Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Page 3
Þvottakona á valdi ástarinnar Hún hét Guðríður, og var alltaf kölluð Gudda; hún var skoliiíhærð, rjóð og búlduleit, 1 meðallagi há og gildvaxin, og frekar var hún talin grunnhyggin, enda lítillar tilsagnar not- ið í bernsku, eins og þá var títt um munaðarlaus oinbogabörn þessa heims. í uppvextinum hafði hún flækzt margra á milli og var snemma látin íara að vinna, og var henni oft lítil vorkunnsemi sýnd, og misjafnir voru húsbændur sveitarinnar sem hún þræl- eði hjá, oft myrkranna á milli, eins og titc var áður í sveitinni. En er hún var komin nokkuð á aldur tók hún sig til og fluttist til höfuðborgarinnar. Var hún í ýmsum húsum í vist. Þá þekktust ekki vinnukonuvandræðin, eins og nú ■til dags. En hin síðari ár gegndi hún hlutverki þvottavélarinnar, sem ekki þekktist þá, og gekk í húsin og þvoði tau, og eftir það festist þvottakonu- rafnið við hana, enda var hún mjög eftirsótt í þann starfa, því trúmennskan og skylduræknin voru henni í blóð bornar. Húsbændurnir ákváðu vinnutíma hjúa sinna sjálfir í þá daga, og var ekki farið eftir neinum lögbundnum vinnu- tíma, eins og nú til dags; en hvað um þaö. Gudda imdi sínum hag vel, þvi liún þekkti ekkert annað skárra en þrældóm vinnunnar, og þegar hér er kcmið sögu var hún orðin sjálfrar sín, eins og kallað er, það er að segja hún vai farin að leigja sér herbergi. Það var kjallarakofnpa sem hún fékk við vægu verði, og þar hafði hún rúmið sitt og prímusinn til að malla sér á, þvl nú var hún farin að fæða sig sjálf, og hafði alltaf með sér matarbita í vinruna, sem hún stakk upp í sig yfir þvottabölunum, og var það stundum af skornum skammti, því hún einsetti sér að reyna að spara eitthvað til elli- áranna. Stundum vildu konur þær, er húr. þvoði fyrir, víkja að henni matar- bita. Það var ekki oft, en Gudda var mjcg sérvizkufull og þáði það aldrei, því að hún var hrædd um, að af kaupi sínu yrði dregið ef hún þekktist það. Hver dagurinn var öðrum líkur í þessu þvottastriti, og oft stóð hún við balarm langt fram á kvöld, og var slit- uppgefin, er hún kom heim í kjallara- kompuna sína. Samneyti hafið hún ekki við annað fólk en húsmæðumar, sem skipuðu henni fyrir verkum. En samt var það nú svo skrítið, að Gudda virtist ekki vera orðin dauð úr öllum æðum, þó hún væri komin yfir fimmtugt. Einhver ástarfiðringur fór að fara um hana, er henni datt í hug leigjandinn, sem var í öðru herbergi þarna í kjall- aranum. Hún hafði stundum rekizt á hann á morgnana og boðið honum góð- an dag, en hann var eitthvað svo drumbslegur, að hann tók aldrei undir kveðju hennar. Guddu sámaði þetta mikið, því hún var farin að bera hlýj- an hug til mannsins. Þetta var maður í meðallagi hár, dökkur á brún og brá, og bar af sér góðan þokka. Hann var á að gizka um sextugt. C udda hafði aldrei gengið í augim á karlmönnum, en þótt hún væri nú komin á þennan aldur, þá bar hún ailtaf einhverja óljósa þrá í brjósti um að einhvern tíma kæmi nú sá rétti til að biðja hennar, og er hún hugsaði þetta fannst henni, að renna myndi upp bjartur dagur, og þá ætlaði hún að hætta þessu þvottastriti. • Já, Gudda var hætt að halla sér á kvöldin, eins og hún gerði áður, er hún kom úr vinn- unni. Nú fór hún að þvo sér og greiða og jafnvel líta í spegilinn öðm hverju, ef ske kynni að Jobbi berði að dyrum. Einnig var hún oft farin að fara fram á ganginn, ef ske kynni að hún mætti lionum. Nú var hún þó búin að komast að því, að hann var kallaður Jobbi. Meira vissi hún ekki. Hún fór að láta sér detta í hug, að það yrðu nú kannski hæg heimatökin að kynnast Jobba og íá hann til að giftast sér. Hún eld- Frcunhald á bls. 14 Eftir IngibjÖrgu Guöjónsdóttur IN MEMORIAM Eftir Dag Siguröarson Þegar ég er orðinn gamall og búinn að vinna öll mín snilldarverk og glapræði ætla ég að setjast útí sólskinið hlusta á suðið í flugunum (ef ég held heyrn) og minnast þess hve ilmurinn af jörðinni var góður þegar ég var úngur og ástfánginn Hve öllu hrakar ætla ég að tuldra og glotta tannlaust að því hvað ég er orðinn gamall og vitlaus II Stundum verður rigníng Þá ætla ég að hýrast inni á kvennapalli þamba kaffi og segja lygasögur Ég verð orðinn skrambi flínkur að ljúga sögum Það léttir manni brjóstþýngslin III Ég ætla alltaf að luma á kandismola og koníakslögg og svo ætla ég að deyja IV Einhvei kellíng einhverstaðar til dæmis á Elliheimilinu eða uppi í sveit eða þá í útlöndum em af þessum seigu kellíngum sem eru svo léttar á sér alltframí andlátið og lifna allar við þegar kallmaður birtist í gættinni ein af þessum gömlu skrukkum sem hættu aldrei til fulls að hreyfa sig einsog úngar stúlkur þótt þær barmafylltust lífsreynslu mun segja: Svoað hann var að fara garmurinn Það er kannski best Hann var orðinn svoddan ræfill svo lúinn og gatslitinn og kalkaður var hann líka en þið hefðuð átt að sjá hvað hann var fallegur í gamladaga 29. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.