Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 15
Klefi Chopins í Valdemosa. Á miðju gólfi er hitunartæki úr kopar. Dyrnar til vinstri liggja inn í vinnuherbergið með píanóunum tveimur, sem hann n« taSi. hefur hann haldið að sér höndum þar til píanóið kom. Enda samdi Chopin meðan hann dvaldi á Majorca fleiri prelúdíur, t.d. svokallaða „Regndropa— prelúdíu", tvær pólónesur, mazúrka, aðra ballötuna og þriðja skersóið sitt. Haft er eftir honum, að eitthvað af því hafi hann samið þegar George fór í kvöldgöngu með börnunum og hann beið skelfingu lostinn og ímyndaði sér að eitt'hvað hefði komið fyrir þau og hún væri dáin, hvort sem þetta hefur nú við nokkur rök að styðjast. Hvílík svívirða að láta 10 ára ungfrú ganga í strákafötum! i klefanum í Valdemosaklaustri eru nú bæði hljóðfæri Chopins, það sem hann fékk á Majorca og hans eigið, sem kom frá Pleyel 25 dögum áður en hann fór. Ekki ætlaði að ganga betur að losna við það en fá það. Enginn vildi kaupa píanó, sem gæti smitað heima- sæturnar er læra skyldu að leika á það. Loks kom frú ein í Palma af frönskum settum til bjargar, tók við píanóinu sem sjálfur Chopin hafið valið í París og seldi í staðinn sitt eigið, sem viðurkennt var bezta hljóðfærið á eynni og enginn var hræddur við. Skúli Halldórsson, tón- skáld, var í hópi ferðafólksins frá ís- landi þennan apríldag sl. vor. Hann fékk leyfi til að setjast við píanóið og lék verk eftir Chopin á hljóðfærið, sem höfund- urinn hafði samið á í þessari sömu vistarveru. Það bætti mjög á töfra stað- arins. í Valdemosaklaustri hefur verið kom- lð upp nokkurs konar Chopin-safni og tínt saman ýmislegt dót, sem minnir á dvöl hans þar. Dauðagríma hans liggur í klefanum, mynd af honum 29 ára gömlum, eins og hann var er hann dvaldi á Majorca, hangir á vegg og einnig mynd af Maurice Sand, 14 ára gömlum. Þar eru ýmis músikhandrit o.s.frv. Þarna í klaustrinu er merkilegt gamalt bóka- safn og þar er apótekið með skrýtnu katalónsku krukkunum frá 17. öld, sem George Sand nefnir í bók sinni „Vetur á Majorca", og kveðzt hafa leitað þar að meðulum handa Chopin. En ekki hef- ur listafólkið komið mikið í kirkju klaustursins, sem m.a. er skreytt göml- um freskum, sem sýna boðun Maríu og málverki af Jóhannesi og Bruno eftir Goya, því þorpsbúar voru í sínum tíma stórhneykslaðir á því að ekkert þeirra skyldi sækja guðsþjónustur. Þetta gerði þau mjög óvinsæl í þorpinu og sóknar- presturinn dreifði þeim orðrómi að þau væru heiðingjar, Múhameðstrúar eða Gyðingar. Og ekki bætti úr skák að Sol- ange litla gekk i síðbuxum og blússu. E ftir þriggja mánaða dvöl á Maj- orca var loks ákveðið að fara. Chopin var við verri heilsu en þegar hann kom. Sennilega hefur honum ekki þótt Valde- mosa eins rómantísk og okkur, hópnum frá íslandi, er hann fór þaðan, því eftir að þau komu til Marseilles, skrifar George Sand í bréf til vinkonu 'sinnar: Þessa mynd teiknaði Maurice Sand af Chopin í Marseilles á leiðinni frá Majorca. Chopin var þá 29 ára gamall. „Hann (Chopin) er hættur að spýta blóði, sefur vel, hóstar lítið og það sem mestu máli skiptir fyrir hann, hann er kominn aftur til Frakklands. Hann get- ur nú sofið í rúmi, fullviss um að það fer ekki í eldinn einungis af því að hann svaf þar. Og þegar hann réttir fram hendina til kveðju, hrekkur fólk ekki frá honum." Meðan við skoðuðum klaustrið hafði komið skúr, og það var hrollur í okkur, þessu sumarklædda fólki, er komið var út úr klaustrinu. En rétt hjáer notateg- ur staður, sem Chopin hefur ekki fengið að kynnast, þó hann sé sennilega ó- beint orsök tilveru hans. Þetta er sveita- krá, þar sem hægt er að hlýja sér á heitu kaffi eða súkkulaði með sérstöku ljúffengu brandy eða líkjör, sem fram- leitt er á þessum slóðum. Slíkur staður þrífst áreiðanlega vel, því margir ferða- menn koma daglega til Valdemosa, til að sjá staðinn þar sem Chopin og George Sand dvöldu og orðinn er svo róman- tískur í hugskoti fólks um heim allan. Þetta sést bezt á því að þarna í kránni er stærðar minjagripaverzlun með öll- um þeim fáránlegu gripum, sem ferða- menn safna að sér til minja. E. Pá. — A ab mmnka Framh. af bls. 36. kynlegt. En hann um það. Og við sótt- um tamningamanninn. Ekki minnkaði aðdáun mín við að sjá þann jarpa undir manni, og ég var á- kveðinn í að eignast hann. Varð það úr að Davíð fór með okkur til eigandans og falaði af honum hesinn' fyrir verð, sem ég áleit mjög hóflegt. Síðan skildu leiðir okkar eftir að Davíð hafði lofað að senda mér Jarp. Nokkrum dögum seinna var hringt til mín frá hesthúsi Fáks í' Laugardal og sagt að Jarpur væri kominn. Ég gat varla beðið með að koma á bak honum. Þó vildi ég láta hann jafna sig eftir flutninginn, og beið í tilhlökkun í nokkra daga enn. Svo rann upp laugar- dagurinn langþráði. Ég fór að öllu mjög varlega, því mér fannst Jarpur dálítið hvumpinn. En allt gekk vel. Faxið á Jarp var uppi í fánginu á mér þegar hann tölti með mig af stað frá Lauga- landi. Ég hafði hugsað mér að ríða inn fyrir Elliðaár. Á leiðinni þangað er fyrir tún- skiki milli Holtavegar og Álfheima. Þennan dag var þó frekar um mýri að ræða en tún vegna undanfarandi úr- komu. Rétt eftir að við Jarpur erum komnir inn á túnið rífur hann skyndi- lega af mér tauminn, stingur undir' sig hausnum, setur á sig kryppu og stekkur í hringi og út á hlið með stífa fætur. Eins og nærri má geta tolldi ég ekki lengi á baki, heldur flaug út í foraðið og lenti þar sitjandi. E'kki lagði ég út í lengri reynsluferð þennan daginh, en hugsaði sern svo, að Jarpur hefði enn ekki náð sér eftir að standa á vörubils- palli fyrir Hvalfjörð. Næsta tilraun var enn sögulegri, því þá komumst við Jarpur ekki einu sinni út á tún. Hann kastaði mér tvisvar af baki á fyrstu mínútunni, og í seinna skiptið kom ég illa niður og brákaði annan ö'klann. Það verður að segjast eins og er að heldur sljákkaði í mér við þessa reynslu. „Á AÐ MINNKA VIÐ HANN MJÖLIÐ?" Ekki var þó öll von úti enn. Nú leitaði ég aðstoðar Jóns, vinar míns, og bað hann fyrir alla muni að tuska klárinn til, Ég gæti ekki meir. Jón tók þessu vel, og við skruppum inn að Laugalandi til að ræða málið við Jarp. Hann stóð þar á stalli með tindrandi augu. Það getur verið að mér hafi missýnzt, en mér sýndist Jarpur glotta þegar hann sá mig. Og ég hugsaði sem svo: Vertu rólegur, sá hlær bezt, sem síðast hlær. Eftir að hafa skoðað Jarp, sagði Jón, að það væri auðséð að hann þyrfti meira fóður, hann væri horaður eftir útigöng- una um veturinn. Og við gengum til ráðamanna á Laugalandi og báðum um að Jarpi yrði gefið meira mjöJ. Svo kom að því að Jón taldi reyn- andi að koma á ba'k þeim jarpa. Ég beið spenntur eftir árangrinum. Og það var síður en svo hughreystandi að heyra skýrslu Jóns.. Ferðin hafði gengið eins og í sögu, en honum fannst Jarpur latur! Hafi ég enn haft eitthvert álit á sjálf- um mér sem hestamanni, þá hvarf það algjörlega á þessari stundu. En Jón lof- aði að liðka hestinn, og það var þó nokk ur sárabót. Eg frétti af næstu tilraun Jóns að- eins af afspurn, en það voru margir um söguna. Jóni hafði verið umhugað um að stríðala þann jarpa, og þótt forstöðu- mönnunum á Laugalandi jafnvel nóg um. Svo var það í annarri tilrauninni er Jón var að fara á bak á hlaðinu á Lauga landi að hann missir annað ístaðið. Hann beygir sig niður til að ná ístaðinu aftur, og þetta þótti Jarpi of gott tækifæri til að láta það ónotað. Hann hrifsaði iA sín tauminn og þaut af stað. Rétt við hlaðið er hestagirðing, og við hana snar- stoppaði Jarpur með þeim afleiðingum að Jón fauk af baki og inn í girðingu. Forstöðumennirnir á Laugalandi stóðu á tröppum úti oig horfðu á. Þá kallar annar þeirra til Jóns: Heyrðu Jón, á að minnka við hann mj.ölið? Það má Jón eiga að hann gafst ekki upp. Hann stóð upp úr forinni og fór á bak. Og í þetta sinn komst Jarpur ekki upp með neina hrekki. ÁNÆGÐUR HESTA- PRANCARI En þetta var síðasta tilraun Jóns til að liðka Jarp. Og ég sat uppi með óþekkt arhross, sem ég þorði ekki að koma á bak. í fyrstu hafði ég hugsað sem svo, að Davið hefði leikið laglega á mig með. því að láta mig kaupa hrossið. Og mér var skapi næst að senda honum það aftur. En við nánari íhugun komst ég að því að þessu var ekki þannig var- ið. Hann hafði ekki þekkt þennan gest sinn nema lítillega, og auk þéss dregið þær ályktanir af mínum eigin ummæl- um að ég væri meiri hestamaður en raun bar vitnL En mikið var ég feginn þegar Bergur Magnússon, framkvæmdastjóri Fáks, hringdi til mín löngu seinna og kvaðst y hafa kaupanda að þeim jarpa. Maðurinn sat þá í skrifstofu Bergs og við töluðum saman í síma. Sagði ég honum frá hest- inum, en hann 'vildi samt kaupa, svo . það varð úr að ég seldi honum Jarp fyrir helming þess verðs, sem ég hafði greitt fyrir hestinn. Og enginn hesta- prangari hefur verið ánægðari með hesta kaup en ég var, þegar ég hafði losað mig við Jarp. Það er ekki nóg með að hann hafði kastað mér þrisvar af baki og brákað á mér öklann. Hann hafði einnig sett í mig beig, svo ég þorði varla á hest- bak lengi á eftir. En svo fór að ég keypti annan hest, aldraðan og rólegan. barnahest, og tók gleði mína á ný. Nú er sjálfsálitið á batavegi. Nú gæti ég hugsað mér að fá mér aftur klárhest með tölti. En hann má ekki vera jarpur. Og ég vil reyna hann áður en ég kaupi. b. t. HAGALAGÐAR Kjólklæddur á gangi. Séra Teitur Pálsson á Eyri í Skutuls firði drukknaði með öllum skipverj- um haustið 1728 í Strandaferð eftir rekaviði. Timburfloti sá, sem þeir höfðu meðíerðis, leystist sundur og rok viðsvegar vestur um fjörðu og á Rauðasandi. Úr viðarreka þeim voru síðar á sumum stöðum smíðuð fiski- skip, en fljótt þótti verða um flest og með voveiflegum hætti. Var það aimælt, að kvöldið fyrir hinn sfðasta róður þessara sikipa sæist kjólklædd- um maður ganga í kringum þau, og jafnvel þóttust sumir haía séð hann berja þau utan. (Árbók Ferðafél.) Fániennt á Reykjavíkurgötum. Sumarið 1845 gekk mislingasótt yfir og hnekkti mjög atvinnu manna bæði til lands og sjávar. Sóttin barst út hingað með dönsiku skipi til Hafn- arfjarðar í lok maímán. og breidd- ist þa'ðan út um allt Suðurland. Þaðan barst hún, einkum með skóla- piltum, bæði norður og vestur og hlífði engum manni. Af mislingum og afleiðingum þeirra munu hafa látist nál. 2000 manns á öllu landinu. í Reykjavík gerði sóttin allmikinn usla og mátti svo heita, að þar sæiisit varla nokkur maður á ferli sunia dagana meðan sóttin geisáði. (Árbækur Reykjavíkur.) 38. tbl. 1964 -,LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4.7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.