Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 15
sem er allmikið undirlendi, skammt út með firðinum að vestan. r estdalseyrin 'hefur séð fífil sinn fegri en nú. Þar á eyrinni hitti ég eina manninn sem þar er nú búsettur, Guðna Tómasson. Hann er orðinn 57 ára að aldri, fæddur og uppalinn á Vestdals- eyri. Hann sagði mér að mest hefði ver- ið um að vera þar á árunum 1910^15. Þá var Gránufélagsverzlun rekin á Vest- dalseyri og var aðalverzlunin í firðin- um. Hér var þá trillúbátaútgerð og auk þess voru gerðir út a.m.k. 2 stærri bát- ar. Svo var að sjálfsögðu nokkur ára- bátaútgerð. Fiskurinn var verkaður í salt, þveginn og þurrkaður og Gránu- verzlunin keypti þá einnig fisk af er- lendum skipum. Á þeim árum var hér mikið að gera, segir Guðni, en smátt og smátt færðist þetta inn í bæinn, inn í fjarðarbotn. Flest var fólk hér kring- um 1930, en þá voru 310 manns á Vest- dalseyri. — Síðustu fjögur árin hef ég svo ver- ið hér einn, segir Guðni. mér tækist ekki að ná einhverjum myndum mér til gamans. Ég kjagaði upp skriðuna í brennandi sólarhitanum. Lognið var svo algert að heyra hefði mátt býflugu anda. Þessi hömrum girti fjörður, með sínum hrikafjöllum, var eins og suðupottur þessa stundina. Eng- inn blær, enginn minnsti andvari, jafn- vel ekki eftir að komið var allhátt upp í fjallshlíðarnar. Ég settist niður þegar ég kom upp á annan hjallann og strauk svitann af enninu. Ég ávarpaði herra Bjólf, land- námsmanninn, sem stóð hinum megin við fjörðinn í líki mikils og tignarlegs fjalls: „Mikill andskotans hiti er þetta hjá þér, Bjólfur sæll“, sagði ég stundar- hátt. Ég hirti ekki um að standa upp strax aftur, heldur tók nú að virða fyrir mér þennan fæðingarfjörð minn. Hand- an Bjólfs sá inn í Vestdal og niðrundan honum er Vestdalseyrin. Undiu Grýtu er Dvergasteinn, hið sögufræga prestssetur og utar með firðinum að vestan má sjá allt út að Brimnesi. Héðan ié ég lítið af austurströndinni, þar sem hæðir og fjöll ber á milli. Við skulum mú, meðan við sitjum í brennandi sólskininu á hjöll- um Strandartinds, hnýsast ögn í sögur og frásagnir um Seyðisfjörð og vita hvort við getum ekki fundið þar ein- hver fróðleikskorn. Nafn fjarðarins, Seyðarfjörður eða Seyðisfjörður er dregið af orðinu seyðir, sem alloft kemur fyrir í fornmáli og merkir gróf til að sjóða í, soðgróf. Land- námabók er fremur fáorð um landnám- ið í Seyðisfirði. Þar segir svo: „Bjólfur, fóstbróðir Loðmundar, nam Seyðisfjörð allan og bjó þar alla ævi. Hann gaf Helgu, dóttur sína, Áni inum Þótt ég hafi verið fluttur frá Seyðis- firði, aðeins fárra mánaða gamall, fannst mér einhver taug tengja mig þessum stað og mig tók sórt, er illa og niður- lægjandi var talað um þennan fyrrum höfuðstað Austurlands. f annan stað vissi ég að á Seyðisfirði er einhver bezta höfn á öllu fslandi og því sárgrætilegt að geta ekki nýtt hana betur en gert er. — Mér fannst af öllu þessu þjóðráð að eyða sumarfríi á Seyðisfirði og nota það jafnframt til þess að öngla saman ofurlitlar aukatekjur með því að vinna á sbdarplani. • /að undanförnu hefur verið talað um að byggja sildartank eða jafnvel síldarverksmiðju á Vestdalseyri. Með byggingu nýju síldarverksmiðjunnar á ströndinni út með firðinum að austan fjarlægjast þær líkur, að Vestdalseyrin verði síldarmiðstöð. Á sjálfri Vestdals- eyrinni stendur nú raunar ekki nema eitt hús, gamla Gránuverzlunarhúsið. Áður voru hús um alla Eyrina. Þá var veitingahús,. sem Glaðheimar hétu. Þar var oft glatt á hjalla enda verzluðu bændur ofan af Fljótsdalshéraði unn- vörpum á Vestdalseyrinni og þó var þar slátrað mörgu fé. Við Gúðni göngum nú niður í gamla Gránufélagshúsið og skoðum það. Það er niðurnýtt og sjálfsagt ekki not- hæft til nokkuns hlutar. Á hernáms- árunum notuðu Bretar húsið og léku það fremur illa, sagði Guðni. Fyrir ofan veginn sem liggur þvert yfir eyrina er allmikil hústóft. Það var samkomuhús staðarins á sínum tíma. Kvenfélagið é Vestdalseyri lét byggja þetta hús. Þar var á þeim árum fjörugt skemmtanalíf, leiklist í hávegum höfð og hljómlist. _ Þetta þótti á sínum tíma geysimikið franltak hjá fámennu kvenfélagi. Á Vestdalseyri var þá bæði kirkja og skóli, en hvort tveggja hefur nú verið flutt inn í fjarðarbotninn. að er einkennileg tilfinning sem " að var sunnudagsmorgun einn, i glampandi fögru veðri. Undanfarið hafði verið síld hvern einasta dag og um nætur líka, en nú var augnabliks hlé á. Mér datt í hug að labba upp í hlíðar ©g hjalla Strandartinds og vita hvort Sá er saltað hefur lengst síld á Seyðisfirði Sveinn Gúðmundsson, lengst t.v., í miðju Sigurður Kristjánsson hjá Síldar lcitinni og yngsti síldarsaltandinn Vil- hjálmur Ingvarsson. Ein hinna nýju síldarstöðva, Hafaldan. Séð inn í fjarðarbotn. Pegar ég, fyrir tiltölulega fá- um árum, kom í fyrsta sinn til Seyðisfjarðar, vissi ég fátt eitt um staðinn og ég hefði sjálfsagt látið hann mig litlu varða, ef ekki hefði staðið svo á, að ég er fæddur í skriðunum undir Strandatindi. — Mig fýsti því að kynnast Seyðisfirði ofurlítið nánar og víst var um það, að forkunnar fagur er staðurinn, þegar komið er ofan af Fjarðar- heiði í fögru veðri. Hitt var mér sagt, að flest væri í afturför á Seyð- isfirði, atvinnulíf með litlum blóma og miðaði annað hvort aftur á bak, eða þar sem bezt gengdi, stæði í stað. ramma, og fylgdi henni heiman öll hin nyrðri strönd Seyðisfjarðar til Vestdals- ár. Isólfur hét sonur Bjólfs, er þar bjó síðan og Seyðfirðingar eru frá komnir.“ Þetta hefur Ari fróði að segja um landnám í Seyðisfirði. Fjallið Bjólfur stendur vestan eða norðvestan við botn Seyðisfjarðar og undir því stendur jörð- in Fjörður, þar sem landnámsmaðurinn Bjólfur settist að. Austan Bjólfs eða norðan gengur Vestdalur inn í hrikaleg- an fjallgarðinn. Niður hann fellur Vest- dalsá og hefur myndað Vestdalseyri, Bjdlfs og Strandartinds 33. tðlublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.