis, og laxinn tekinn á þurru landi. Við siðaskiptin komust Elliðaárnar í eign konungs, og var svo fram til 1853. Allan þann tíma mun veiðiaðferðin hafa verið hin sama, nema hvað síðari árin bættust við laxakistur. Laxveiðin í ánum þótti löngum góð hlunnindi, enda varð hún tilefni mála- ferla á síðari hluta aldarinnar, sem leið. Voru það hin svonefndu „Elliðaármál".* Heimildir frá 13. öld nefna þær veiði- aðferðir, sem leyfilegar voru. Hefur þeirra beggja verið getið hér að framan, þ.e. að draga á við ósana, sem ekki mátti þó gera nema með fjöru eða útfalli, eða stífla árnar og taka laxinn á þurru. Eins og fyrr segir, þá voru Elliðaárn- ar í konungseign frá 1550. Næstu tvær aldir, eða fram til 1757, var veiðin rekin fyrir hans reikning. Þá var hins vegar ákveðið að selja veiðiréttinn á leigu, og liggja fyrir nokkrir leigumálar frá síð- ari hluta 18. aldar. Skömmu eftir miðja öldina, þ.e. 1852, segir Harrebow frá því í riti sínu, að farið sé að nota einhvers konar laxa- kistur, og þar með er komin til sögunn- ar sú veiðiaðferð, sem mestum deilum átti eftir að valda rúmri öld síðar. ú mikla laxamergð, sem gekk í árnar á þessum tíma, mun hafa valdið því, að fæstum hefur þótt hlýða að hugsa um viðhald laxastofnsins. Veiðin var líka gífurleg, en frábærlega góð hrygningar- og uppeldisskilyrði hafa valdið því, að veiðin gekk þó eigi til þurrðar. Til dæmis um það, hve gegndarlaust var veitt, má nefna frásagnir frá því skömmu eftir aldamótin 1800. Þá segir í ferðafrásögu, að teknir hafi verið í Elliðaánum 2200 laxar á einum degi. önnur dæmi eru til, og segir frá 900 laxa dagsveiði 1810. Á þeim árum „var gert í ár“ ákveðna daga, og var það ein helzta skemmtun Reykvíkinga að fylgj- ast með þeim aðgerðum. Er kom fram yfir aldamótin 1800 fór konungur að selja klausturjarðirnar og fylgdi veiðirétturinn með í kaupunum. 1848 er D. Thomsen þannig orðinn eigandi að Ártúnum, og taldi hann sér heimilt að veiða fyrir landi jarðarinnar. Málaferli risu vegna þess, og lauk þeim þannig, að Thomsen var boðinn veiði- rétturinn til kaups fyrir verð, er svar- aði til 25 ára leigu. Gerðist það 1853. i * Sjá „Fortíð Árna Óla, 1951. Reykjavíkur", bók afsalsbréfinu er tekið fram, að „hann geti gert sér veiðarnar eins arð- bærar og hann framast kann, samkvæmt fiskveiðalöggjöf landsins, eða þeim regl- um, sem settar kunna að verða". Thomsen fór strax að koma fyrir laxakistum, og munu þær hafa verið fjórar talsins. Þetta gekk svo í mörg ár, Framhald á bls. 38 63 laxar á flugu í Ell - iðaánum á einum degi Mesfa daýsveiði á eina stöng, fyrr og síðar Elliðaámar voru fyrr tald- ar beztu veiðiár á Norð- urlöndum, og e.t.V. í allri Evrópu. Það er því ekki að furða, þótt þar hafi verið dregnir á land fleiri laxar á eina stöng á einum degi, en sögur fara af um aðrar ár á land inu. — _ Þriðjudaginn 8. júlf 1919 voru þeir Ásgeir G. Gunnlaugsson, kaupmaður, og Kristinn Sveinsson, húsgagnameistari, við veiðar í Elliðaánum, og voru sam- an um stöng. Þann dag settu þeir met, sem enn hefur ekki verið slegið, og litl- ar líikur eru til að verði slegið á næstu árum. Þeir fengu alls 63 laxa á þessa einu stöng yfir daginn. Veiðitími var þá samfelldur allan daginn, frá kl. 6 að morgni fram til kl. 9 að kvöldi. Enn at- hyiglisverðari verður þessi mikla veiði, þegar tekið er tillit til þess, að allir laxarnir voru veiddir á flugu, enda veiði mennirnir báðir þekktir fyrir að vilja sem minnst hafa með önnur veiðitæki. Ásgeir er nú látinn fyrir nokkrum ár- um, en Kristinn, sem er við beztu heilsu, og mun enn stunda laxveiði af kappi, segir svo frá þessum veiðidegi, fyrir meira en 40 árum, í viðtali, sem 'birtist við hann í „Veiðimanninum", aeptemberihefti í fyrra. Heitir kaflinn: „STÓRVEIÐIN í ELLIÐAÁNUM" ar segir Krislinn svo frá: — Veiðin var oft mikil í Elliðaánum, og frá mörgum ánægjulegum dögum þar mætti segja. En minnistæðastur er mér þó Mklega þriðjudagurinn 8. júli 1919, þegar við Ásgeir heitinn Gunnlaugsson fengum miklu veiðina. Ég held ág verði að segja svoMtið frá þeim degi, þótt Ás- geir gerði það að nokkru einu sinni í viðtali, sem birt var í „Veiðimanninum“ (11. hefti — ath.semd Lesb.). Við Ásigeir vorum veiðifélagar lengi. Hann hafði þriðjudaginn, en ég föstu- daginn*. Þennan dag var dum'bungsveður og *) þeir voru saman um stöng, þessa tvo daga vikunnar. Ásgcii' G. Gunnlaugsson mátulegur flugukaldi á suðvestan. Við byrjuðum neðst í ánum, en vorum konm ir upp að Hundasteinum um kl. 10 og höfðum þá fengið 3 laxa. >á bjó Sveinn heitinn Hjartarson í efri veiðimannahús- unum. Þegar við vorum nýkomnir þarna uppeftir segir Ásgeir við mig, að hann ætli að fara inn til Sveins að fá sér morg unkaffi, en ég skuli fara með stöngina eitthvað uppeftir, t.d. upp í Nr- 1, sem nú er kallaður Neðri-Sporðhylur. Ás- geir kom til mín eftir hálftíma eða þrjá stundarfjórðunga, og var ég þá að landa sjöunda laxinum. Ég fékk þá alla á flugu, enda höfðum við ekki maðk með okkur. Alls fengum við 13 laxa úr þess- um hyl .Við færðum okkur svo upp í Efri-Sporðhyl, en.urðum ekki varir þar. Héldum þá upp í Two-Stone, eða Bugðu hyl, sem sumir kalla nú, og fengum ekk ert þar heldur. Fórum þá upp í Kisturn ar og tókum þar 21 í beit, eða svo til, og kl. 4 höfðum við dregið 40 laxa úr þess- um tveimur hyljum (mesta veiði á ein- um degi fram til þessa mun hafa verið 40 laxar, og þá veiði fékk skozkur mað- ur, Crossfield, alknörgum árum áður, innskot Lesb.). Þetta var í fyrsta sinn á sumrinu, sem nokkur hafði farið upp fyrir efri húsin. Af þessum löxum fengum við 21 á sömu fluguna. Ég held það hafi verið Crossfield. Við keyptum hana hjá Sturlu Jónssyni og kölluðum hana fröken Sturlu. EÆtir því, sem löxunum fjölgaði, rýrnuðu vængir flugunnar og undir lok- in var ekkert eftir nema búkurinn. Ás- geir hafði þá orð á því, hvort við ættum ekki að skipta um flugu, en ég kvað það ástæðulaust meðan laxinn tæki þessa. Ásgeir geymdi svo þessa flugu sem minjagrip, kastaði henni, að ég held aldrei, eftir þetta, því að hann vildi ekki eiga á hættu að missa hana. Mig minn- ir, að þetta værd lítið tvíkrækja, en vil- þó ekki fullyrða það. Þegar við höfðum fengið þessa 40 Framhald á bls. 38 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.