Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 14
¦" ¦- f VALDEMOSAKLAUSTRI I hugskoti okkar eru sumir . staðir baðaðir rómantískum ljéma. Þann ljóma eiga þeir oft að þakka skáldunum, sem hefur tekizt að bregða yfir þá hugljúfri birtu eða þeir fá blæ af rómantískum atburð- um eða persónum. Oft þola slíkir staðir illa hversdagslega heimsókn. óásjálegi hvannamórinn hans Jón- asar, þar sem lækur líður niður, eða árbakkinn við Galtará, þar sem hann greiddi ljúfa lokka (rímsins vegna?) standa illa undir lýsingunni þegar á staðinn er komið. Þó eru undantekn- ingar frá þessu, jafnvel svo að komu-. manni finnst staðurinn enn róman- tískari en þeim sem frægð hans er af sprottin. Tökum t.d. Valdemosa á Majorca, umgjörðina um tónskáldið Chopin og skáldkonuna George Sand og hið dramatíska ástarævintýri þeirra, sem maður grét yfir í Tjarn- arbíói á unglingsárunum og við lest- ur á sögunum um berklaveika tón- skáldið með hugljúfu músikina. Majorca, sem er stærst Baleareyjanna í Miðjarðarhafinu skammt frá Spánar- ströndum, er nú orðin einn af eftirsótt- ustu ferðamannastöðum Evrópu vegna hins milda veðurfars. Þegar ferðahópur frá ferðaskrifstofunni Sunnu kom þar um páskaleytið sl. vor, tHheyrði auðvit- að að heimsækja klausturbæinn Valde- mosa ásamt öðru því sem markvert þyk- ir á þessari fögru eyju. T ið konium til höfuðborgarinnar Palma og settumst þar að, eins og Chopin og George Sand höfðu reyndar líka gert árið 1838. Hún ferðaðist með börn sín tvö, Maurice og Soiange, frá París um Lyons og Perpignan til Barcelona, en Chopin slóst í förina á leiðinni, til að brottför þeirra vekti sem minnsta athygli 1 upphafi sambúðar þeirra. Síðan tóku þau skip til eyjarinnar Majorca. Þaðan ekrifaði Chopin vini sinum: „Nú er ég hér í Palma, í skugganum af pálmatrjám, sedrusviði, alóujurtum, app- elsinu-, sítrónu- og fíkjutrjám.......... Himininn er blár eins og turkíssteinn, sjórinn eins og lapíssteinn og fjöllin eins og smaragðar. Og loftið? — loftið er eins og það hlýtur að vera í himnaríki. Dagarnir eru sóiríkir, allir ganga í sum- arfötum og það er heitt. Á kvöldin er sungið og leikið á gítara tímunum sam- tm, Á húsunum eru stórar svalir með vínviði, sem þekur gamla veggi allt frá tímum Araba...... Bærinn og allt hér minnir á Afríku. ... í stuttu máli sagt, dásamleg tilvera...." E n jafnvel ástfangin skáldkona og rómantískt tónskáld eru háð svo hvers- dagsiegum hlutum sem fæði og húsa- skjóli. Chopin og George Sand höfðu é leigu tvö herbergi með fáum og léleg- lim húsgögnum og fæðið, sem saman- ítóð af fiski og hvítlauk, framreitt i olíu, átti ilia við þau. Loks fundu þau lítið Uús uppi við f jallsræturnar, og tóku það á leigu. Meðan nýjabrumið af ástinni entist, nutu þau lífsins, reikuðu um í sól- fcmi á daginn og áttu yndisleg kvöld á svölunum, þó komið væri fram í desem- ber. Hin algera kvöldkyrrð var aðeins rofin af bjöllu stöku asna, sem átti leið hjá, og daufum niði hafsins í fjarska. En gvo hófst regntíminn og tilveran varð eins og syndaflóð. Húsið, sem hét „Mai- son du Vent" (Hús vindsins), bar nafn sitt með rentu, því veggirnir héldu ekki vindi og drukku í sig rakann. Ekkert verra gat komið fyrir Chopin. Hann fékk hræðilegar hóstahviður. Og upp frá því tóku heimamenn að líta hann horn- auga. Húseigandinn ritaði George Sand bréf, þar sem hann — eins og hún orð- aði það síðar — tjáði henni að í íbúð- inni hýsti hún persónu, sem aftur hýsti smitandi sjfikdóm, og kvaðst treysta því að þau flyttu brott. Læknar voru sendir á vettvang og hefur Chopin sagt þannig frá heimsókn þeirra í bréfi: „Einn rak nefið ofan að hrákanum frá mér, annar bankaði á þann stað sem hann sagði þetta koma frá og sá þriðji hlustaði við bringuna á mér meðan ég hóstaði því upp." Og þégar spönsku læknarnir höfðu lýst því yfir — ekki reyndar að ósekju — að tæring væri smitandi, þá var leigj- endunum vísað á dyr. Um miðjan des- ember fluttu þau Ohopin og Geonge Sand því með börnin norðvestur á eyjuna, upp í fjalladal, þar sem þau fengu inni Ferðahópurinn frá íslandi átti vissu- lega ekki í húsnæðisvandræðum. Við bjuggum í tveimur glæsilegum hótelum, stórhótelinu Bahia Palace við hafið inni í sjálfri borginni Palma, og á Santa Ana hótelinu á rólegum stað úti með ströndinni. Við vorum á ferðinni fyrstu dagana í apríl, sem voru afar mildir, nægilega hlýir til að synda í útisund- laugum hótelanna en varla í sjónum enn. Og einn daginn héldum við til Valde- mosa, 17 km. í norðvestur inn á eyj- una, ferðuðumst í þægilegum langferða- bílum eftir góðum vegum. ¦» etta er yndisieg leið. Við þekkj- um trén sem Chopin segir frá í bréfi sínu. Gömlu fagurlega snúnu sedrus- viðartrén hafa lítið breytzt. Hvað eru líka 125 ár í lífi 600—1000 ára gamalla kvista? Þarna líður hjá stór appelsínu- trjágarður. Möndlutrén eru ekki alveg búin að fella hvitu og rauðu blómin sín og virðast ætla að hafa nægar byrgðir af möndlum tilbúnar fyrir uppskeruna seint á sumrinu. Og þarna er urmull af döðlutrjám. Upp yfir trén gnæfa klettótt fjölHn, sums staðar með ryðrauðum flekkjum á ljósgráum límsteininum, eft- ir útfelli af járnoxíði. Valdemosadalur- inn er litill og fagur. Grænklædd fjöll með hvóssum klettabrúnum og stöku pálmatré bera við himin, í hlíðunum hafa bændurnir hlaðið stalla með hvít- um blómum og inn á milli sjást greinar með gulum sítrónum og rauðgulum appelsínum. Þorpið stendur nokkuð hátt í dalbotninum, hálfhulið augum aðkomu- mannsins, en klaustrið gnæfir þar yfir, þunglamalegt með sínum þykku veggj- um. Klaustrið er frá 14. öld og var ætlað 12 munkum og yfirmanni þeirra. Árið 1834 ákváðu stjórnarvöldin að allar kristnar reglur skyldu reknar úr klaustr- unum, og flestir munkarnir flýðu til ítalíu. Karþúsíumunkarnir í Valdemosa- klaustri hröktust einnig burt, og yfir- völdin ákváðu að selja eða leigja klefa þeirra. Af trúarástæðum höfðu íbúarnir á Majorca þó ekki viijað setjast að I klaustrinu, og þegar Chopin og George Sand komu þangað, voru þar aðein3 fyrir kirkjuvörður, apótekari og ein kona. Vistarvera hvers munks saman- stóð af 3 klefum, svefnherbergi, vinnu- herbergi og bænaherbergi, en lítið sam- band var á milli klefasamstæðanna. Chopin og George Sand bjuggu í klefa- samstæðu nr. 2, en vegna barna hennar höfðu þau.einnig klefa nr. 4. Maurice, sem var 14 ára gamall ,og Solange, 10 ára, kunnu vel að meta þessa skrýtnu gömlu byggingu. Þau hlupu um þökin og klifu upp mjóu vindustigana og Maur- ice, sem var heilsuveill, náði sér veL Á daginn var hægt að ganga út í litla garðinn með jurtum og gosbrunnum, sem fylgdi hverjum klefa og þaðan var fagurt útsýni yfir dalinn. Á kvöldin vældu uglurnar og litlu luktirnar, sem hver maður bar með sér, settu dular- fullan blæ á klaustrið. E íslendingar í hinum gróðursæla klausturgarði. n það er hálfhráslagalegt að koma inn í þessa stóru byggingu með þykku veggjunum. Við sem höfðum komið neðan frá hlýrri ströndinni í sum- arktfólum, fundum vel hve miklu sval- ara er uppi í fjöllunum og okkur var hálfkalt inni í kiausturbyggingunni. Hvernig hefur það þá verið fyrir sjúkl- ing í desember og janúar, þegar ekki var hægt að ylja upp nema með litl- um en fagurlega mynztruðum gJóðar ofni. George Sand og Chopin unnu mikið í klefum sín um, því bæði höfðu selt verk sín fyrir- fram, til að standa straum af kostnaði við ferðina. Þó beið Chopin lengi eftir pianóinu, sem hann átti von á frá Frakk landi. Hann er óþol inmóður og skrifar Camille Pleyel, að það hlægi sig ef hljóðfærið komi rétt í tæka tíð til að hann fái ánægj- una af því að pakka því niður aftur. „Ég bíð og handrit in mín sofa meðan ég get ekki sofið, Ég hósta og hefi bakstra og bíð með óþohnmæði eftir vorinu eða eftir ein hverju öðru". Þeg- ar hljóðfærið loks kemur, ætlar aldrei að ganga að ná þvi gegnum tollinn og loks að flytja það upp í fjöllin eftir asnastigum, sera regnið hefur skol« að úr. Neðanmáls f fyrrnefndu bréfi tjáir Chopin Pleyel að hann hafi sent honum prelúdiurn- ar, sem þeir hafl verið búnir aS semja um, svo ekki 46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1864

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.