Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 2
Frelsari minii, og eiga bágfc. Jeg vil með þör, Jesú, fræðasfc, Jeg er barn, og kaiui svo fútl. Jeg vil með þér, Josú, dafna, Jafnt að núð hjá Guði og drótt, Kigingirni heimsins hafna, Helga Guðí fjör og þrótt, Fyrir heiminn saman safna Sannleiks gulli dag og uótt, Jcg vil með þér, Jesú, stríða, Jeg vil finna týndan sauð, Jcg vil lækna sár, er svíða, Seðja þann, sem vantar brauð. Jcg vil foginn líka líða, Lausnari', með þcr kross og íiauð. Jíig vil nioð þðr, Jcsú, deyja, — Jcg? — ó hvað er allfc mitt hrósP Ó! jeg vil mig bljúgur beygja, Krcysk og kalin vetrarrós; Jcg vil með þer, Jcsú, þroyja: Jeg cr strá, cu þú ert Ijós. Óína jðrð af jólakvæðum, Jesú Kristi fagna hjörð; Brenni' í heimsins hjartaæðum Hcilagt Iof og þakkargjörð. Dýrð sc Guði í hæstum hæðutii. Hclgur friður signi jörð! Xvær fyrri síður tvíblöðungsins frá 1876. Enn vil ég taka fram þann kost síðustu sálmabókar okkar, úr því að hana ber hér á góma, að ýmsir sálmar, sem breytzt haía í meðförum eða verið ortir upp að meira eða minna leyti í eldri sálma- bókum, hafa hér verið færðir nær upp- h*.flegu horfi, þótt enn vanti mikið á í þeim efnum (í sumum versum eru að- eins örfá orð eftir skáldið, sem sálmur- inn er kenndur). En eins og guðfræðing- ar og kirkjunnar menn vilja vitanlega, að orð Beilagrar ritningar nái til manna sem réttast og hreinast, bera bókmennta- unnendur einnig virðingu fyrir mennsk- um höfundarrétti, fyrir skáldarétti. En ekki er víst, að öllum sé ljóst, að sálma- bókin er það ljóðasafn, sem langmest er af keypt, eða fjögur til fimm þúsund ein- tok árlega, þótt hún muni að vísu ekki lesin almennt að sama skapi. // Af sálmunum fjórum á blaðinu góða komst enginn í fyrri sálmabókina (frá 1886), sem varla er að undra, þar sem Lofsörtgurinn, Ó, Guð vors lands, hlaut þar ekki einu sinni upptöku. Þrir þeirra hafa hins vegar komizt í einhvérjar sálmabækur, hinn fyrsti, Blessuð jól, í sálmabókarviðbæti frá 1933, sem síðar var gerður upptækur, tveir hinir síð- ari, nýarssöngurinn og þýöingin Fögur er foldin, í núverandi sálmabók (hið síð- astnefnda er einnig í fyrrnefndum sálma- bókarviðbæti). En einn sálmurinn, Ég vil með þér, Jesús, fæðast, hefur aldrei staðið 1 neinni sálmabóík, þótt sjálfur tæki Matthías hann einan frumortra jólasálma upp í frumútgáfu IjóðmæLa sinna, sem fyrr segir. Um þá ljóðabók birti Gestur Pálsson langan, frægan og þungorðan ritdóm í blaði sínu Suðra (frá okt. 1884 til febr. 1886) og minntist þar á þennan sálm. — En með þeim Gesti og Matthíasi höfðu verið nokkrir fáleikar, sem voru þannig til komnir, að þegar Matthías hafði gert þýðingu sína á ljóðaleiknum Manfreð eft- ir brezka stórskáldið Byron, "einhverja frábærustu þýðingu sína, lét hann prenta hana í Kaupmannahöfn (1875), en þangað var Gestur þá nýkominn til náms, stúdentsprófsár sitt, og sá hann um útgáfuna fyrir Matthíasar hönd. Aft- ast í bókinni áttu að vera þýðingar Matthíasar á nokkrum kvæðum eftir Byron, meðal annars á ljóði, sem heit- ir Fall Senakeri'bs. Hafði sú þýðing Matthíasar áður birzt í Reykjavíkurblaði (Víkverja 25. okt. 1873), og þaðan átti Gestur að taka hana. En um sama leyti hafði verið prentuð í öðru Reykjavrkur- blaði önnur þýðing sama kvæðis, sem Grimur Thomsen hafði gert, þótt hans væri þar ekki við getið (í Þjóðólfi 22. nóv. 1873). Nú varð Gesti á það glappa- skot, að hann tók þýðingu Gríms í mis- gripum og birti hana þarna sem Matthí- asar verk. Brá Matthíasi heldur en ekki í brún, þegar hann sá þetta, það leit út eins og hann hefði verið að hnupla þýð- ingu Gríms Thomsens. Honum rann í skap, og hann skrifaði Gesti nokkuð hvat- skeytlegt aðfinnslubréf, þar sem einnig var farið litlum viðurkenningarorðum um þýðingu Gríms. Gestur hafði hins vegar unnið verk sitt af alúð, en Matthí- as sennilega vísað honum óglöggt á, hvar þýðingu sína væri að finna, og sárnuðu þessum unga sfcúdent köpuryrði þjóð- skáldsins, en auglýsti, að kvæðið hefði verið tekið í misgripum. Upp frá þessu var Gesti Pálssyni heldur lítið um séra Matthías gefið. Hitt skipti þó meira máli, að brátt varð djúpstæður munur á viðhorfi þeirra Matthíasar og Gests til lífs og listar. Matthías hafði fæðzt nokkurn veginn með rómantísku stefnunni á íslandi, sama árið og Fjölnir hóf göngu sína, var alinn upp í andlegu andrúmslofti hennar og mótaður af fegurðarskyni hennar og trúarþeli, skáldskapurinn átti að fegra og auðga mannlifið, gleðja, hrífa, lyfta. Gestur Pálsson gekkst hins vegar I Kaupmannahöfn undir boðskap realism- ans eða raunsæisstefnunnar, sem Georg Brandes flutti. Skáldskapurinn átti ekki að vera uppbót fyrir mannlífið, heldur til mannlífsbóta, tengdur jarðlífinu og þessum heimi, vera raunsönn mynd veru- leikans og jafnvel að draga fremur fram skuggahliðarnar, svo að bæta mætti meinin. Gestur mun að vísu hafa ver- ið trúhneigður upphaflega, og hann byrj- aði á guðfræðinámi, en hvarf síðan frá þvL Og þar sem raunsæisskáldyi vildu wera eins konar mannfélagslaefcnar, máttu þau ekki vera tilfinningasöm og viðkvæm um of, ekki fremur en góðir skurðlæknar. Trúarbrögð áttu ekki held- ur upp á pallborðið hjá hinum víig- djörfu og jarðlífsbundnu raunsæismönn- um. Það var því ekki á góðu von, þegar Gestur ¦ Pálsson samdi hinn mikla rit- dóm sinn um Ljóðmæli Matthíasar, tæp- um áratug eftir að hann hafði séð uni Manfreðsútgáfuna, enda er hann víða mjög harður. Ritdómurinn er þó oft for- dæmdur mest af þeim, sem aldrei hafa lesið hann, og satt að segja er sitthvað í honum skarplagt og vel athugað, og enn má ýmislegt á honum græða, el hann er lesinn með réttu hugarfari. En í heild sinni er hann ákaflega ósann- gjarn, aðallega að því leyti, að séra Matthías er þarna metinn frá sjónar- miði raunsæisstefnunnar. Það var eftir þennan dóm, sem Matthias orti skop- kvæðið: Gestur minn, Gestur minn, gáðu að hvað segirðu! Genigurðu í skroiek á mér, rétt eins og eigirðu Ijóð mín með andanum, efninu, málinu? Yfir mig gengur þinn kjaftur úr stálinu, o.s.frv. En í þessum stranga og „stálharða" dómi Gests er vissulega ýmis víðurkenn- ing, hann kemst ekki hjá því að hríf- ast af sumu, og þarna segir hinn lítii- trúaði raunsæishöfundur: „Matthías er einnig trúmaður í kristn- um skilningi orðsins, og það aí heittt 34 LESBOK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.