Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 22
Séra Einar Sigurðsson var einn mætasti kennimaður, sem ís- lenzka kirkjan hefir átt og eitt hið bezta og mikilvirkasta skáld sinnar tíðar. Hann var kominn af merku fólki, en það átti, eins og fleiri, við mikla fátækt að búa. Faðir Einars, séra Sigurður Þor- steinsson, varð að gerast hálfgerður út- legðarprestur í Grímsey, um 10 ára skeið, gegn því, að þessi gáfaði og efni- legi sonur hans fengi lærdóm í Hóla- skóla. — Séra Einar kvæntist 19 ára að aldri og varð prestur á ýmsum stöð- um fyrir norðan og austan. Hann missti konu sína, eftir 10 ára hjúskap, höfðu þau eignazt átta börn, en aðeins þrjú þeirra lifðu. Þá átti séra Einar bágt, því bæði steðjaði að honum konumissirinn og fátækt. En Guð uppvakti góða menn, sem útveguðu honum aðra konu í stað- inn, og með henni átti hann tíu börn. Sex synir séra Einars urðu prestar og fjórar dætur hans urðu prestskonur. Með síðari konu sinni lifði hann í far- sælu hjónabandi í 57 ár, en alls var hann þjónandi prestur í 69 ár. Hagur séra Einars vænkaðist til stórra muna, eftir að sonur hans, Oddur, var orðinn biskup í Skálholti, því séra Odd- ur var jafnt ættrækinn sem hann var þjóðrækinn. Bauð hann föður sínum til sín í Skálholt, frá Nesi í Aðaldal og öllu hans skylduliði, og fór prestur suður Vatnahjallaveg við 16. mann og sat um veturinn í Skálholti. Veitti biskup hon- um fyrst Hvamm í Norðurárdal, en árið eftir Heydali í Breiðdal, þar sem hann þjónaði með sóma í 36 ár. Hann lézt rúmlega 87 ára að aldri og losuðu þá niðjar hans eitt hundrað. Séra Einar var hinn röggsamasti mað- ur, enda hraustmenni, léttur í lund og góðgjarn. Vart mun sá íslendingur fyr- irfinnast, að hann sé ekki afkomandi séra Einars og eigi honum að einhverju leyti mannkosti sína að þakka. S á undurfagri sálmur, eftir séra Einar ,sem hér birtist, er vel til þess fallinn, á þessari jólahátíð, að minna okkur á snilld þessa skáldjöfurs, mýkt hans í meðferð íslenzkrar tungu og hina sterku og innilegu trú hans. Emanúel heitir hann, herrann minn hinn kæri; með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Nóttin sú var ágæt ein, í allri veröld ljósið skein; það er nú heimsins þrautarmein að þekkja hann ei sem bæri. i— Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. 1 Betlehem var það barnið fætt, sem bezt hefir andarsárin grætt, svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. — Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann. í lágan stall var lagður hann, þótt lausnari heimsins væri. Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt: Friður á jörðu og fengin sátt. Fagni því menn sem bæri. í Betlehem vil-eg víkja þá,' vænan svein í stalli sjá, með báðum höndum honum að ná, hvar er eg kemst í færi. Betlehem kallast kirkjan svinn, kórinn held eg stallinn þinn. Því hef eg mig þangað, herra minn, svo heilræðin af þér læri. Upp úr stallinum eg þig tek, þótt öndin mín sé við þig sek. Barns mun ekki bræðin frek; bið eg, þú ligg mér nærri. Örmum sætum eg þig vef, ástarkoss eg syninum gef. Hvað eg þig mildan móðgað hef, minnstu ei á það, kæri. Þér geri eg ei rúm með grjóti né tré, gjarnan læt eg hitt í té. Vil eg mitt hjarta vaggan sé. Vertú nú hér, minn kæri. Umbúð verður engin hér, önnur en sú, þú færðir mér. Hreina trúna að höfði þér fyrir.hægan koddann færi .... Á þig breiðist elskan sæt. Af öllum huga eg syndir græt. Fyrir iðran verður hún mjúk og mæt, miður en þér þó bæri .... Skapaðu hjartað hreint í mér, til herbergis sem sómir þér, saurgan allri síðan ver, svo eg þér gáfur færi. — Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. SUMARLEYFI Framhald af bls. 41 fylgja jafn mikilli og örri uppbygg- ingu. Gatnagerð vantar, vatnsleiðslur og ýmislegt fleira sem nauðsynlegt er að geta veitt nýbyggendunum. Vonandi er að þetta lagist innan tíðar en til þess verða Seyðfirðingar að bera gæfu til að fá fastari og betur formaða stjórn á sín- um bæjarmálum en nú er. Við skulum enda þetta rabb um Seyðisfjörð, gamals og nýs tíma, með stuttu samtali við ungan mann, sem all- oft kom inn á Seyðisfjörð í sumar og fylgdi síldveiðiflotanum eins og skuggi. Þessi ungi piltur er Hafsteinn Jóhanns- son, frá Narfastöðum á Akranesi. Með honum á báti er Sigríkur Eiríksson, einn ig frá Akranesi. Hafsteinn gerir út hjálp- arbát sem hann hefur nefnt Eldingu. Fylgir hann flotanum og kafar við skip- in, ef á þarf að halda á miðum úti, og er mesta verk hans að losa síldarnætur úr skrúfum og ditta að öðru sem fyrir kann að koma við veiðarnar. Hafsteinn lærði köfun í Noregi hjá Falken Redn- ingskorps árið 1957. Hann byrjaði síðan köfun hér við land árið 1959 á gömlu Eldingunni. Hann hafði áður verið í sigl- ingum á norsltum skipum. Árið 1960 var hann í fyrsta skipti allt árið við þenn an starfa og hefur síðan fylgt síldveiði- flotanum hvert sem hann hefur leitað. Þessi útgerð Hafsteins hefur verið al- gjörlega á hans eigin spýtur. Þegar hann byrjaði leitaði hann til tryggingafélag- anna og bauð þeim samstarf en þau höfðu ekki áhuga á því, þótt hér sé um að ræða atriði sem er þeirra hagur. Er við hittum Hafstein í byrjun ágúst í sumar, hafði hann þá þegar aðstoðað 63 skip af síldveiðiflotanum. Langoftast þurfti að losa net úr skrúfu eða af asd- •iktækjum skipanna. Hafsteinn hefur framkvæmt köfun allt frá 2 mílum frá landi og út á 55 mílur. Auk þess sem hann hefur unnið ýmislegt. í höfnum inni. Þeir fél. héldu á Eldingunni norð- ur fyrir land hinn 24. júní í sumar, og strax daginn eftir þurfti að hjálpa fyrsta skipinu. Flesta daga var eitthvað að gera hjá þeim og þeir komust upp í það að hjálpa 8 skipum á einum sólarhring. Hafsteinn var á síldveiðum á skipinu Sveini Guðumndssyni frá Akranesi sum- arið 1958. Hafði hann þá köfunarbúning- inn með sér um borð. Svo kom það fyrir að einn Akranesbátanna þurfti á hjálp að halda og kallaði á þá á Sveini. Eftir þessa fyrstu hjálp var enginn frið- ur fyrir hjálparbeiðnum og upp úr því ákvað Hafsteinn að helga sig þessu starfi.Hafsteinn er vélstjóri að menntun, enda þarf hann mest á þeirri þekkingu að halda, auk köfunarkunnáttunnar. Þegar við hittum Hafstein var hann að lóna fyrir framan síldarsöltunarstöðina á Ströndinni. Var hann þar að leita að norskum nótabáti, sem hafði sokikið, en. alls staðar er mjög aðdjúpt í Seyðis- firði. Ætluðu þeir félagar að reyna að bjarga þessum báti áður en þeir héldu heim í haust. Hér látum við lokið þessu rabbi um Seyðisfjörð og vonum að þessi fagri bær megi blómgast og dafna til far- sældar fyrir íbúa sina og þjóðfélagið i heild. Vignir Gúffmundsson Hafsteinn Jóhannsson á Eldingunni 46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.