Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Qupperneq 8
í
I
t
t
I
t
f
i
i
í
V
f
r
i
:
Fjöiskyldan í stoíunni að Lundi. Við vorurn seint á ferð og Björn Geir var kominn í náttaoppinn.
. r
Jjjöm Geir er orðinn sex ára.
Stór strákur, sem kom í heiminn úti
í Kaupmannahöfn, en fluttist síðan í
Kópavog og þar er hann nýbyrjaður að
ganga í skóla. Jafnvel í Kópavogi
eru þau ekki- byrjuð á dönskunni sex
áPa svo að Björn Geir heldur sinni
dciisku við með því að lesa Andrés
Önd heima á kvöldin, því hann er
orðinn fluglæs bæði á íslenzku og
dönsku. Og auðvitað er Andrés Önd
uppáhaldsnámsbókin, enda er And-
rés kunnur sómakarl, bæði heima og
eriendis, eins og þar stendur.
Björn Geir er vasaútgáfa af föður
sínum, en verður það varla lengi, því
hann ætlar að verða eins stór og pabbi
— og þá verður hann líka orðinn stór.
Það er nefnilega mesta furða hve vel
pabbanum tekst að troða sér inn í litla
Citroen-bílinn þeirra, sem þrátt fyrir
allt rúmar alla fjölskylduna og meira
en það.
J[ æja, við ættum að fara að kom-
ast að efninu. Lesbókin er nefnilega kom
in í heimsókn til þriggja manna fjöl-
skyldu í Lundi við Nýbýlaveg í Kópa-
vogi Otg hér er það Björn Geir sem sit-
ur í öndvegi. Ekki vegna þess að hann
sé einhver ólátabelgur, sem stjórni öllu
á heimilinu. Nei, heldur vegna þess, að
hann er Ijósgeislinn á heimilinu, eins
og guðhræddar konur orða það. Og
'þannig á það einmitt að vera.
Foreldrarnir eru Leifur Þorsteinsson,
Ijósmyndari, og Friðrika Geirsdóttir,
auglýsingateiknari. Frúin vinnur úti,
ÍSLENZK HEiMILI
eins og titillinn bendir til — ekki að-
eins tii tekjuöflunar, (heldur hefur hún
líka gaman af starfinu. Það skiptir ekki
hvað minnstu máli. Sveinninn unir vel
hjá ömmu og afa á daginn, en þau búa
í sama húsi. Þar þarf enginn að láta sér
ieiðast, því á þessu heimili er mikið
staifað og þar gerist margt. Afinn er
nefnilega hann Geir í Eskihlíð, sem
margir kannast við — og hann á ó-
grynnin öll af hænum, svínum, kúm —
og svo einn hest og eina dráttahvél,
segir Björn Geir. Á bænum eru líka
nokkrir hundar og kettir. Um daginn
voru komriir fjórir hundar, en þá var sá
yngsti, sem nefndist NÝI LILLI, gefinn
vandalausum og var að vonum mikil
eftirsjá í honiun.
V ið báðum um að fá að koma I
heimsókn til Leifs og Friðriku vegna
þess að það eru ekki nema tvö ár síð-
an þau komu frá Kaupmannahöfn —
og dönsk húsgögn eru meðal þess, sem
freistar hér úti á landinu kalda. Þau
sögðu hins vegar, að lítið væri að sjá
hja þeim af slíku, því í Kaupmannahöfn
hefðu þau verið við nám og ekki haft
efni á að eyða miklu fé til húsgagna-
kaupa frekar en annars. Okkur væri
samt óhætt að koma í kt/öldkaffið, því
kunningjarnir væru hvort sem er svo
latir að heimsækja þau þarna suður í
Kópavogi. Engu væri líkara en Beyk-
víkingar te'du fjarlægðina suður eftir
hálfgerða þingmannaleið og þar af leið-
andi drykkju þau kvöldkaffið oftast
tvö ein. Allir gestir væru meira en
■Velkomnir.
Að Lundi eru margar íbúðir, því bú-
ið er stórt og það krefst mikilla starfs-
krafta. Dótrtir bór.dans og tengdasonur
t.aka samt ekki mikinn þátt í bústörfun-
um, en Björn Geir er fulltrúi þeirra við
mjaltir, fóðrun og annað markvert, sem
fram fer. Þarna hafa þau fjö'gur her-
bergi og eldhús, mjög hlýlega íbúð í
hljúðlátu umhverfi. Hér er gestum boð-
iö að setjast í danska Safari-stóla, ein-
falda og stílhreina harcWiðarstóla með
leðuráklæði — og svo þægilega að sitja
í, að það er beinlínis hætta á að fólkið
sitji uppi með gestina. Svo segjast þau
hafa komið tómhent frá kóngsins Kaup-
mannahöfn. Þau eiga líka stórt og vand
að sófaborð, en annars bera innanstokka.
munir þess merki, að hér hefur hag-
sýni og smekkvísi ráðið, en ekki prjál-
sýkin, sem nú á dögum kemur alltoi
mörgum á kaldan klaka fjárhagslega.
„Og þessi er frá Kaupmannahöfn,"
segir Friðrika hlæjandi og bendir á
geysistóra kommóðu, sem ekki er aif
•nýjustu gerð. „Fyrst eftir að við kom-
ur.i út byrjuðum við að draga að okk-
ur það nauðsynlegasta og fórum þá oft
í skranbúðir í hliðargötum til að skoða“,
bætti hún við. „Þessi gamla kommóða
var ekki sérlega falleg, þegar við keypt-
um hana. En ég sá, að ég gat málað
hana og gert hana að hálfgerðu „rari-
teti“ — og það er hún orðin, a.m.k. í
mínum augum“. Við héldum líka satt
að segja, að þetta væri einhver dýr-
mætur .erfðagripur — og ekki er ósenni-
legt, að hann verði það einn góðan veö-
urdag.
En á kommóðunni góðu stendur þó
áreiðanlega dýrmætur erfðagripur — bg
það var efeki fjarri lagi hjá okkur.
„Þelta er víst gömul salut-kanóna frá
Bessastöðum“, segir Friðrika. „Hún
stóð alltaf uppi á hillu í eldhúsinu hjá
mömmu og pabba og mér hefur alltaf
fundizt 'hún hluti af sjálfri mér svo a3
ég bað um hana — og fékk. A.nnars
kemur hún frá föðurömmu minni.
Bræð'Ur hennar áttu hana. Hún er senni
lega steypt í Frederiksværk árið 1766.
Það stendur a.m.k. á kanónunni", segir
Friðrika.
Ennú ber hún kaffið á borð og
mikið og gott kaffibrauð — og það er
sannarlega þess virði að koma hingað í
kvöidkaffi. Og við förum að rabba um
veru þeirra í Kaupmannahöfn. Hálft í
hvoru sjá þau eftir að hafa ekki ílengzt
ytra, því starfsmöguleikar og tekjur
eru þar betri segja þau — fyrir út-
lærðan Ijósmyndara og auglýsingateikn
ara. En heimahagarnir hafa sterkt að-
dráttarafl sem betur fer, þótt fæðin
hér veiti fólki ekki svipaða möguleika
og tækifæri og útlandið.
„Hjá okkur þessum fáu, sem vinnum
að vöruljósmyndun, auglýsingateikning-
um og „reklame“ yfirleitt er þetta hálf-
gert brautryðjendastarf hérna“, segir
Leifur — „því til skamms tíma hefur
Frú I'riðrika við teikniboröið í vinnustoíu sinni.
8 LESBÖK MOItGUNBLAÐSINS
29. tbl. 1964