Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 8
ttm þótti fremur gaman að þvf, og hældi sér oft af því, hverja sneypu- dör höfðingjarnir færu fyrir sér, heið nrkempunni". Rosinkar bóndi Árna- •on í Æðey mun oftast hafa lögsótt Ofcúel, enda samsiveitunigur hans lengst af. Einu sinni sem oftar var Otúel að mæta í Æðey, var þá sýslu- maður og fleiri aðkomandi. Varð Otúel þá að borga allháa sekt. Þegar bann ætlaði af sta'ð beim til síh og *rar að setja bát sinn á flot, komu beir út úr bænum Rosinkar, sýslu- maður o.fl. Þetta var á vetri og voru lagnaðar-ísjakar hér og þar á höfn tnni, og æðarfuglinn sat þétt á sum- «un jöfcunu'm. Þá segir Rosinkar við Otúel: „Skjóttu nú helvískur!" Otúel gripur byssuna og skotið ríður af é •ama augraabliki og 7 æðarfuglar falla é. einum jakanum. Rosinkar heimtar nú að Otúel sé tekinn fyrir aftur, en •ýslumaður segir, a'ð hann hafi sagt bonum að skjóta, hafi hann sj'álfur heyrt það, og féll það þá niður. í öðiru sinni var Otúel að fara af slík- um fundi snemma á vori, ísrek var notokuð, og eins og vant var sat æðar- ICuglinn þétt á jökunum. Otúel stóðst eflcki freistinguna og lætur fara á ein- hvern álitlegasta fuglaihópinn og Itelldi þá uim 30 í skotinu, sem hann tándi upp í bátinn. Rosinkar var úti á eynni og sá allt, sem fram fór fajá Otúel. Daginn eftir komu tveir menn að birta Otúel stefnu í bæjar- dyrum, sem venja var til. Otúel var binn «kátasti og ba'ð þá gera svo vel að setja sig inn. Gestirnir sáu, að búsfreyja og vinnukonan voru í óða önn að reyta æðarfugla, og allt var íullt af fiðri og æðarfuglum. „Gefðu blessuðum ungunum eins og þeir geta foorðað af nýju æ'ðarfuglakjöti, mamma, þeir eru líklega matlystug- ir", sagði Otúel við konu sína. Menn- irnir borðuðu með beztu lyst, þökk- uðu fyrir sig og kvöddu síðan með virktum. í\ Hesteyri í Hestfirði, sem er einn af Jökulfjörðunum, bjuggu fjór- ir bændur, sem allir voru sagðir efn- aðir og allmikilir menn fyrir sér. Þeir íyrirbuðu öllum að skjóta sel þar í íirðinum og létu Otúel frétta það eftir •ér, að hann skyldi ekki ómeiddur þaðan komast, ef hann vogaði að koma þar inn í fjörðinn til að skjóta •el. Otúeí langaði mjög til að fara þar inn, hann hugði, að þar væri selur nóg wr og dauðspakur. Þetta var, er Otúel irar upp á sitt bezta, gat hann þá valið úr mönnum að vera með sér, því það var álitin ábatavon. Nú bjó bann sig út í einn "Jökulf jarðartúrinn, íór þá með honum Torfi bóndi á Skarði, sem var heljarmenni, bæði •ð miannskap og vexti, og ógurlega •vaðalegur, ef hann var reiður eða við vín, en annars mesta góðmenni. Hinn maðurinn, sem með Otúel var, hét Bjarni, var hann líkur Torfa a'ð afli og vexti, en afar stirður til allra hreyfnga. Nú segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en morgun einn um dag- málabil, að þeir voru staddir við Hestfjarðarmynnið, þá skipar Otúel foeim að róa inn fjörðinn, því þeir muni allir vera á sjó frá Hesteyri um foetta leyti dags. Þeir gjöra svo, en er þeir koma kippkorn inn fyrir eyr- ina, skýtur Otúel gríðarstóran sel, bvo hann flýtur steindauður á sjón- um, en er þeir rétt hafa lokið vi'ö að ná honum inn í bátinn, sjá þeir sex menn hlaupa frá bænum á Hesteyri og hrinda fram stóru 5 manna farL Otúel varð illa hverft við. „Guð hjálpi mér, þeir ætla að koma, róið í Guðs nafni út fyrir eyrina, piltar", segir hann. Torfi og Bjarni tóku nú all- sterklega til áranna, en Hesteyrar- menn reru beint í veg fyrir þá, og fóru leiíkar þannig, að þeir raáðu bát Otúels að framan, Obúél skalf þá á beinunum, en verður þa'ð fyrst fyrir að hann segir við Torfa: ^Torfi, ég skipa þér að losa." Torfi grípur svera skorðu upp úr bátnum og stekkur fram í, reiðir upp skorðuraa og segir: „Mér er skipað að loþa." (Hann var mjög smámæltur á essið). Hesteyr- ingum leizt ekki á að fá högg af skorounni frá Torfa, og verður það næst, að þeir sleppa tökum á bátn- um, og áður en varði var bátuir Otúels kominn á flugferð út úr firðinum, og sáu þeir sér þá ekki fært að elta hann til þess að ná honum. Hafði Otúel þar frægan sigur, sem hann var lengi minnugur á. Frá þessum sigri sagði Otúel oft, en þó var annað, sem' hann þóttist enn þá meiri af. Hann var þar norður frá í skotfer'ð, sem oftar, lenti inn- an til í Grunnavíkinni, tekur byssu sína og kiki og gengur út undir svo- kölluð Hlöss, en það voru lágar klapp- ir eða hleinar, sem komu upp um fjörur, en á milli þeirra voru álar, sem etoki fjaraði út úr, og voru þeir fullir af þara og þangi. Sá Otúel í kikinum þrjá seli liggjandi uppi á þessum hleini og að sá stærsti var fjarstur. Otúel fór þá að læðast fram eftir hleinunum, til þess að komast í færi, og varð að vaða alldjúpt í sum- um álunum, en þegar hann er í ein- um þeirra, hér um bil í mitti, sér hann a'ð selirnir eru eitthvað að ókyrr ast, þorir bann þá ekki að vaða lengra og skýtur á fremsta selinn og dauð- skaut hann. Þetta sagði hann, að eng- inn hefði getað gjört nema sönn heiðurgkempa, og var það viðkvæði hans, ef honum þótti fyrir vi'ð ein- hvern: „Líklega þú frægur, sem skaut selinn í Hlössunum, standandi í sjón um upp í herðablöð." Eitt vorið, sem ég var á Snæfjöll- um, gjörði Otúel út annan bát, sem reri frá Búð, þar sem kallað er Guli- húsár, skammt fyrir utan Snæfjöll. Formaðurinn á þeim bát hét Jón, dug legur maður og aflaði vel, var Otúel mjög mdntinn af honum. Einn sunnu- dag í góðu veðri, kemur Otúel til mín og spyr mig hvort ég vilji ganga me'ð sér út að Gullhúsám, „Mig langar til að sjá ungana mína," sagði hann. Ég var fús til þess, þegar við komum út eftir, voru all-margir ungir menn komnir þangað á undan okkur, og höfðu það að leik að sjá, hver bezt gæti skotið til marks, höfðu dálítinn stein uppi á tunnubotni, og sikutu svo í 25—30 fa'ðma færi. Otúel segir við þá, þegar hann kemur: „Getið þið hitt veröldina, piltar?" Síðan gengur hann mjög vígamannlegur heim að tunnunni, kastaði 'niður steininum, sem var á tunnubotninum og lætur annan örlítinn á tunnulöggina, kemur svo og gengur að þeim, sem héit á byssunni og tekur bana af honum þegjandi, en segir við mig: „Komdu, Jónsi", svo gengur hann 10 tii 15 föðmum lengra frá markinu, snýr sér svo við, bregður upp byssunni og skot ið af á augnabliki; litli steinninn þaut langt inn á kamb. Otúel réttir mér byssuna eins og aftur fyrir sig, en segir ekki orð, gengur svo þar upp í móana með alls konar miikilmensku tilburðum, sem ómögulegt er að lýsa, en talaði ekki orð, fyrr en hann náði sér diálítið og kom til okkar og við fórum að hæla hontsm'. Torið eftir þetta reri ég frá næstu veiðistöð fyrix innan Snæfjöll, á hvítasunnudaginn fórum við fimm eða sex út að Snæfjöllum. Mér þótti einatt gaman að heimisækja Otuel, enda tók hann mér ætíð mjög veL Þegar við komum út undir Snæfjalla túnið, sáum við mann innan til á tún- • inu, sem vair að snúast þar aftur og fram, með miklum handaslætti og allskonar reigingi. Vi'ð þekktum nú raunar strax, hver maðurinn var. Við ætluðum að heilsa honum með handa bandi, en hann tók aðeins í hendina á mér, en lét sem hann sæi ekki hina." „Sáuð þjð skeiðina, piltar", hina. „Sáuð þið Skeiðina, piltar", spurðum vi'ð. „Ja, bún fór til kirkju, maddama Dagmey fór til kirkju", sagði Otúel. Sumir strákarnir ætluðu að klúkna af hlátri, og var mér mein- alla við það, ég skildi strax hvað Otúel meinti, og var hinn alvarleg- asti. í Æðey var stór áttræðingutr, sem kallaður var Skeiðin, hún var þá stærsta opfð skip við ísafjarðar- djúp. Meining Otúels var, að Dag- mey kona hans bæri af öðrum kon- um, eins og Skeiðin bar aif öðrum opnum skpum og bátuma; bað hann mig að koma með sér heim í bæ, því hann væri nú einn heima, piltarnir hefðu farið til kirkju með maddömu Dagmey. Það iá þá mjög vel á hon- um. „Þú hefðir átt að sjá maddömu Dagmey í morgun, Jónsi, þegar hún var komin i allt kirikjufíneríið, hún var eins og kóngsdrottning"; sagði hann. ,Já, hún er falleg kona hún Dagmey", sagði ég, og meir en smá- heppinn hefirðu þá verið, eins og oft- ar, þegar þú skauzt hana ástar-örinnL Þá kom spriklandi fjör í hann allan, og sagði hann mér, hvernig það hefði gengið til, og hnippti aftur og aftur í mig svo fast, að ég riða'ði við. Ég lenti stundum upp á MelgraseyrL þegar ég var í herferðum miínum inn um djúpið, þá sá ég þessa blómarós". „Hún hefir nú verið falleg þá, hún Dagmey, sagði ég. „Maður G-u-ð-s hún var heilagur engill; ég var bara á strigabuxum, þeir voru einatt að biðja hennar þessir uppduibbuðu spjátrungar, en kunnu ekki a'ð hitta kol'iubotn með byssu, ég sá, að hún leit mig hýru auga, leit á Otúel Vagns son, þótti þrýstinn vöxtur innan í strigabuxunuim, JónsL" 0 / túel sagði mér þá margar sög- ur af sjálfum sér, ein var þessi. Eitt vorið þar á Snæfjöl'lum, liaugardags- kvöld í góðu veðri, höfðu tveir af for mönnum þar beðið sig að fara með sér út undir Bjarnarnúpinn og sjá, ef þeir kynnu að rekast á sel eða hnísu, eða eitthvað til að skjóta, annar þessara formanna var Benja- mín, greindur bóndi frá Steig í Jökul fjörðum. Þegar þeir komu út fyrir eyrarnar, rekur sig upp stór selur í allgóðu færi. Otúel skaut á hann og lá selurinn sem dauður eftir skotið. Benjamín vildi þegar róa að honum, hugði að ekki væri annað en taka hann inn í bátinn, en Otúel sagoi að selurin væri ekki dauður, hann lægi í roti, og grípur skutulstöngina og skutlar til selsins og hæfir hann rétt í hægra augað. þá tekur selurinn hart viðbragð og fer í kaf, en Otúel hélt of fast í færið svo skutuilinn brotnaðL þegar járnaði við í hausibeinum sels- ins, Benjamín og þeir ræðarniir sáu, að dofnaði yfir Otúel og a'ð hann dró að sér laust færið, þá segir Benjamín; „Hvað manglar þig ný, bölvaður kloss inn". „Ég sagði ekkert", sagði Otúel „nema guð hj'álpi mér, það er laust. Ég skipaði þeim a'ð halda bátnum kyrrum í blóðirákinni úr selnum upp 6—8 faðma frá bátnum, og sikutlaði ég hann þá á augabragði og hitti hann í hálsinn og var hann þá að söikkva steindauður. Ég hefi aldrei haft því- líkan helvítis dóna innanborðs, að segja slíkt við mig, þegar ég gerði annað eins heiðursherrakast, að hæfa selinn beint í augað," sagði Otúel og barði sig utan og var reiðilegur. „Sá dóni skal aldrei undir mér róa aftar." Ég stoal annars taka það fram, að þetta var hið eina skipti, sem ég heyrði Otúel tala illa um aðra á bak, hann var mjög umtalsfrómur urni allt íólk, en þetta ókuirteisistilsvar hefir honum sviðið svo milki'ð, að hann gat ekki gleymt því. Við fórum nokkrum sinnum í snjó kast við Otúel, hann var ekki orð- inn viljugur til þess, en ef bann fékkst til að kasta kúlu, þutu strák- arnir að úr öllum áttum, og allir á móti Otúel, en það var etoki við lambið að leika sér. Þa'ð var hér um bil ómögulegt að koma snjótoúlu á hann, hann greip þæir allar með höndunum, ef þær komu svo nálægt honum. En þegar hann fékk tíma til að kasta kúlu, var hann alveg viss um að hitta þann, er hann kast- aði til. Hann vildi ætíð kasta á löngu færi, það var því erfitt fyrir þá, sem klaufar voru að hitta hann; hann hafði snjókúlurnar heldur litlar, en hno'ðaði þær vel og geymdi svo marg- ar í buxnavösuim sínum. Voru þær svo harðar þegar hann kastið þeim, að ektoi þótti gott að fá þær í haus- inn, en rennvotur var Otúel orð- inn eftir snjókast, frá buxnasti-eng og niður á hné. " að var all-mörgum árum eftir að ég var nálægt Otúel að hann varð fyrir dálitlu slysi í kaupstaðairfer'ð; hann hafði verið á litla bátnum sín- um með þriðja mann, annar hét Ari, og var kallaður „Fífí", hinn hét Einar og kallaður „kossi", báðir voru þeir við aldur. Ari þessi vair velrogginn af sjálfum sér og þóttist ekki þurfandi fyrir neinskonar siðalögmál frá Otúel, kom þeim því vanalega illa saman, ef þeir urðu eittihva'ð samferða, og svo var í þetta sinn. Þeir voru á heim- leið, og líklega báðir, Ari og Otúel tals vert kenndir, og lenti í rifrildi milli þeirra út úr einhverju. Ari þóttist ekki þurfa að slaka til fyrir Otúel, en Otúel fannst hann vera langt yfir Ara hafinn og Ari ætti að hlýða sér, en er það fékkst ekki með orðum, ætlaði upp á annan máta, stendur upp og hann að sýna honum í tvo heimana ætlar a'ð gefa Ara á hann, en Ari rýk- ur til og þrífur til Otúels, og nú getur hvorugur losað sig við hinn, og svo slangra báðir út í aðra hlið bátsns, og þá vendir honum. Otúel komst þegar á kjöl, en Ari varð laus við bátinn, en flaut, en Einar festist á keipnefi, en gat haldið höfðinu upp úr, þetta var hér um bil á miðju djúpinu milli Arnarness og Snæfjalla. Þar voru menn á bát allskammt frá að draga fiskilóð, og höfðu heyrt all- •greinilega til þeirra Otúels og Ara, áður en bátnum venti. Þeir brugðu þegar við til að bjarga. Otúel stóð þá á kjöl báts síras, hinn hressasti, er þeir komu að honum, veður var mjög gott og bárulaust. „Bjargiðið þið hon- um Einari, piltar, en látfð þið hel- vítið hann Ara vera", sagði Otúel við þá. En þeir tóku Ara fyrst og Einar þar næst og lotos Otúel, „Og þar fór guli< Laufinn", sagði Otúel, að öðru leyti virtist honum ekki finnast mikð til um þetta óhapp, en guli Lauf inn kom upp á fiskiöngli hjá ein- hverjum notokrum vikum síðar, og Framh. á bls. 42. 40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. lfi«4 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.