Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 21
.Vilhjálmur Stefánsson skinnklædd- ur í kanadíska leiðangrinum 1913 —1918. — FIMM AR A ÍSNUM. Meðan á þessari langdvöl Vilhjálms á heimsskautasvæðinu stóð, var hann þeg- ar farinn að hugsa til næsta leiðangurs, sem senda bæri enn lengra í norður til þeirra svæða, sem vísindamenn töldu að ekkert líf væri á. Lagði Vilhjálmur af etað í þann leiðangur vorið 1913. Stjórn- aði Vilhjálmur sjálfur leiðangrinum, en Kanadastjórn kostaði hann. Vorið 1914 yfirgaf Vilhjálmur og tveir félagar hans aðra leiðangursmenn, og ferðuðust um 1000 km leið yfir sjávarís- inn norður frá Martin Point í Alaska. Iæiðangur þessi dvaldist í fimm ár fyrir norðan heimsskautsbaug, og hefur eng- inn leiðangur dvalizt þar jafn lengi svo vitað sé. Meðan Vilhjálmur var að af- Banna kenninguna um lífsleysið við Norð urheimsskautið, voru margir heima í Bandaríkjunum, sem töldu hann af, og birlu noltkur blöð dánarminningar um hann. En hann kom aftur til Alaska árið 1918 eftir að hafa kannað og kortlagt 260 þúsund ferkílómetra landssvæði og fundið allmargar stórar og smáar eyjar, eem áður voru óþekktar. Þelta varð síðasti leiðangur Vil- hjálms Stefánssonar. Hann settist að í INew York og tók að auka þekkingu manna á norðurslóðum með fyrirlestr- um og ski'ifum. Þegar hann lézt sl. sum- ar hafði hann skrifað 24 bækur og yfir 400 greinar um Norður heimsskautssvæð ið og íbúa þess. SPÁRNAR RÆTTUST. Vilhjálmur var framsýnn maður. Ár- ið 1922 spáði hann því að í framtíðinni lægj u flugleiðirnar milli Asíu, Ameríku og Evrópu yfir Norðurpólinn. Árið 1953 hófust reglubundnar flugferðir þessa leið. Árið 1913 hvatti hann til þess að ibafbátar yrðu notaðir við rannsóknir und ir sjávarísnum á heimsskautssvæðinu. Þessar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar í vaxandi mæli síðustu árin, og Btokkrum dögum fyrir lát Vilhjálms til- kynnti Kennedy Bandaríkjaforseti, að kaíbátamir Skate og Seadragon hafi HVORT ÞETTA KEMUR MÁLINU VID „Þegar mín er brostin brá, búið Grím að heygja. Þorsteinn líka fallinn frá, ferhendurnar deyja.“ Svo kvað Fáill Ólafsson á sinni tíð og varð landfleygt. Þótti mönnum full djúpt tekið í árinni og ekki af ástæðu- lausu: „Þó að Páli bresti brá, bili Grím að skrifa. Þorsteinn líka falli frá, ferhendurnar lifa.“ Og mætti fjórða hendingin gjarna vera íeitletruð. Nefni ég aðeins til dæm- is þessa vísu Hjartar Gíslasonar frá Aik- ureyri: „öls við bikar andinn skýr á sér hiklaust gaman. Augnabliksins ævintýr endist vikum saman.“ Og Guðmundur Böðvarsson frá Kirkjubóli: „Grimmur heimur hlær og lokkar heiðar-feiminn álf. En hver mun geyma arfinn okkar ef við gleymum sjálf?“ Og var þó aldrei sagt, að ekki hefði áður verið vel kveðið. Svo orti Kristján fjallaskáld: „Drekkum, bræður, iðu öls, árnum mæðu bana, þegar hræða hrannir böls hjarta næðisvana.“ Að vísu skipar stakan trauðla jafn veglegan sess í hugum manna og áður, því fjölgar ört, sem hugann glepur. Og mætzt á Norðurpólnum eftir að annar lagði af stað þangað frá Norður-íshaf- inu, hinn frá Kyrrahafinu. Árið 1941 kvæntist Vilhjálmur Evelyn Schwartz Baird, sem hafði verið einka- ritari hans og aðstoðað hann við rann- sóknirnar. Hún er nú bókavörður við Stafansson-safnið við Dartmouth há- skóla, en í því eru um 25 þúsund bækur og 45 þúsund handrit og greinar. Hefur frú Evelyn sjálf ritað mikið um heims- skautassvæðið. -- X X X X --- Frægð Vilhjálms Stefánssonar land- könnuðar og vísindamanns var ekki bund in við Bandaríkin ein, heldur barst hún um allan heim. Hann var metinn að verð- leikum jafnt í Austri og Vestri, eins og fram kemur í eftirfarandi símskeyti, sem rússneskir vísindamenn við-heimsskauta rannsóknastofnunina í Leningrad sendu Dartmouth háskóla: „Með mikilli eftirsjá höfum við frétt um lát hins framúrskarandi og heims- þekkta vísindamanns og könnuðar Norð urheimsskautsins, Vilhjáims Stefánsson- ar, skapara mesta bókasafns, sem til ér um heimsskautin. Nafn hans mun ætíð njóta virðingar sovézkra heimsskauta- könnuða. Við munum ásamt yður og ekkjunni Evelyn Stefánsson taka þátt í sársaukanum samfara þessum mikla missi“. Banamein Vilhjálms var hjartaslag, sem hann fékk nokkrum dögum fyrir andlátið í kvöldverðarboði til heiðurs Eske Brun, forstöðumanni danska Græn- landsmálaráðuneytisins, sem kom í heim- sókn til Dartmoufh. En nokkrum dögum áður hafði Vilhjálmur lokið við að semja drög að ævisögu sinni. jafnvel finnast þeir, sem fremur telja sluðlamál lýti á skáldskap. Minnist ég þess, að fyrir réttu ári las ég í Tíman- um, að umrætt skáld brygði fyrir sig rími og jafnvel hljóðstöfum, sem þó að- eins „gerði ljóðin hagyrðingslegri." Og er þá komið svo, að orðið hag- yrðingur hefur fengið niðrandi merk- ingu í hópi vissra manna, er um bók- menntir fjalla. E n hvernig svo sem á mál þetta er litið, mun hitt þó mála sannast, að sem betur fer hafa formbyltingar í ís- lenzkum kveðskap aldrei gengið þegj- andi fyrir sig. Get ég ekki stillt mig um, fyrst ég minnist á þetta, að geta hér smáorðahnippinga. af þessu tagi. Hinn ódrepandi vísnasafnari, Sigurður Jónsson frá Haukagili, spurði eitt sinn unga atómskáldikonu, er ég kann ekki að nefna, hvort hún vissi þess dæmi, að menn hefðu atómkvæði yfir sér til hug- arhægðar, eins og altitt væri um kvæði góðskáldanna, að ekki væri minnzt á stökurnar. Skáldkonunni varð ekki svarafátt, en vitnaði til þess, að „Faðir vor-ið“ væri óstuðlað. — „Fyrst þú ferð út í hin trúarlegu fræði“, svaraði Sig- urður, „þá skulum við minnast orða meistara Jóns: „Svo falsar nú andskot- inn Guðs steðja á meðal vor og setur sína mynd og yfirskrift á svikinn málm“ “ — og vildi heimfæra á atóm- kvæðin. Hygg ég þó kjarna málsins þá niður- stöðu, er séra Helgi Sigurðsson kemst að í Bragfræði sinni: „Allur skáldskapur, og þar á meðal vor, hlýtur, eins og svo margt fleira, að miklu leyti hvíla á sínum gamla grundvelli.“ — Og dolfall- inn varð ég, er ég eitt sinn var að þrátta um bragarhætti og skaut máli mínu til ungskálds, er gefið hafði út tvær eða þrjár Ijóðabækur, að það skyldi engin deili vita á fornyrðislagi og dróttkvæði. Gat ekki einu sinni sagt um, hvort það hafði lesið eitthvað af því tagi. E n lálum svo vera. Vindum okkur þess í stað að lausavísunum, sem ávallt „slá í gegn“: „Þó að nú sé atómöld er samt býsna gaman, að geta svona kvöld og kvöld kveðið stöku saman.“ Og undarlegt er það, hvernig hús- göngunum er varið. Jón Böðvarsson í Grafardal kenndi mér einn, er Stefán í Vallanesi bar á góma. En sú vísa gekk manna á milli, er Jón var barn að aldri: „Ingimundur Ekkjufells- í -seli. Græna húfu hafði hann á höfðinu, þegar giftast vann.“ Allir kunna: „Afi minn fór á honu-m Rauð.“ Og sumir þykjast meira að segja hafa fyrir satt, að vísan sé sunn- lenzk. En svo fer að vandast málið, ef spurt er, hvað síðasta hendingin, „sitt af hvoru tagi“, merkir. Mín kynslóð yrði að vísu ekki í vandræðum. Hún mundi höggva á hnútinn og einfaldlega segja: „Hitt og þetta“. En hinir eldri og ráð- settari mundu sumir hverjir fullyrða, að hendingin þýddi „kaffi og export". Og styðjast þar við gamla málvenju. A svipstund geta vísur orðið fleyg- ar, ef tildrög þeirra er eitthvað skringi- legt atvik eða atburður, sem mikla at- 'nygli hefur vakið. Einu sinni flutti út- várpið þá frétt, að „skefli hefði lagt á vegi víða norðanlands.“ Orti þá Stein- grímur Baldvinsson í Nesi: „Stundar af öllu efli útvarpið málvöndun. Breytir það skafli ; skefli. Skatnar fá um það grun, að fréttahraflið sé hrefli, holan í kviðinn nefli. Allt er að ganga af gefli. Glæst ert. þú, nýsköpun." Við andlát Myndar var ort: „Enn sem fyrr var öldin blind á allt, sem góðu lofar. Það veit drottinn, það var synd, þetta hvernig fór með Mynd. Hún sem var þó öllum flokkum ofar.“ E inhvern tíma var sagt, að allir fslendingar væru skáld, þ. e. gætu búið til vísu. Eru líka ýmis heilræði til um það, hvernig menn eigi að bera sig að við vísnagerð. Segja sumir, að bezt sé að búa botninn til fyrst, en aðrir, að byrja eigi á fyrstu hendingunni, svo á botninum, en enda á annarri hending- unni. Ber enda fjöldi vísna þessum vinnubrögðum vott. Áberandi oft er botninn bezti hluti vísunnar, en önnur hendingin lélegust, „eins og dæmin sanna“. Fyrir flestum, sem vísnagerð reyna, fer þó eins og skáldinu forðum: „Hugsað get ég um himin og jörð, en hvorugt smíðað. Vantar líka efnið í það.“ Af mörgum hafa sléttubönd verið talin dýrasti háttur á íslenzka tungu. Þó mundu aðrir telja afdráttarhátt öllu erfiðari, en sá háttur hefur þau kenni- leiti, að sé fyrsti stafur tekinn framan af hverju orði fyrri hluta, kemur seinni parturinn út. Mundi því ekki fara milli mála, að mest íþrótt sé í þeim vísum, þar sem þetta hvort tveggja fer saman, en svo er í þessari vísu Sveins Hannes- sonar frá Elivogum: „Sléttum hróður, teflum taflið, teygjum þráðinn snúna.“ Kvenfólkið hefur sízt verið eftirbátur karlmannanna í vísnagerð. Svo orti ólöf frá Hlöðum, er hún kom af söng- skemmtun: „Sálarveldið opið er, einsöng heldur þráin, þegar eldinn innra í mér allir héldu dáinn.“ Oft hafa rímsnjallir menn ort upp og jafnvel umsnúið gömlum vísum sér og öðrum til skemmtunar. Allir kunna þessa hringfhendu Þorsteins Erlingssonar „Ekki er margt, sem foldar frið fegur skarta lætur eða hjartað unir við eins og bjartar nætur.“ Böðvar Guðmundsson sneri henni svo: „Myrkrið svart, ég þrái þig, þegar hjartað grætur. Ekki er margt, sem angrar mig eins og bjartar nætur.“ Kl ann ég ekki betur að slá botn í þetta rabb en með því að rifja upp eft- irmæli Valdimars Benónýssonar um Jón S. Bergmann, sem „telja má öfgalaust með allra fremstu vísnaskáldum á ís- landi“: „Hreina kenndi listaleið, lag til enda kunni. Orðin brenndu, — og það sveið undan hendingunni." llalldór Blöndal. S3. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.