Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Qupperneq 2
ÆMff llBk SVIP- MVND * egar Anastas Mikojan varð forseti Sovétríkianna k liðnu sum ri og Leóníd Breznev lét af því em bætti — að beiðni Krústsjovs — til að helfifa siff formannsstarfinu í Komxnúnistaflokknum, var bað ná lega samdóma álit erlendra sér- fræðinffa um 90vézk málefni. að moguleikar Breznevs á að verða eftirmaður Knistsjovs hefðu mjög aukizt. Bieytingin er ahnennt talin vera fyrsta skrefið til að tryggja „rétt an“ eftirmann. Álitið er að Krús>t- sjov hafi gengið þannig frá hnút- unum, að þrír nánustu samstarfs- merin hans tækju við þremur veiga mestu embættum í ríkinu, næst hans eigin embætti — Breznev yrði formaður fiokksins, Aleksei N. Kósygin yrði aðstoðarforsaet Ls- ráðberra og Mikojan yrði forseti rikisins. Menn gengu yfirleitt út frá því, að meS þessari ráðstöfun hefði Krústsjcnr fyrir augum tvö markmið; hann gæ-ti varið sjálfan sig fyrir þrýstingi frá svo að segja öllum hliðum, og þegar valda skeiðj hans væri lokið mætti skipta valdtnu á þrjár hendur, Breznev tseki við flokknum, Kósygin fengi fram- kvæmdavaidið og Mikojan héldi stöðu sinni sem æðsti maður Æðsta- ráðsins (þjóðþingsins). Þannig var hugmyndin sett fram, og vel má vera að hún reynist vera samkkæm veru- ieikanum, en í Moskvu er allt á huldu uni merkingu þessara mannaskipta enn sem komið er. * Að því er varðar Leóníd Breznev, þá vilum við um helztu atriðin í opin- berum ferli hans, embætti sem hann hefur gegnt, staðina sem hann hefur hein.sótt eða starfað á, en við vitum sama og ekkert um manninn sjálfan. Víð vitum, að næst Krústsjov er hann valdamesti maður í miðstjórn Kommúnistaflokksins og að miðstjórn in befur hið raunverulega vald í Savétríkjunum. Við vitum líka, eða leljum okkur vita, að hann fjallar um roálefni sem varða Iögregluna, herinn, starfsmenn rikisstjórnarinnar og skipu lag.smál ríkisins yfirleitt. Þetta veitir honum að sjálfsögðu feiknamikil völd. En við vitum ekkert uim hugmyndir hans — og ertun ekki einu sinni örugg ir um að hann hafi nokkrar sjáLfstæð ar hugmyndir. Á öllum starfsferli sínum hefur hann sagt svo fátt opinberiega um grund- vallarstefnumál, að helztu erlendu sendi- ráðin í Moskvu, sem venjulega fylgj- ast vel með slíkum málum, eiga mjög erfitt með að skilgreina afstöðu hans og stefnu í þeim hugmyndafræði- iegu deilum sem verið hafa efst á baugi í kommúnistaheiminum um langt skeið. Hann hefur bergmálað sjónarmið Krústsjovs, en ýmsum finnst hann hafa gert það máttleysisiega og án sannfæringar. í sumum mikitsverðum málum, — t.d. að því er varðar eftiriit LEONID BREZNEV flokksins með Iistamönnum — hefurhann stundum gefið í skyn, að hann sé með mæltur strangari aga, en Krústsjov heíur líka stundum tekið þá afstöðú. Við vitum sem sé að Breznev hefur alla tíð stutt Krústsjov dyggilega. En við vituim ekki, hvort ha.nn mundi halda fast við stefnu hans að honum frágengnum, eða hvort hann yrði jafn dyggur þjónn annarrar stefnu. Gáta Breznevs er gáta allrar þeirrar kyn- slóðar sovézkra Ieiðtoga sem hann til heyrir. Menn vita ekki miklu meira um félaga hans eða keppinauta í mið stjórninni — menn eins og Kósygin og Podgorny (sem er annar nákominn samstarfsmaður Krústsjovs). Það er undravert hlve keimlíltir allir þessir menn eru í útliti, klæðaburði og ailri framkomu. Þeir eru gæddir sömu mýktinni, klæðast sams konar dökkum fötum, hafa sama suðandi raddhreim inn þegar þeir flytja ræður, bera sama alvörusvipinn og eiga sama ásetniag- inn um að láta ekki á sér bera — til að skyggja ekki á höfuðpaurinn. Þetta eru hinir nýju stjórnmálamenn Sovétríkjanna — þeir minna einna helzt á forstjóra stórra fyrirtækja á Vesturlöndum, einbeittir, vinnusamir, duglegir og séðir, en án nokkurs áber- andi persónuleika. Kreznev virðist samt skera sig úr að því leytí, að hann er óþvingaðri, persónutegri og hýrari á brá en flestir félagar hans. Á ferðalögum aínum er- lendis og við hátíðleg tækifæri heima fyrir hefur hann fengið orð fyrir að beita a/ipuðum kumpánabrögðum og þeim sem helzt einkenna bandaríska stjómmálamenn á kosningaferðalög- uro, Við þau mörgu hátíðlegu tæikifæri, þegar æðstu valdamenn í Moskvu koma inn í móttökusal í Kreml í litl- um hnapp þétt á haela Krústsjovs, stingur hið opinskáa og laglega and- lit ,Breznevs og viðkvæmnislegt göngu lag hans skemmtilega í stúf við stifa cg drungalega framgöngu félaga hans. En að dasmi annarra opinberra em.bættismanna í Sovétríkj unum hefur Breznev haldið einkaLífi aínu leyndu fyrir forvitnum erlendum sendimönn- um og venjulegum sovétborgurum. Hann býr ásamt konu sinni, Viktoríu, í einu af sex Iystihúsum sem ætluð eru æðstu mönnum Sovétríkj anna á Lenin- hæðum, íbúðarhverfi sem stendur í brattri hlíð handan við Moskvu-fljót með útsýn yfir borgina. Hann á a.m.k. eina dóttur, Galínu, sem sögð er vera sérlega lagleg, og ungan kvæntan son, Júrí, sem er verkfræðingur. Tengda- dóttir hans kennir ensku og dvaidist nýiega nokkra mánuði í Lundúnum — og það var ævintýri sem „skaðaði hana ekki“, að því er Breznev sagði einum gesta sinna. Og þetta má heita allt sem við vitum um einkalíf Leónids Breznevs, sem nú er á 59. aldursári. Sagt er að hann sé með köfium í roeira lagi ölkær, og þegar hann var í opinberri heimsókn til Marokkó f ársbyrjun 1901 gengu sögur um, að hann hefði gengið undir aðgerð vegna hjartasjúkdóms, en það var að sjálfsögðu aldrei opinberlega staðfest. Póiitísk ævisaga Breznevs á það sammerkt við einkalíf hans, útlit og hátterni, að hún er í fuLlu samræmi við hefðbundna forskrift fyrir sovézka framámenn. Svo keimlíkar eru hinar pólitísku ævisögur helztu leiðtoga Sovétríkjanna, t.d. eins og þær eru skráðar í hinni „Miklu Sovét-alfræði- orðabók", að við sjálft liggur, að þær gætu hver fyrir sig átt við þá aila. Ijeóníd Iljitsj Breznev var 11 ára gamall drenghnokki, þegar bolscK'íka- byltingin í Rússlandi brauzt út. Hann var sonur stáliðnaðarmanns í hinum litla námubæ Kamenskoje — sem seinna var nefndur Dnéprodzersjinsk — á bökkum Dnépr-fljóts. Hann vann um skeið í stáliðjuveri, gerðist síðan landmælingamaður, og fluttist loks tíl Moskvu þar sem hann varð nem- and>' við Landbúnaðarstofnunina. 25 ára gamall var hann orðinn meðlimur í Kommúnistaflokknum. Snemma á ferli sínum sem flokks- starfemaður varð Breznev bæjarstjóri í heimabæ sínum, og svo gerðist það árið 1938 að hann hækkaði í tign og íélck hið gamla starf Krústsjovs sem aðalritari Kommúnistaflokks Úkraínu. Síðan hefur hann alla tíð verið mjög handgenginn Krústsjov. Á stríðsárun- um var hann póiitískur kommissar í 18. herfylki Rauða hersins (í Úkraínu), og eftir stríð tók hann aftur við starfi sínu sem flokksforingi, fyrst í Úkraínu, síðan í Moldavíu. Árið 1952, ári áður en Stalín féll frá, var hann skipaður meðlimur í .mið- stjórn Kommúnistaflokksins og vara- meðlimur Forsætisráðsins. Þegar Krústsjov varð aðalritari flokksins og fékk í hendur stóraukið vald til em- bættisveitinga, var eitt af fyrstu verk um hans að skipa Breznev pólitískan koramissar alls Rauða hersins og síðar yfírkommissar hermáiaráðuneytisins. Árið 1954, skömtnu eftir að Krústs- jov hóf framWvæmd áætíunar sirmar um „Iandnám“ í Kazakstan, varð Breznev foringi Kommúnistflokksins í Kazakstan og hafði yfirumsjón með framkvæmd áætlunarinnar. Tveimur órum síðar var búið að rækta 87 millj- ón ekrur, og Breznev hafði fæirt sönn ur á að áætiun Krústsjovs var fram- kvæmanleg, þrátt fyrir viðvaranir sérfræðinganna. Þegar allt fór út um þúfur (skömmu síðar) var hann aftur kominn til Moslilvu og búinn að tryggja sér mikinn og bjargfastan orðstír sem afburðaduglegur skipuleggjari og verð- mætur aðstoðarmaður Krústsjovs. Árið 1960 tók .Breznev við embætti Kliments Vorosjílovs sem forseti Sovét rikjanna um þær mundir sem viðsjárn ar út af U-2 njósnafiugvéiinni stóðu sem hæst. Hann varð að láta af hendi sæti sitt í miðstjórn Kommúnistaflokka ins þá, en fékk það aftur I júní 1963 — tveimur mánuðum eftir að Froi’. R. Kozlov, sem sagður er hafa verið and- vigur ýmsum stefnumálum Krústsjovs, fékk hjartaslag og hætti pólitíslcum aískiptum. Framihald á bls. 4. Utgelanm: H.t. ArvaKur, KeylqavIK. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AðalstræU 6. Sími 22480. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 29. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.