Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 16
grípur mann, þegar maSur virðir fyrir sér þennan eyðilega stað. Gamall nóta- bátur húkir uppi á sjávarbakkanum og ber éinpig vott um horfinn tíma, þótt ekki sé hann jafnlangt undan og veldis- tími Vestdalseyrar. Við kveðjum Guðna, þar sem hann situr á hverfisteininum og hvetur ljáinn sinn. A ný hvörflum við upp í brekkuinar undir Strandartindi. ÍJ tar með firðinum að vestan er forn kirkjustaður, sem Dvergasteinn er nefndur. f þjóðsögum segir að prests- setrið i Seyðisfirði hafi í fyrndinni stað- ið austan fjarðar. Ekki er getið nafns þess, en í grennd við það stóð steinn og héldu menn almennt og trúðu að dverg- ar byggju þar og var hann kallaður Dvergasteinn. Síðar var kirkjan flutt vestur yfir fjörðinn. Þegar kirkjubygg- ingunni á hinum nýja stað var að mestu lokið varð mönnum er við hana unnu, starsýnt út á fjörðinn, en þeir sáu hús koma siglandi handan yfir og stefndi það þangað sem kirkjan stóð. Hélt húsið áfram þar til það kennir grunns í fjör- unni. Verða menn þess þá vísari að þar er kominn Dvergasteinn sem áður hafði staðið við kirkjustaðinn austan fjarðar- ins. Munu dvergarnir ekki hafa kunnað við sig er kirkjan hafði verið flutt frá þeim og drógu sig á eftir henni. Prests- setrið var því nefnt Dvergasteinn. Síð- ar var kirkjan flutt, sem fyrr segir, inn á Vestdalseyri og nú stendur hún inn í fjarðarbotni. Ekki hafa dvergarnir þó séð ástæðu til þess að flytja bústað sinn enn á ný, og stendur Dvergasteinn þar sem hann kom á sínum tíma, siglandi austan yfir fjörðinn. E n þar sem við erum farnir að rifja upp þjóðsögur, er ekki úr vegi að minnast á fleiri sögur sem gerzt hafa við Seyðisfjörð. Um sannleiksgildi þeirra skal ósagt látið en til nokkurs fróðleiks og skemmtunar mættu þær kannski vera. Allkunn er sagan um Bjarna Þor- géirsson og systur hans, Þórdísi, sem lögðu á Fjarðarheiði og ætluðu niður á Seyðisfjörð af Héraði. Þórdís þótti tild- ursöm og apaði klæðaburð eftir dönskr um konum. Var hún illa búin. Þetta var á fyrri hluta Þorra og því allra veðra von. Leizt Bjarna ófært að taka systur sína með sér í þetta ferðalag jafn illa og hún var búin. Enda var hún klædd fremur til stáss en skjóls. Ekki varð Dísu þó þokáð og krafðist hún að fylgja eftir bróður sínum. Munu þau hafa verið að jagast og rífast um þetta meðan þau kjöguðu upp á Fjarðarheiði að vestan. Veður fór versnandi og þar kom að þau vissu ekkert hvert þau fóru. Tók Bjarhi til að grafa þau í fönn. Er hann var að ljúka því verki virtist honum rofa til svo að hann sæi í melbarð og ætlaði hann að fara þangað og vita hvort hann áttaði sig ekki á hvar þau væru stödd. En Dísa var þá svo mædd, bæði af kulda og þreytu að hún gat sig ekki hreyft. Bað hún Bjarna að fara ekki frá sér. Hann fór eigi að síður og skall þá saman veðr- ið, svo hann fann hvorki melbarðið né Dísu aftur. Eftir hrakning og erfiði komst Bjarni þó að Firði í Seyðisfirði og hitti þar bóndann Þorvald Ögmunds- son sem þótti maður mikill fyrir sér, rammur að afli og hinn hugrakkasti. Veður hélzt ófært með frosti og dimm- viðri og komust þeir ekki til að leita Dísu fyrr en á 5. dægri. Þeir fundu Dísu og segir svo um þetta í þjóðsögum Jóns Árnasonar: Xr hún þá ei sem hann mundi vænta dauðrar manneskju, liggjandi, heldur er hún því líkast sem menn eru á setum sínum. Léreftskjóllinn var í göndli um mittið á henni gaddfrosinn og hún-ber fyrir.neðan og berhöfðuð, snjó- húsið burt fokið, svo aðeins sást botn- brúni folinn úldinn og rotinn. Ekki þorði Jón að glettast við Þorleif þennan upp frá því.“ .. Það sér á, að nokkuð hefur lifað af forneskju þeirri, er Loðmundur sá er Loðmundarfjörð nam, átti til, en hann flutti síðar, sem kunnugt er, suður undir Eyjafjöll og bjó að Sólheimum við Jök- ulsá og muna menn glettur hans það- an. Loðmundur var fóstbróðir Bjólfs er nema Seyðisfjörð. E n hverfum nú frá fornum sög- um til síðari tíma. 1843 er fengið leyfi til verzlunar á Seyðisfirði og byrjar hún þá inni í fjarðarbotni. Áður hafði hún, líklega um hálfrar aldar skeið, verið rekin í óleyfi á Hánefsstöðum, sem eru út með firðinum að austan. Tæpum tveim áratugum eftir að verzlunarleyfi er gefið á Seyðisfirði eru tvær verzl- anir komnar þar inni á svonefndri Öldu, sem er í fjarðarbotninum vestan Fjarðarár. Kölluðust verzlanir þessar „Neðri búðin“ og „Glasgow." Um þær mundir höfðu amerískir hvalveiðimenn byggt á Vestdalseyri. Á sjöunda tug síð- ustu aldar kom Otto Wathne, norskur timburspekúlant, fyrstur Norðmanna til Seyðisfjarðar og byggði þar. Hann varð umsvifamikill verzlunarmaður, svo og útgerðarmaður. Laust fyrir aldamótin reka Norðmenn svo viðamiklar síldveið- ar frá Seyðisfirði og byggist hann þá upp og má sjá þess merki enn þann dag í dag að þar hafi verið reistar á sínum tíma myndarlegar og glæsilegar bygg- ingar, sem bera vott um mikið og grózkufullt athafnalíf. Á þessum árum fjölgar verzlunum í Seyðisfirði, spari- sjóður er stofnaður 1891 og handverks- menn setjast þar að. Má þar nefna að bæði var opnað úrsmíðavinnustofa, saumastofa og ljósmyndastofa, allt fyrir aldamótin. Barnaskóli hófst 1885 og unglingaskóli um aldamót. Á þessum ár- um koma fram á sjónarsviðið ýmsir menningarfrömuðir á Seyðisfirði, skáld, rithöfundar og tónlistarmenn. Framfarir eru því á öllum sviðum og Seyðisfjörð- ur ber með réttu nafnið „höfuðstaður Austurlands", þá þegar á síðasta tug liðinnar aldar. Þá kveður Guðmundur A ður við kveðjum þjóðsögurnar er skemmtilegt að minnast Þorleifs nokk- urs bónda er bjó í Austdal. Hann átti að kunningja Jón gráa, bónda á Dalhúsum í Eiðaþinghá. Þorleifur átti hest brún- an, sem Jón girntist en Þorleifur synj- aði. Svo segir í þjóðsögunni: „Einn vetur fór Jón að finna Þorleif og kom seint um kvöld að Austdal, beidd ist gistingar, og tók bóndi við honum vel og ræddu margt saman. Þar kom tali þeirra að Jón spyr hann um hest hans hinn brúna og segist Þorleifur hafa tekið hann til eldis að vanda. Jón vildi sjá hestinn og leyfði Þorleifur það gjarnan. Fóru þeir út í hús og tekur Jón að strjúka hestinn og hæla vænleik hans og sagði: „Hann verður ekki á horleggj- unum í vor.“ Þorleifur játti því og fóru þeir heim. Um morguninn er Jón árla á fótum og býst brbtt. Þegar hann er farinn gengur Þorleifur að hirða Brún. En er hann kom í hús til hans sér hann hest- — varp móti honuiu fýlu mikilli. Sér hann þá að þar Iiggur brúni folinn úidinn og rotinn. inn. Talaði þá Þorvaidur tii félaga sinna að þeir skyldu ganga nær og hjálpa sér að búa um líkið á húð er hann hafði með sér til akfæra, dröttuðu þeir þá til hans. Sagði hann þá Bjarna að skera frostgarðinn utan af henni, því hann vildi færa hana í buxur sem hann hafði með sér, svo hún væri ekki nakin í flutningnum. Því hlýddi Bjarni, þótt hræddur væri. Síðan tók Þorvaldur hana upp í fang sér og ætlaði að færa hana í buxurnar, en í því rak hún upp svo mikið orghljóð að fram úr hófi keyrði. inn dauðan. Hann lét ekki á bera og var honum það hægt, því fátt var fólk á bænum. Þó sagði .hann.það konu sinni og vildi hún láta byrkja hestinn en hann vildi eigi. Leið svo veturinn. Vorið kom og snjór losnaði. Þá var það eitt sinn að brúni folinn stóð á hlaðinu í Austdal, fyrir bæjardurum og var bundinn. Þá spyr konan Þorleif hvert hann ætlaði að ríða, en hann kvaðst mundi í Hérað. Ríður hann brott og kemur ekki að bæjum, fyrr en Dalhúsum. Jón fagnar honum — rak hún upp svo mikið orghljóð að fram úr hófi keyrði. Hefur Þorvaldur svo sagt að það hafi sér þótt óskiljanlega sterkt og mikið. Hrukku þeir félagar hans frá dauð- hræddir en Þorvaldi brá svo við að hann skaut Dísu hart niður og mælti heldur fljótlega: „Ónýtt er þér Dísa, að sýna mér þessa hnykki, því þá hræðist ég alls ekki. Og haldirðu þeim fram skaltu vita að ég skal tæta þig taug fyrir taug og kasta svo hræi þínu fyrir varga. En þar á mót verðir þú oss venjulega dæl í flutningi og okkur áhankast ekkert með þig ofan skal ég gjöra kistu um þig og koma þér í kristinna manna reit, þó mér ímyndist að þú sért þess eigi verðug.“ Eftir það tók hann hana, klæddi og bjó um á húðinni. Kallaði á félaga sína og hélt heimleiðis. Er ekki að orðlengja það að eftir hrakninga nokkra tókst þeim að komast með Dísu niður í Seyðisfjörð. Gistu þeir í Fjarðar- seli, en eigi varð. þeim svefnsamt, því Dísa þótti ekki liggja kyrr. Þorvaldur efndi heit sitt og kom Dísu til greftrun- ar að Dvergasteini en illa gekk að halda aftur gröf hennar og tók'st ekki fyrr en prestur gekk sjálfur frá henni. Dísa sótti síðar fast að Bjarna bróður sínum, en ekki varð hún honum að meini. Hins vegar átti Bjarni 13 börn, sem öll dóu ung og bráðlega og var Dísu kennt um. vel og segir er hann sér Brún: „Og fallegur er hann núna.“ „Já“, segir Þor- leifur, „ég hefi alið hann vel í vetur.“ „Það sér á“, segir Jón, „og viltu nú ekki selja mér hann?“ — „Ekki hef ég ætlað mér það,“ segir Þorleifur, „en þó mun svo verða að vera, ef ég fæ kú á móti.“ „Ég mun fá þér kú fyrir hann,“ segir Jón, „hverja er þú kýst þér af mínum kúm“ Þessu keyptu þeir og fór Þorleifur heim með kúna en Jón með Brún í hesthús. Og er hann ætlaði í annað sinn að koma til hans þangað og hann opnar húsdyrnar varp móti honum fýlu mikilli. Sér hann þá að þar liggur 40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1902

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.