Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 14
EFRA VEIÐISVÆÐIÐ: Kortið hér að ofan sýnir efra veiðisvæði Elliða- ánna. Merktir eru þeir veiðistaðir og örnefni, íslenzk, sem Einar Guð- brandsson safnaði í febrúar 1961: 1) Gjávaðshylur (Höfuðhylur). 2) Ármót. 3) Fljótið. 4) Hornið, — 2), 3) og 4) hafa verið nefnd einu nafni Krókahyljir. 5) Heyvað (Litli Foss). 6) Heyvaðshylur. 7) Efri Mjóddir. 8) Neðri Mjóddir. 9) Langhylur. 10) Grófartunga. 11) Snókhólmi. 12) Merkjastrengur? 13) Grófarkvörn. 14) Hólsstraumur. 15) Hólfshylur. 16) Efri Kista. 17) Neðri Kista. — 14), 15), 16) og 17) nefnast einu nafni Stararhyljir. 18) Baugishylur. (Bræðrungur, Bugðuhylur). 19) Efri Sporðhylur. 20) Neðri Sporðhylur. 21) Símastrengur. Eins og skýrt er frá hér í grein- inni, þá hétu veiðistaðir enskum nöfnum áður fyrr. Þar sem sýnt er, að þau nöfn eru óðum að hverfa í gleymsku, hefur Lesb. leitað íil Pét- urs Gunnlaugssonar, er lengi var leið- sögumaður Englendinga fyrir hálfri öld, og beðið hann að rifja upp nöfn þeirra staða, sem Englendingar skýrðu. Fara þau hér á eftir, merkt á sama hátt og að ofan. Englending- arnir gáfu þó mun færri stöðum nöfn, en síðar var gert. 3) Top Pool hét fyrir neðan beygj- una á Fljótinu. Nokkru neðar á svæð- inu tók við Top Flat, sem náði alveg niður að nr. 5, sem hét Ford Pool. — Þetta voru yfirleitt efstu veiðistaðir Englendinganna, efri stöðum gáfu þeir engin nöfn. 6) að 9). Þetta svæði var einu nafni kallað Long Pool. 9) Crossfield Pool, kenndur við einn Englendinganna. 13) Þetta var næsti hylur, sem þeir gáfu nafn, hann hét Corner Pool. 14) Payne‘s Stream, sömuleiðis kenndur við enskan veiði- mann. 15) Payne’s Pool. 16)—17) Coffin. (Kisturnar, mörkin óljós). 18) Two-Stone. 19) Nurnber Two. 20) Number One. 5eias Efra ve/ð/svæð/ð Eiliba- vatn Í2ndn9nr) ELLIÐAÁRNAR Framhald af bls. 37 að Thomsen mokaði upp laxinum, án nokkurra mótmæla, að ráði. Mun þeim, er veiðirétt áttu ofar með ánni, hafa þótt allhart, hvernig Thomsen fór að við veiðarnar, því að lítið mun hafa veiðzt þar efra, eftir að kisturnar voru settar upp. Mun Thonísen hafa talið, að fordæmi væri fyrir þessari veiðiaðferð, sbr. frásögnina frá 1752. Fátt sögulegt gerðist svo, fyrr en um 1870, að Benedikt Sveinsson, síðar sýslu- maður, eignaðist Elliðavatn. Hann gerði áveitu á Elliðavatnsengjar, og stíflaði árnar í því skyni. Urðu árnar við þetta vatnslitlar og gekk lítill lax í þær, með- an stíflað var, en þegar vatninu var hleypt af, fóru kisturnar í kaf og laxinn yfir þær. Thomsen líkaði þetta illa og fór í mál við Benedikt. Er það upphaf „Elliðaármála". Að vísu tapaði Bene- dikt málinu, en athygli almennings á rányrkjunni var vakin. 1876 voru staðfest ný veiðilög af kon- ungi, og var þar kveðið á um veiðivél- ar. Skyldi bil milli rimla í þeim vera svo breitt, að 9 þuml. gildur lax gæti smogið milli. Þá var svo kveðið á, að bannað skyldi að leggja net, garða eða fastar veiðivélar lengra en út í miðja á, og skyldi allur smálax geta komizt í gegn. Thomsen vildi ekki hlýða lögun- um og fór sinu fram við veiðarnar, eftir sem áður. Á næstu árum gekk á ýmsu. Kistur Thomsens voru margoft rifnar upp og eyðilagðar. Náðust sumir, er þau verk unnu, og voru dæmdir í sektir. Málið kom loks til kasta þingsins 1881, og var kosin nefnd „til að rannsaka að- gerðir og framkvæmdir landsstjórnar- innar viðvíkjandi þvergirðingum“. Ekki skulu „Elliðaármál" rakin nánar hér. Endanleg afskipti opinberra aðila af málinu komu 1883, er hæstiréttur dæmdi Thomsen i sekt, mjög lága að vísu, fyrir ólöglegar þvergirðingar. Arið áður höfðu Elliðaárnar verið brúaðar. Voru brýrnar gerðar rétt fyrir neðan kistur Thomsens. Brúargerðin, á- samt dómnum, sem fylgdi í kjölfar erf- iðlei'ka Thomsens og málaferla, er staðið höfðu í 13 ár, virðast hafa þreytt hann það mikið, að hann ákvað að selja árnar. Fyrst bauð hann þær bæjarstjórn 1885 fyrir 12 þús. krónur. Tilboðinu var hafnað. Fimm árum síðar átti bæjar- stjórn aftur kost á að kaupa Elliðaárn- ar, en það fór á sama veg. Þá seldi Thomsen þær enskum manni, Payne, fyrir 3000 sterlingspund, eða um 54 þús. ísl. krónur. Frá þeim tíma, eða allt þar til fyrri heimsstyrjöldin hófst, 1914, voru það einkum og aðallega Englendingar, sem í ánum veiddu. Þá mun fyrst hafa farið að bera á áhuga manna hér á landi á stangaveiði. Englendingarnir voru fyrst og fremst „sportveiðimenn“, og veiðiaðferðir þeirra báru engan keim af rányrkju fyrri tíma. Það má með fullum sanni segja, að þeir hafi lagt grundvöllinn að íslenzkri stangaveiði. Það leið heldur ekki á löngu, þar til veiði fór batnandi í Elliða- ánum, og nokkru eftir aldamótin voru árnar enn á nýjan leik fullar af laxi. au ár, sem Englendingarnir dvöldust hér við veiðar, höfðu þeir sinn veiðivörð og leiðsögumann. Það var Gunnlaugur Pétursson. Þrír synir Gunn- laugs, Ásgeir og Þórður, síðar kaup- menn, og Pétur, skipasmíðameistari, voru einnig flest sumur við árnar. Pét- ur er nú einn lifandi þeirra bræðra. Mun hann manna kunnugastur því, hvernig veiðiskapurinn gekk til í Elliða- ánum á þessum árum. Hann er einn af ör fáum, ef ekki eini maðurinn, sem þekk- ir nöfn veiðistaða í Elliðaánum, eins og Englendingar skirðu þá. Héldust mörg þessara nafna um alllangt árabil, þótt þau séu nú almennt fallin í gleymsku. Lesbókin ræddi við Pétur fyrir skömmu, og bað hann að rifja upp þessi nöfn, og fylgja þau kortunum með þess- ari grein. Þar getur einnig að líta ís- lenzk örnefni, sem Einar Guðbrands- son hefur safnað, og eru mun fleiri, enda flest eða öll frá síðari tíma. Pétur skýrði svo frá, að strax eftir, að Englendingarnir tóku við ánum, hefði mjög brugðið til hins betra. Einna mest- ur lax hefði verið í ánum um 1910. Þá hefði veiði verið svo góð, að nær sama hefði verið, hvar gripið var niður á efra veiðisvæðinu, þar hefði mátt fá 10—20 laxa á tveimur til þremur tímum. Fyrsti Englendingurinn, sem Pét- ur man eftir, en hann var þá 11 ára, hét Dewitt og kom frá Cardiff, skömmu fyrir aldamótin. í förinni með honum var annar ungur maður. Hins vegar var það Payne, sá sem keypti Elliðaárnar af Thomsen, sem lét byggja veiðihús við þær. Mun Payne hafa verið hér 3 sumur í röð, og var þá venjulega með honum annar góður veiðimaður, Crossfield að nafni. Sagðist Pétur lengst af hafa verið með Crossfield, og mun það hafa verið árin 1901—1903. Báðir þessir veiðimenn Framhald á bls. 41 63 LAXAR Framhald af bls. 37 laxa þarna upp frá, auk þeirra þriggja, sem við höfðum veitt áður, segir Ás- geir: — Heldurðu, að það sé ekki bezt að hætta, Kristinn? Við fáum varla meira, og svo er þetta nú orðið meira en gott. — Við fáum alltaf 20 í viðbðt, segi ég .Við eigum alveg eftir að prófa hér fyrir ofan. að fór líka svo, að á svæðinu frá Kiistunum og upp í Langadrátt fengum við 20 laxa, og var þá veiðin orðin 63 laxar, og er það mesta dagsveiði á eina stöng, sem mér er kunnugt um fyrr og síðar.“ Því má bæta hér við, til að sýna, hve mikil veiðin var í Elliðaánum á þessum árum, að á hina stöngina munu hafa fengizt 45 laxar þennan dag, þannig að heildardagsveiðin var 108 laxar. Þá er einnig rétt að geta þess hér, að Kristinn Sveinsson á ekki aðeins þátt í mestu dagsveiði á eina stöng, sem um getur, heldur á hann einnig heiðurinn af að hafa dregið stærsta lax, sem veiðzt hefur á landinu (sbr. frásögn i „Veiði- manninum" des. hefti 1961). Dró Krist- inn þann lax austur á Iðu 13. júní k-46. Var laxinn veginn hálfum öðrum sólar- hring eftir að hann veiddist, og reynd- ist þá 38% pund. Laxinn var dreginn á spón, og var viðureignin stutt, þar eð spónninn var fastur í báðum skioltum og lokaði kjafti fisksins. — Telur Víg- lundur Möller, ritstjóri, sennilegt, að laxinn hafi vegið 39-40 pund, er hann var dxeginn. 38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.