Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 1
 II ^* Steingrímur J. Þorsteinsson: ' Fyrir framan mig liggur lítill tvíblöð- ungur. Fyrirsögn ex „Jólasönigvar. (Eptir Matthias Joehumsson)." Það er því eitt af fjölmörgu smáprenti, sem til er með Ujóðum eftir séra Matthias, Það er prent- eð í Reykjavík, hjá Einari Þórðarsyni, érið 1876, en þá var séra Matthías rit- etjóri blaðsins Þjóðólfs. Þessir „jóla- eöngvar" eru fjórir talsins, en aðeins tveir hinir fyrstu frumortir jólasálm- ar: Blessuð jól, bjartari sól og Ég vil með þér, Jesú, fæðast; hinn þriðji er reyndar nýárssöngur: Aftur að sólunni eveigir nú heimskautið kalda, og hinn fsíðasti, Fögur er foldin, sniðinn eftir dönskum sálmi eftir Ingemann (Dejlig er Jorden). Um einn þessara sálma verður fjallað iiokkuð hér á eftir. En fyrst skal hugað lítillega að afdrifum og örlögum sálm- anna fjöigurra í Ijóðasöfnum skáldsins og sálmabókum okkar. Fyrsta kvæðasafn sitt (Ljóðmæli) gaf séra Matthías ekki út fyrr eh 1#84, þá kominn hátt á fimmtugs aldur. Skáld voru yfirleitt miklu seinni til að gefa út ljóðabækur eftir sig á 19. öld en nú, enda var þá erfiðara um vik að fá út- gefendur að bókum, t.d. var Steingrím- ur Thorsteinsson orðinn fimmtugur, þeg ar Ljóðmæli hans voru fyrst prentuð, — en báðir voru þeir Matthías þá löngu orðnir þjóðkunnir, bæði af þýð- ingum sínum og frumsömdum skáld- skap, meira að segja þegár orðnir þjóð- skáld. En upp í Ljóðmæli sín tekur Matthías aðeins tvo þessara sálma, nýárs- sönginn og Ég vil með þér, Jesús, fæðast, (þá breytt í það horf), sem ber nú fyrir- sögnina Jólasálmur. Réttum áratug eftir að blaðið litla var t Mattbias Jochumsson. prentað, eða árið 1886, hlutu íslendingar nýja sálmabók, sem þjóðkirkjan notaði síðan óbreytta, í endurprentunum, nær- fellt sextíu ár. Hún var auðvitað undir- búin af mikils háttar nefnd (skipuð .: .v:v.-v,:::: iilllfl I^SM ¦. mmm fck^iiiSvvívVVy- Jörkja oS bæ, j Qúúa á prestskaparárum séra Matthíasar, stm^^l^tyTiT^iudyi^ 1878), og átti séra Matthías sæti í henni. En hann var orðinn prestur austur í Odda, þegar nefndin lauk störfum, og gerði lítið að því að halda þarna fram sálmum sínum, en þeir hafa þá verið miðlungi eftirsóttir af forystumönnuim kirkjunnar vegna frjálslyndis — og að því er sumum fannst stefnuleysis — Matthíasar í trúarefnum. Hann hefur þvi líklega ekki haft mi'kil afskipti af sálma- bókargerðinni. En þeim mun ötulli starfs- maður var þar formaður sálmabókar- nefndarinnar, séra Helgi Hálfdanarson, eins og ljóst er m.a. af því, að frá hendi hans eru þarna, þýddir og frumortir, 211 sálmar, eða nærri sex sinnum fleiri en eftir séra Hallgrím Pétursson (3S) og átta sinnum fieiri en frá hendi séra Matthíasar (26). Þótt séra Helgi væri að mörgu leyti gott og smekkvíst og sérstaklega kunnáttusamlegt og dugandi sálmaskáld — og gildi skálda verði aldrei metið og mælt með hlutfallareikn- ingi, þá hefur samt ýmsum þótt sem þarna hefði mátt komast nær sanni í þeim efnum. Fyrir rúmum tuttugu árum, eða 1945, hlutum víð nýja sálmabók, eða réttara sagt tillögu að sálmabók, sem síðan hef- ur vei-ið notuð, margendurprentuð, og er nú í endaniegum undirbúningi. Einn aðalkostur þessarar núverandi bráða- birgðasálmabókar okkar er sá, að minnsta kosti frá bókmenntalegu sjónar- miði, að þar er til verulegra muna réttur hlutur tveggja mestu sálmaskálda okkar, séra Hallgríms og séra Matthíasar, svó að þeir skaga þarna upp í það að vera hálfdrættingar Á við séra Helga (og hefur hann þó 28 sálmum betur en þeir báðir samanlagt). En til að gæta allar sanngirni skulum við gera okkur það ljóst, að við val í sálmafoók eru önnur aðalsjónarmið ríkjandi en skáldskapar- ,eða bókmenntagilc...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.